Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.06.2007, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 18.06.2007, Qupperneq 26
Undanfarin ár hefur orðið sprenging í tján- ingu. Það eru allir að skrifa skoðanir sínar alls staðar. Annar hver maður heldur úti blogg- síðu, umræðuvefir eru vinsælir og margir fréttamiðlar eru gagnvirkir á þann hátt að al- menningur getur skrifað athuga- semdir og sagt sína skoðun á frétt- um og greinum. Tjáningarfrels- ið er frábært en stundum fæ ég alveg nóg. Morgunblaðið heldur úti fjöl- mennu bloggsamfélagi og þegar fréttir á Moggavefnum eru lesn- ar má sjá hverjir hafa bloggað um þær. Í fyrstu fannst mér þetta skemmtileg nýbreytni en núna er ég orðin hundleið á þessu. Ég er líka hundleið á að lesa athugasemd- ir netverja við fréttir og umræðu- greinar á visir.is. Ástæðan er sú að allt of oft er þetta ómálefnaleg og jafnvel dónaleg umræða. Auðvitað má fólk hafa sínar skoðanir en það er ekki viðeigandi að kalla fólk fífl og hálfvita á opinberum vettvangi eins og oft vill gerast. Um daginn var lítil stúlka nærri drukknuð í sundlaug. Fjölmarg- ir blogguðu um þá frétt á Mogga- blogginu og sleggjudómana vant- aði ekki. Dónalegar athugasemd- ir á borð við „Hvað var móðirin að hugsa!!!“ blöstu við þeim sem fóru inn á fréttavefinn. Það sama var uppi á teningnum þegar bifhjólamaður slasaðist al- varlega í slysi eftir ofsaakstur. Í athugasemdum um fréttina á Vísi mátti sjá setningar á borð við „Þetta var gott á hann“ og einn Moggabloggari skrifaði að það væri synd að hann hefði bara háls- brotnað en ekki drepist. Þótt menn sýni vítavert gáleysi er ekki rétt að hlakka yfir óförum þeirra. Maður gerir það kannski í laumi en er endilega þörf á að aug- lýsa þá skoðun á mest lesna vef landsins? Kannski tekur það okkur nokk- ur ár að venjast þessu aukna tján- ingarfrelsi. Það er frábært að geta komið skoðunum sínum á fram- færi á svona auðveldan máta en gleymum því ekki að aðgát skal höfð í nærveru sálar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.