Tíminn - 30.11.1980, Side 15

Tíminn - 30.11.1980, Side 15
Sunnudagur 30. nóvember 1980. 15 Fátiðir fuglar, ekki sizt ránfuglar, eru i mikilli hættu. Víða eruá ferlináungar, sem eru á höttun- um eftir þessum fuglum,og þeir leggja ekki sizt leiðir sínar til Norðurlanda, þar á meðal íslands. Sumir leitast við að ræna ungum, einkum fálka- ungum, sem þeir hyggjast selja lifandi, en aðrir leggja mest kapp á að ná i hami fugla. Mjög oft eru Þjóðverjar að • verki. Ýmist er, að þeir koma með bifreiðar sinar eða fá sér leigubila, sem þeir aka á til skógar, fjalla eða annarra þeirra staða, þar sem von er þeirra fugla, er þeir hafa girnd á. Þeir hafa lesið vandlega allt, er þeir hafa náð i, sem þeim má að gagni koma, og þeir spyrja þá, er þeir hitta spjörum úr um fuglalif, varpstöðvar fugla og hætti. Þeir látast vera áttúru- unnendur, vegsama fegurð landanna og yndi hinnar frjálsu náttúru og þykjast vera komnir til þess að sjá og skoða og njóta. hefur fundizt mergð fugla, sem er i mikilli útrýmingarhættu og alfriðaðir. I Skagen, Hjörring, Horsens og á Skáni eru mál af þessu tagi fyrir dómstólum, og sakborn- ingarnir menn.sem gengiðhafa i þjónustu útlendra safnara. Tveir þeirra eru sannir að þvi að hafa skotið nær tvö hundruð alfriðaða fugla, og gegn um hendur eins, sem fæst við að stoppa upp dýr, hafa farið meira en tólf hundruð friðaðir fuglar. Meðal þeirra eru ernir, sem hafa verið seldir vestur-þýsku fyrirtæki. Annars Hversu óhultir eru ernirnir okkar fyrir söfnurunum? Þeir eru allt annað undir niðri en þeir láta uppi. Þeir eru i' raun tillitslausir, ágengir og framar öllur öðru gráðugir i peninga. Þeir leggjast helst á friðaða fugla, þá sem fágætastir eru, þvi að upp úr þeim er mest að hafa. Þá gildir einu, þótt þeir út- rýmdu fuglategundum, ef þeir aðeins fengju nóg i sinn hlut. Sums staðar reyna þeir jafn- vel að koma sér upp umboðs- mönnum, sem kaupa fyrir þá fáséðra fugla eða hami þeirra og geyma þá i frysti, unz þeirra verður vitjað. Allt byggist þetta á þvi, að viða um lönd eru menn, sem safna uppstoppuðum fuglum. Það er ekki að sökum að spyrja, þegar menn fara að safna: Þá verða þeir að fá meira og meira, og það verður stolt hvers safn- ara að ná til þess, er torfengið er og fágætt. Verðið rýkur upp úr öllu valdi, og mikil freisting að hafa fágæti á boðstólum. Stofnuð hafa verið fyrirtæki, sem kaupa hami, stoppa upp fugla og selja siðan. Sumir þeirra, sem á flakki eru á Norðurlöndum þeirra erinda að verða sér úti um hami, eiga sjálfir þess konar fyrirtæki, — að öðrum kosti eru þeir við- skiptamenn þeirra eða beinlinis út á vegum þeirra. Vafalaust komast margir þessara náunga klakklaust með feng sinn til heimalands sins. En stundum kemst upp um þá. 1 Sviþjóð og Danmörku hafa yfir- völd fyrir nokkru haft hendur i hári slíkra óþurftarmanna, er drepiðhafa eða látið drepa, þús- undir friðaöra fugla i þvi skyni að ná i hami. 1 frystigeymslum voru þetta dúfuhaukar, músvákar, perluuglur og turn- fálkar og margt annað fugla- kyn. A einn sannaðist, að hann hafði ginnt dúfuhaukana i fasanabúr og sýðan kyrkt þá. 1 Sviþjóð hefur lögreglan einnig haft hendur i hári útlend- inga, sem sjálfir hafa komið til þess að safna fuglum, og toll- verðir komið upp þá, er þeir voru að fara úr landi. I ljós hefur komið við rannsókn, að þessir menn höfðu til umráða blla, sem sérstaklega voru búnir skápum og geymslum til þess að varðveita fuglana i óskemmda. Þvi er að sjálfsögðu fagnað, að meira er nú gengið fram i því en áður að koma upp um menn af þessu tagi. En þá er þó einn galli á: Viðurlögin eru hlægi- lega léttvæg likt-og kom á dag- inn hér á landi þegar fuglaræn- ingi var gripinn á flugvelli með unga i töskum. I Danmörku liggja einungis litilfjörlegar sektir við svona athæfi, rétt eins og hér, auk þess sem svipta má menn skotleyfi. 1 Sviþjóð má aftur á móti dæma menn i fang- elsi fyrir gróf brot, en annað mál er, hversu stranglega þeim ákvæðum er beitt. Að sjálfsögðu væri það ekki mikið fyrirtæki að breyta ákvæðum slikra laga og þyngja viðurlög, áður en meira tjón hefur hlotizt af verknaði þess- ara manna en orðið er. En lög- gjafinn er seinn I svifum og allt kerfið þungt I vöfum. Menn fjargviðrast kannski litið eitt yfir þvi, hvað vel þeir sleppa, er spilla náttúrufari með þessum hætti. I Og við það situr. MLPLÖTUR i miklu úrvali Bjóðum mikið úrval þilplatna í ýmsum viðartegundum og litum, sem gefur óteijandi möguleika. Komið og veljið sjálf þá tegund sem ykkur líkar best. KJæðning sem á eftir að gera vistarveruna hlýlegri og persónulegri. HUSASMIÐJAN HF. Súðavogi 3—5,104 Reykjavík, sími: 84599 Traktordrifnar rafstöðvar Verið viðbúnir rafmagnstruflun- um og látið þær ekki trufla mjaltir og önnur bústörf Rafstöðvar á grind, tengdar við beisli yfirtengi og drifskaft dráttarvélar á nokkrum mínútum. Við500 sn/mín. á drifskafti snýst raf- allinn 1500 sn/mín. og gef ur út 220 V 50 Rið. Mælaborð með tveim tenglum, voltmæli og útsláttarofa. Einfasa: 8 stærðir frá 2,8-13,6 kw. Þrífasa: 8 stærðir frá 4,0-20,0 kw. Leitið upplýsinga hjá ÓQ7*CO 5 33 22 BÁTA— OG VÉLAVERZLUN, LVNGÁSI 6, GAROABÆ, fil 5 22 77

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.