Fréttablaðið - 18.06.2007, Page 6

Fréttablaðið - 18.06.2007, Page 6
Gríptu augnablikið og lifðu núna Og1 fyrir tilvonandi fjölskyldur Viltu geta hringt heim úr GSM símanum þínum í allt að 60 mínútur á dag án þess að greiða mínútugjald? Vertu með Heimasíma, GSM og Internet fjölskyldunnar í Og1 – og sparaðu bæði tíma og peninga. Farðu á www.vodafone.is, komdu við í verslun okkar eða hringdu í 1414 og skráðu þína fjölskyldu í Og1. Heimasími, GSM, og Internet – allt á einum stað F í t o n / S Í A F I 0 2 1 9 8 2 Hátíðahöldin á 17. júní gengu víðast hvar vel fyrir sig. Í gær voru sextíu og þrjú ár frá því að íslenska þjóðin öðlaðist form- lega sjálfstæði frá Dönum. Veður var með skaplegasta móti um allt land, ólíkt fyrsta þjóðhátíðardeg- inum árið 1944 en þess dags er ekki aðeins minnst vegna sjálf- stæðisbaráttunnar heldur einnig fyrir að vera einn eftirminnileg- asti rigningardagur þjóðarinnar. Samkvæmt venju hófust hátíða- höldin í Reykjavík með því að blómsveigur var lagður á leiði Jóns Sigurðssonar, sjálfstæðis- hetju Íslendinga, en ákveðið var að þjóðhátíðardagur Íslendinga yrði haldinn á fæðingardegi hans. Þjóðhátíð fagnað í blíðskapaveðri Fjölmenni var í miðborg Reykjavíkur og hélt upp á þjóðhátíðardag Íslendinga. Er rétt að gera ökutæki þeirra sem aka langt yfir hámarks- hraða upptæk? Tókst þú þátt í hátíðahöldum vegna 17. júní? Tíu Íslendingar voru sæmdir riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Á meðal þeirra sem verðlaunaðir voru var Guðjón Sigurðsson, formaður MND samtakanna, fyrir störf að málefn- um sjúklinga. „Þetta er mikill heiður fyrir mig að taka á móti þessari við- urkenningu en ég vil þó meina að þó að ég geymi krossinn eigi margir aðrir í honum,“ sagði Guðjón. Fálkaorðan er að jafnaði veitt tvisvar á ári, 1. janúar og 17. júní. Svokölluð orðunefnd fer yfir umsóknir og metur hverjum sæmir að verða heiðursins aðnjót- andi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.