Tíminn - 30.11.1980, Side 6

Tíminn - 30.11.1980, Side 6
 6 Sunnudagur 30. nóvémbér 1980. (itgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdótt- ir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjóifsson. — Ritstjórar: Þórar- inn Þórarinsson, Jón Helgason, Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrlmsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Ellsabet Jökulsdóttir, Friðrik Indriðason, Frlða Björnsdóttir (Heimilis-Timinn), Heiður Helgadóttir, Jónas Guð- mundsson, Jónas Guðmundsson (Alþing), Kristln Leifsdóttir, Ragnar örn Pétursson (Iþróttir). Ljósmyndir: Guðjón Einars- son, Guðjón Róbert Agústsson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Marla Anna Þorsteinsdóttir. — Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavlk. Slmi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldslmar: 86387,86392.—Verð I lausasölu : kr. 280. Askriftar- gjald á mánuöi: kr.5500.— Prentun: Blaðaprent hf. Á tímum hagfræðinga Á þvi þingi Alþýðusambands íslands sem haldið var i liðinni viku urðu að ýmsu leyti athyglisverð timamót i sögu samtakanna, og er enn sem komið er auðvitað allt of snemmt að meta þær brey tingar sem þar urðu á forystuliði launþegahreyfingarinn- ar. í fyrsta lagi urðu kynslóðaskipti í fremstu forystu Alþýðusambandsins. Sú kynslóð sem mótaðist á kreppuárunum og tók við forystuhlutverki i hörðum átökum striðsáranna, og þá undir merki kommún- isma þótt það hafi gengist og greinst siðan, vék nú til hliðar fyrir yngri mönnum. Sú kynslóð sem ný- kjörinn forseti Alþýðusambandsins tilheyrir og þeir timar sem hafa mótað hann eru að mörgu ley ti allt önnur veröld en sá heimur sem þeir Björn Jóns- son og Snorri Jónsson ólust upp i. I öðru lagi markaði þetta Alþýðusambandsþing þau timamót að trautt verður nú um skeið talað um einhverja tiltekna stjórnmálaflokka sem „verka- lýðsflokka” um aðra flokka fram. Eftir þvi sem marka má af fréttum frá þessu launþegaþingi og af úrslitum kosninga þar komu allir stjórnmálaflokk- arnir þarna mjög við sögu og með jafnvel opin- skárra hætti en lengi hefur tiðkast. Forseti og vara- forseti ASÍ eru hvor af sinum flokkspólitiska endan- um, ef svo má segja, en enginn virðist þó hafa orðið var við snurður á samstarfsþræði þeirra fyrir þá sök að annar er sósialisti en hinn hægrimaður. Ef þetta boðar þau timamót að launþegahreyfingin hætti að blandast inn i deilur stjórnmálaflokkanna, þá eru það einnig fréttir til næsta bæjar. í þriðja lagi hlýtur það að þykja markvert að bæði forseti og varaforseti Alþýðusambands íslands eru nú félagsmenn i sama félagi innan sam- bandsins. Sú var tiðin að ráðandi mönnum ASI þótti hæpið að samtök verslunarmanna og skrifstofu- fólks ættu þar nokkurt erindi, en nú er svo komið að æðsta forysta samtakanna er valin úr þeim röðum. Um þetta var nokkuð rætt á þessu þingi Alþýðu- sambandsins, en ekki hefur það þótt skipta miklu máli ef marka má úrslit kosninganna. í f jórða lagi er það timanna tákn að bæði forseti og varaforseti Alþýðusambands Islands eru há- skólamenn, og munu sjálfsagt einhverjir gárungar segja að þetta sé fagurt vitni um stéttleysið á íslandi. Báðir eru þeir hagfræðimenntaðir á borg- aralega visu, talnameistarar miklir og reiknings- hausar og má það að sönnu einnig teljast timanna tákn. Ef Alþýðuflokkurinn er eitthvað óánægður með sinn hlut af þessu þingi, geta flokksmenn i þeim röðum þó fagnað þvi að sósialistinn á forseta- stóli er hagfræðilærður á danska jafnaðarmanna- visu i kóngsins Kaupinhafn, — Það er nú allur kommúnisminn á þvi herrans ári 1980. Hinni nýju forystu Alþýðusambandsins skal ósk- að alls velfarnaðar i störfum. Það eru mikilvæg mál sem launþegahreyfingin þarf að sinna á næst- unni og mikið i húfi fyrir alþýðuna að vel takist til. Þessa dagana er mest um það spurt meðal almenn- ings hvort næsti framkvæmdastjóri ASI verður lika hagfræðimenntaður eða hvort annars konar starfs- þjálfun verður talin fullnægjandi i starf að svo komnu máli. JS Þórarinn Þórarinsson: Erlent yfirlit Anders Wall er helzta fjármálastjarna Svía Söguleg sameining tveggja stórfyrirtækja Anders Wall UM FATT hefur verið meira ritað í skandinavisk blöð siðustu tvær vikurnar en samruna' tvegga stórfyrirtækja I Svíþjóð, Volvo og Beijerinvest. Samruni þeirra var tilkynntur á blaða- mannafundi í Gautaborg 17. þ.m. Samruni fyrirtækjanna gerist með þeim hætti, að Volvofyrir- tækið kaupir hlutabréfin i Bei- jerinvest. Endanlega verða kaupin háð samþykki eigenda hlutabréfa Beijerinvest, en full- vlst er talið, að ekki muni stranda á þvi. Volvofyrirtækið er þekkt utan Svlþjóðar, sökum bilafram- leiðslunnar, en það hefur haft fleiri járn I eldinum. Forstjóri þess, Pehr G. Gyllenhammar, hefur haldið þvi fram, að at- vinnufyrirtæki nú til dags verði að byggjast á fleiri en einni at- vinnugrein. Þess vegna hefur hann ráðizt i kaupin á Beijerin- vest. Beijerinvest er fjárfestingar- og verzlunarfyirtæki, sem var formlega stofnað fyrir hálfum öðrum áratug, en átti sér tals- verðan aðdraganda, og byrjaði þvi með verulegt stofnfé. Sföan hefur það keypt upp fyrirtæki og stofnað fyrirtæki svo tugum skiptir. Það var orðið eitt af stærstu og öflugustu fyrirtækj- um Sviþjóðar. Þegar áðurnefnd kaup voru gerð, námu hlutabréfin í Beijer- invest 1250 milljónum sænskra króna, en hlutabréfin i Volvo 1650 milljónum króna. Hluta- bréfin í báðum fyrirtækjunum hafa stórhækkað siðan. Gert er ráö fyrir að á næsta ári verði velta hins nýja fyrir- tækis 40 milljarðar sænskra króna og starfsmenn þess um 75 þúsund, þar af 70 þúsund utan Sviþjóðar. ÞAÐ fylgdi kaupunum, að Anders Wall, framkvæmda- stjóri Beijerinvest, veröur stjórnarformaður i hinu nýja fyrirtæki, sem hefur fengið nafnið Investment AB Volvo-Beijer, en Pehr G. Gyll- enhammar veröur fram- kvæmdastjóri þess. Verkaskipt- ing milli þeirra verður á þá leið, aö Wall mun einkum sjá um fjármálahliðina, en Gyllen- hammar um rekstrarhliðina. Síðan samruni fyrirtækjanna varð kunnur, hefur mikið verið rætt um þessa tvo menn, en þó einkum um Anders Wall. Um Gyllenhammar má segja, að hann hafi verið fæddur meö gullskeið í munninum. Faöir hans var forstjóri öflugs vá- tryggingafélags, en tengdafaöir hans var forstjóri Volvo og erfði Gyllenhammar sæti hans. Anders Wall er hins vegar bóndasonur, sem hefur brotizt áfram af eigin ramleik. Upp- haflega hét hann Anders And- ersson. Hann áleit það of al- gengt nafn til að geta rutt hon- um braut I fjármálaheiminum. Hann tók sér þvi nafnið Anders Wall. Gárungarnir segja, aö hann hafi þá jöfnum höndum haft Wallenberg og Wall Street i huga. Þaö var Kjell Beijer, sem rak fjárfestingarfyrirtæki, er upp- götvaöi Anders Wall. Ariö 1954, þegar Anders var 24ára gamall, fól Beijer honum stjórn á fyrir- tækinu Kul & Koks, en það átti dótturfyrirtæki viða i Svíþjóð. Anders Wall byrjaði á þvi að leggja niður eða selja ýms þeirra, en siðan fór hann að kaupa og stofna fyrirtæki í ýms- um viðskiptagreinum og reynd- ist stálheppinn. Arið 1967 var móðurfyrirtækið Kul & Koks selt Mobil fyrir 20 milljónir sænskra króna. Jafn- framt kom fyrirtækið Beijerin- vest til sögunnar. ÞETTA fyrirtæki hefur fært út kviarnar með næstum ótrú- legum hraða. Mörg fyrirtæki, sem þaðhefur stofnað, eru kom- in í röð stærstu fyrirtækja i Svi- þjóð. Mest þessara fyrirtækja er Scandinavian Trading, sem fæst aðallega við olíusölu. Það hefur keypt oliu frá Sovétrikjunum, Nigeriu og Angóla og fengið leyfi til oliuleitar I Texas. Ariö 1979 var umsetning þess 10,7 milljaröar sænskra króna og hagnaðurinn 349 milljónir. Anders Wall hefur haft mikil viöskipti við löndin i Aust- ur-Evrópu. Fyrirtæki Beijerin- vest annast um 25% af öllum innflutningi til Sviþjóðar af rússneskum vörum. Þá eiga tékkneska rlkiö og Beijerinvest sinn helminginn hvort I fyrir- tæki, sem sér um innflutning til Svíþjóðar á tékkneskum vörum. Það þykir næsta liklegt, að hið nýja fyrirtæki þeirra Walls og Gyllenhammars eigi eftir að færa út kvlarnar. Báðir eru mennirnir stórhuga. En hvernig mun þeim lynda saman, því aö báðir þykja ráörikir? Sá, sem er talinn llta þennan samruna mestu hornauga, er Marcus gamli Wallenberg. Hann og ættmenn hans eru aðal- eigendur Skandinaviska En- skilda Banken. Aðalkeppinaut- ur hans er Handelsbanken, sem verður viðskiptabanki hins nýja fyrirtækis. Anders Wall og Gyllenhammar

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.