Fréttablaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 1
Félögum fækkar | Félögum í Úr-
valsvísitölunni á seinni helmingi
ársins fækkar úr fimmtán í fjórtán.
Inn koma Exista, Icelandair Group
og Teymi. Út fara 365 hf., Alfesca,
Atlantic Petroleum og Marel.
Minni hagvöxtur | Landsfram-
leiðsla á fyrsta ársfjórðungi dróst
saman um 0,1 prósent á tímabil-
inu á milli ára að raunvirði. Einka-
neysla dróst saman um 1,2 prósent
á milli ára.
Virkja Bosníu | Iceland Energy
Group og Serbneska lýðveldið,
önnur tveggja stjórnunareininga í
Bosníu-Hersegóvínu, hafa gert með
sér umfangsmikinn samning um
uppbyggingu vatnsaflsvirkjana á
svæðinu.
Fyrsti dagurinn | Fyrsta banda-
ríska félagið var skráð í Kauphöll
Íslands á fimmtudag. Þá hófust við-
skipti með bréf álfélagsins Cent-
ury Aluminum á First North, hlið-
armarkaði OMX.
Selja hlutafé | Eik Banki, stærsti
banki Færeyja, ætlar að selja nýtt
hlutafé í aðdraganda skráningar í
kauphallirnar á Íslandi og í Kaup-
mannahöfn. Núverandi hluthafar
hafa kauprétt að öllum bréfunum.
Samvinnutryggingum slitið |
Nýtt hlutafélag mun taka við öllum
eignum og skuldum eignarhaldsfé-
lagsins Samvinnutrygginga. Hlut-
hafar verða á fimmta tug þúsunda
og eigið fé um 30 milljarðar króna.
Kaupa Intersport | Hluthafar í
Intersport A/S í Danmörku hafa
samþykkt yfirtökutilboð íslenska
fjárfestingafélagsins Arevs og
Straums-Burðaráss. Tilboðsverðið
er talið vera um milljarður danskra
króna.
Til Indlands | Kaupþing hefur hafið
innreið sína á indverskan fjármála-
markað. Bankinn hefur undirrit-
að samning um kaup á 20 prósenta
hlut í indverska fjármálafyrirtæk-
inu FiNoble Advisors Private Ltd.
Fasteignakaup
Ekki ávísun á gull
og græna skóga
14
Marel
Stígur fyrstu
skrefin í Kína
6
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
F R É T T I R V I K U N N A R
Century á First North
Tímamótaskráning í Kauphöllina
8-9
Íslensk fjármálafyrirtæki hafa
sterka ímynd í hugum neytenda.
Þetta kemur fram í rannsókn
Fortuna sem mælir ímyndarvísi-
tölu fjármálafyrirtækja tvisvar
sinnum á ári. Í könnuninni er
farið ofan í ýmsa þætti er varða
ásýnd fjármálafyrirtækja.
Hallgrímur Óskarsson hjá For-
tuna segir að Íslendingar skipt-
ist í tvo hópa þegar viðhorf til
fjármálafyrirtækja eru skoðuð:
Áhættusæknir og áhættufæln-
ir, en fyrrnefndi hópurinn er
ögn stærri en hinn. „Þeir sem
eru áhættusæknir laðast að fjár-
málafyrirtækjum sem hafa öfl-
uga ímynd hvað áhættusækni og
þor varðar en það hvort einstakl-
ingur skipar þann hóp eða hinn
fer frekar lítið eftir efnahag.
Þeir sem eru áhættufælnir velja
sér svo fjármálastofnun sem
hefur þá ímynd að eyða litlum
tíma í að velta fyrir sér áhættu-
sömum leiðum til að ávaxta fé.“
Sterk ímynd fjármálafyrir-
tækja er af ýmsum ástæðum.
„Ein ástæðan er sú að þetta eru
fyrirtæki sem fólk hugsar mikið
til á sama tíma og fjárhag er velt
fyrir sér. Fólk upplifir sig gjarn-
an þannig að það sé mjög ná-
tengt sínu fjármálafyrirtæki þó
að samskipin séu ekkert sérstak-
lega náin. Í öðru lagi má segja að
það sé oft nokkurs konar „ástar
og haturs“ samband á milli al-
mennings og fjármálafyrirtækja
því fólk upplifir sem að það hafi
oft ekki marga valkosti.“
Sparisjóðir fá góða útkomu.
„Þeir hafa skýra og augljósa
styrkleikaþætti sem höfða til
flestra og má þar nefna dæmi
um að þeir séu metnir áhuga-
verðir sem fyrsti valkostur, við-
mót starfsfólk er álitið þægi-
legra en víða annars staðar og
einnig kemur skýrt í ljós að
þeir eru taldir sýna viðskipta-
vinum sínum mestu tillitssem-
ina,“ segir hann.
Á móti kemur að almenning-
ur telur að Sparisjóðirnir séu
ekki endilega fyrstir með nýj-
ungar. „Þannig má greina mjög
stórt tækifæri fyrir Sparisjóð-
ina ef horft er á niðurstöðurn-
ar í heild því það getur verið
að þeir spili of mikið inn á „hlý-
lega“ þætti á kostnað annarra
þátta.“ - eþa
Íslendingar frekar áhættusæknir
Sparisjóðir fyrsti kostur þeirra sem eru að leita sér að banka.
Sími 511 1234 • www.gudjono.is
Vistvæn
prentun
www.trackwell .com
Tíma- og verkskráning
fyrir starfsmenn og tæki
FORÐASTÝRING
Hólmfríður Helga Sigurðardóttir
skrifar
Örlítið meiri svartsýni gætir í endurskoðaðri þjóð-
hagsspá fjármálaráðuneytisins en áður. Ekki er
tekið tillit til hugsanlegs samdráttar í kvótaúthlut-
unum. Ef af honum verður má gera ráð fyrir enn
dekkri tölum.
Gert er ráð fyrir að hagvöxtur á þessu ári verði
neikvæður um 0,1 prósent, þrátt fyrir stóraukinn
útflutning áls. Á árinu 2008 muni áframhaldandi
bati í utanríkisviðskiptum og samdráttur í þjóðar-
útgjöldum skila tveggja prósenta hagvexti. Árið
2009, þegar þjóðarútgjöld hætti að dragast saman,
verði hagvöxtur orðinn 2,1 prósent. „Þessi spá er
ekki ólík hagspá okkar frá því fyrr í mánuðinum,“
segir Lúðvík Elíasson, sérfræðingur hjá greining-
ardeild Landsbankans. „Hún er hins vegar tölu-
vert langt frá nýrri spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Þar var gert ráð fyrir tveggja til þriggja prósenta
hagvexti nú í ár. Þeir virðast hafa haldið að meiri
kraftur væri í innlendri eftirspurn en nýjustu hag-
tölur benda til.“
Búist er við að viðskiptahalli dragist hratt saman
í ár og verði sextán prósent af landsframleiðslu
vegna viðsnúnings í vöruviðskiptum. Árið 2008 er
reiknað með að hallinn verði kominn niður í 10,2
prósent og átta prósent árið 2009.
Í spánni kemur fram að skýr merki séu um að
ójafnvægi í hagkerfinu sé að minnka. Þrátt fyrir
að búist sé við minni hagvexti og meira atvinnu-
leysi er gert ráð fyrir meiri verðbólgu en í fyrri
spá. Búist er við að verðbólga á þessu ári verði 3,7
prósent að meðaltali í ár, komist á 2,5 prósent verð-
bólgumarkmið Seðlabanka Íslands í lok ársins og
verði nálægt því markmiði árin 2008 og 2009. At-
vinnuleysi, sem var 1,3 prósent af vinnuafli árið
2006, muni hækka í 1,6 prósent í ár. Þá er búist
við því að atvinnuleysið verði 3,9 prósent á næsta
ári og 4,5 prósent árið 2008. Svo hátt atvinnuleysi
hefur ekki mælst hér á landi frá því árið 1995
þegar það fór upp í fimm prósent.
Lúðvík segir tölur um verðbólgu og atvinnuleysi
koma nokkuð á óvart. „Flestir eru sammála um að
það sé enn töluverð spenna í hagkerfinu og það
hafi vaxið umfram getu. Þess vegna ætti að vera
eðlilegt að nokkur ár með lágum hagvexti bættust
við án þess að það hefði mikil áhrif á undirliggj-
andi hagstærðir, það er atvinnuleysi og verðbólgu.
Meiri slaki í hagkerfinu, sterkara gengi og meira
atvinnuleysi heldur en í fyrri spá ráðuneytisins
ætti allt að leiða til minni verðbólgu. Engu að síður
er verið að hækka spána fyrir öll árin. Það bend-
ir til þess að gert sé ráð fyrir vaxandi launaþrýst-
ingi þrátt fyrir vaxandi atvinnuleysi. Það er frek-
ar óvenjulegt.“
Útlitið dekkra en áður talið
Útlitið í íslenskum efnahagsmálum er svartara nú en áður
var talið. Endurskoðuð þjóðhagsspá gefur til kynna að hag-
vöxtur verði minni og verðbólga meiri en áður var spáð.
Fjárfestingasjóðurinn Candover
gerði í gær yfirtökutilboð í hol-
lensku samstæðuna Stork. Tilboð-
ið, sem hljóðar upp á 47 evrur á
hlut, verður væntanlega greitt í
reiðufé. Í tilkynningu frá Stork
segir að fulltrúar Stork og stjóðs-
ins hafi rætt málin í gær. Sam-
þykki 95 prósenta hluthafa þarf að
liggja fyrir eigi yfirtökutilboðið að
ganga í gegn.
Marel flaggaði tæplega 11 pró-
senta hlut í hollensku samstæðunni
Stork NV í gegnum hollenska fé-
lagið LME Holding í síðustu viku.
Marel hefur frá síðasta hausti
sóst eftir því að kaupa matvæla-
vinnsluvélahluta samstæðunnar
en bandarísku fjárfestingasjóð-
irnir Centaurus og Paulson hafa
verið því fylgjandi að skipta félag-
inu upp í þrjár aðskildar eining-
ar. Stjórn Stork er því andsnúin og
málið í kyrrstöðu.
Árni Oddur Þórðarson, stjórn-
arformaður Marel, segir félagið
ekki vilja tjá sig um málið að svo
stöddu.
Marel steig fyrstu skrefin inn á
Kínamarkað í vikunni og áætlar að
opna þar skrifstofu á næstu mán-
uðum. - jab / sjá síðu 6
Yfirtökuboð
gert í Stork