Fréttablaðið - 09.06.2007, Síða 76

Fréttablaðið - 09.06.2007, Síða 76
Frami breska tískuhönnuðarins Lu- ellu Bartley hefur verið skjótur. Árið 2000 átti hún varla fyrir te- bolla en tveimur árum síðar skaust hún upp á stjörnuhimin hipp og kúlsins í London. Hún fæddist árið 1973 og ólst upp í fæðingarbæ Shakespeares, Stratford-upon-Avon. Leið henn- ar lá í skólann Central St. Mart- ins í London þar sem hún lærði tískublaðamennsku. Hún hætti námi þegar hún fékk vinnu sem penni hjá dagblaðinu Evening Standard en síðar skrifaði hún fyrir breska Vogue, Dazed and Confused og The Face. Hún veiktist af sköpunarbakterí- unni nokkrum árum síðar og árið 2000 byrjaði hún að hanna eigin línu, „Luella“. Á stuttum tíma varð henni hampað sem „hinni nýju Stellu McCartney“ og eignaðist hún aðdáendur á borð við Kate Moss. „Ég var óskaplega venjulegur krakki, eiginlega frekar hallærisleg,“ segir Bart- ley, sem þykir afskaplega látlaus en skondin týpa en hún á tvö börn með ljósmyndaranum David Sims og býr með honum í hálfgerðri kommúnu uppi í sveit. Að eigin sögn hannar hún föt sem „Konur geta orðið fullar og dottið í.“ Stíll hennar er undir mjög breskum áhrif- um sem spanna frá Díönu prinsessu og kon- ungsfjölskyldunni til pönkara, skólabúninga og mod-rokkara. Fyrir næsta haust og vetur einkennist línan sérstaklega af breskum hefðum: veiðiföt hefðarfólks, reiðhattar og stígvél og settlegir kjólar með flauelsslauf- um. Allt þetta var þó poppað upp með rokk- aralegum fylgihlutum. Alveg hreint dásam- lega svalt. MasterCard korthafar fá miðann á þessa skemmtilegu fjölskyldumynd á aðeins 600 kr. meðan myndin er sýnd, greiði þeir með kortinu. Myndin er sýnd í Laugarásbíói og Smárabíói. Meira á www.kreditkort.is/klubbar 600 kall meðan myndin er í sýningum! Komin í bíó! Komin í bíó! Það stefnir óðum í að næsta æði Íslendinga verði það sem kallast New Rave. Ungt fólk streymir í tískubúðirnar til að fjárfesta í skræpóttum hettupeysum, leggings, neonlitum armböndum og legghlífum og skær- um íþróttaskóm í stíl. Jahá, árið 1992 er komið aftur og með því koma neonlitir, geimverulegir samfestingar og sítrónugul sólgleraugu. Fyrsti hátískuhönnuðurinn sem kom þessu á kortið er lærisveinn Donatellu Versace, Christopher Kane, sem kom með dásamlega stutta neonkjóla, en svo fylgdu „vintage“ búðirnar á eftir og nú er enginn maður með mönnum nema að vera með neonljós sem lýsir í myrkri um hálsinn og klút með broskalli á höfðinu. Samkvæmt hinu breska Sunday Times þá er New Rave ekki endilega ávísun á e-töflur og endalaus reif-partí þessarar gullaldar tíunda áratugarins heldur er bylgjan einhverskon- ar nýr ímyndarfókus fyrir nýja kynslóð ungra skemmtanafíkla – lista- menn, tískuliðið, námsmenn og næturhrafna sem elska að dressa sig upp. Sumsé New Rave (eða Neu Rave eða Nu Rave) er málið í sumar í London og í New York, en verður samt væntanlega mest áberandi hér í litlu Reykjavík þar sem að öll „trend“ eru tekin háalvarlega og af mik- illi innlifun. Persónulega er ég svög fyrir tónlistinni og get dansað tím- unum saman við þýskt electro-house en neonlitir og skræpótt dress mega halda sér í góðri fjarlægð. PS. Gat ekki orða bundist þegar ég sá nýlega mynd af Victoriu Beckham. Hún toppaði sig algerlega í ósmekklegheitunum og í raun ættu allar konur að festa þessa mynd á ísskápinn og hugsa daglega: Svona ætla ég aldrei að verða. Victoria greyið, í sinni aumkunarverðu „0“ stærð og appelsínugul- heitum, er búin að fara allan hringinn og endar núna í hinni verstu hnakkastemningu. Bleikur neon- brjóstahaldari og sebradress. Og búin að aflita aum- ingja ótalandi manninn sinn í stíl. Nu Rave... og Nu Victoria
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.