Fréttablaðið - 09.06.2007, Síða 86

Fréttablaðið - 09.06.2007, Síða 86
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Stefán Pálsson „Ég er yfirleitt ólétt eða í fæðing- arorlofi. Síðast þegar ég var í fæð- ingarorlofi var ég búin að ganga allar leiðir og sjá allt í bænum svo ég vildi breyta aðeins til,“ segir Lís- bet Harðardóttir, 22 ára Ísfirðingur og tveggja barna móðir, sem hefur opnað lítinn sjávargarð á Ísafirði. Garðurinn, sem er í raun eitt 1.800 lítra fiskabúr, er utandyra í Neðsta kaupstað og hefur vakið mikla hrifningu bæjarbúa, ekki síst ungu kynslóðarinnar. Lísbet sótti fyrir nokkru um styrk til Ísafjarðarbæjar til að smíða sjávargarð, með sex fiskabúrum. Garðurinn átti að kosta eina og hálfa milljón en Lísbet fékk styrk upp á 300 þúsund. „Það dugði fyrir einu búri,“ segir Lísbet. „Það var fullt af fyrirtækjum sem ætluðu að hjálpa mér við smíðina en þau sviku mig svo ég varð að gera þetta sjálf.“ Lísbet stóð þó ekki ein í stórræð- unum því vinur hennar smíðaði búrið og fyrirtækið Ispan gaf henni gler í það. „Svo veitti Muggi hafnarstjóri mér andlegan stuðning í sex til átta mánuði. Á lokasprettinum, þegar ég var komin með magasár af stressi, flugu pabbi minn og bróðir á Ísa- fjörð til að hjálpa mér við smíðina,“ segir Lísbet sjávardýragarðsstjóri, sem auk þess starfar hjá barna- vernd Ísafjarðarbæjar. Í upphafi hafði Lísbet þorska, kola, skötusel og marhnút í búrinu. Einn þorskurinn var hins vegar svo grimmur að hún þurfti að losa sig við hann. „Þorskurinn var alltaf að bíta í Ágúst skötusel svo ég þurfti að losa mig við hann. Ágúst er hins vegar farinn á vit feðra sinna,“ segir Lísbet, sem ætlar að bæta fleiri dýrum í sjávargarðinn. „Ég á eftir að fá fleiri dýr, svo sem ígul- ker og barbapabba, sem er eitthvert bleikt slím. Og svo er dálítið erfitt að verða sér úti um sæbjúga.“ Það urðu þau Sara Hrund Gunn- laugsdóttir, Eiríkur Rósberg Ei- ríksson og Hallur Örn Guðjóns- son sem stóðu uppi sem sigurveg- arar í þáttunum Leitinni sem lauk á Stöð 2 í gærkvöldi. Auðunn Blön- dal, Sveppi og Pétur Jóhann lögðu af stað með þáttaröðina í upphafi til að koma auga á mögulega arf- taka sína og munu þremenning- arnir fá eigin þátt á sjónvarps- stöðinni Sirkus sem tekinn verður til sýninga í haust. „Við náum vel saman og höfum húmor hvert fyrir öðru. Við erum líka gífurlega ólík svo ég vona að útkoman verði góð,” segir Sara, en hún var önnur af tveimur stúlkum sem komust í tólf manna lokahóp- inn en sú eina sem náði alla leið. „Ég er rosa ánægð því aldrei nokk- urn tíma átti ég von á að ná svona langt. Ég bjóst ekki einu sinni við því að komast í gegnum áheyrnar- prufurnar,” segir Sara. Hennar bíður það verkefni að halda uppi heiðri kvenþjóðarinnar í sjónvarpsþætti sem snýst um fíflalæti og hefur göngu sína á sjónvarpsstöðinni Sirkus í haust. Engin endanleg mynd er hins vegar komin á þáttinn. Sara segir að þau þrjú séu óðum að venjast myndavélunum og hlakki mikið til þess að sprella vikulega fyrir framan myndavélarnar. „Það ekk- ert mál að vera með fíflalæti fyrir framan myndavélarnar. Það er hins vegar miklu erfiðara að horfa á útkomuna.“ Miklu erfiðara að horfa á fíflalætin Myndband af fimmta mark- inu sögulega sem Svíar skor- uðu í leiknum gegn Íslendingum í undankeppni EM á miðvikudag er það vinsælasta á YouTube um þess- ar mundir, en síðdegis í gær hafði verið horft á myndbandið yfir 500 þúsund sinnum, næstum helmingi oftar en það myndband sem var næstmest skoðað í gær. Sem kunnugt er varð markið til upp úr ótrúlegum misskilningi varnarmannsins Ívars Ingimars- sonar, sem stóð í þeirri trú að brot- ið hefði verið á sér í eigin víta- teig. Ívar sparkaði boltanum í átt að eigin marki haldandi að dóm- arinn hefði dæmt aukaspyrnu. Svo var hins vegar ekki og þökk- uðu Svíarnir pent fyrir sig með því að hirða boltann og skora eitt auð- veldasta mark sögunnar. Ekki náðist í Ívar Ingimars- son sjálfan í gær en Gunnar Þór Gunnarsson, varnarmaður íslenska liðsins og leikmaður Hammar- by í Svíþjóð, var einn af þeim sem komu við sögu í markinu sögulega. „Það var nú kannski við þessu að búast. Við sögðum eftir leikinn að við vildum gleyma þessu en það er kannski erfitt eins og tæknin er orðin í dag,“ sagði Gunnar Þór og gat ekki annað en horft á björtu hliðar málsins. „Við náum allavega að skemmta einhverjum einmana sálum fyrir framan tölvuskjáinn,“ sagði Gunnar Þór og hló við. Bakvörðurinn ungi segist rata einstöku sinnum inn á YouTube en hann býst þó ekki við því að setja athugasemd við mynd- bandið eins og notendum síðunnar gefst kostur á. „Nei, borgar sig nokkuð að reyna að verja þetta eitt- hvað? Þetta mark dæmir sig alveg sjálft.“ Það er gott að geta skemmt einmana sálum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.