Fréttablaðið - 09.06.2007, Page 77

Fréttablaðið - 09.06.2007, Page 77
Franska tískuhúsið Chloé fékk nýjan hönnuð seint á síðasta ári, Svíann Paulo Melim Andersson sem tók við af hinni svölu Phoebe Philo. Melim Andersson lærði í London og var áður hjá hinu ít- alska Marni, og hefur gert ansi róttækar breytingar á merk- inu sem var þekkt fyrir sætan, stelpulegan og draumkenndan stíl. Í línunni fyrir næsta vetur og haust gaf að líta róttækari flík- ur eins og nælon-korselett, kjóla með rúmfræðilegum sniðum, töskur sniðnar eins og gítartösk- ur og pils skreytt með plast-pallí- ettum. Skór voru grófir, í anda Doc Martens tísku níunda áratug- arins og pönkáhrifa var að gæta víðar í þessari skrautlegu línu. Eins og Melim Andersson sagði fyrir sýninguna: „ Ég er að reyna að ímynda mér nýja Chloé stelpu. Hún er reið, og svona skemmti- lega reið. Hún er stelpan sem stelur fötum úr fataskáp móður sinnar. Mig langaði að hafa þetta mjög ungt og einfalt.“ Sænskur hönn- uður hjá Chloé

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.