Fréttablaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 32
83% 40 0,1%B A N K A H Ó L F I Ð
Alan Greenspan, fyrrum seðla-
bankastjóri Bandaríkjanna,
var eitt sinn inntur eftir því
af fréttamanni hvernig hann
sæi fyrir sér þróun hlutabréfa-
markaða í framtíðinni. „Þeir
munu flökta“ var einfalt svar
Greenspans. Skemmst er frá því
að segja að hann hefur reynst
sannspár. Þessa skemmtisögu
sagði Þórður Friðjónsson, for-
stjóri Kauphallar Íslands, á
meðan beðið var eftir fyrstu
viðskiptum með bandaríska
álfyrirtækið Century í Kauphöll
Íslands við hátíðlega athöfn á
föstudag. Flökt hefur þó ekki
verið mikið með gengi bréfa
Century í íslensku kauphöllinni
enn sem komið er, enda hafa við-
skiptin verið róleg til þessa.
Framtíðin
flöktandi
Ítarleg umfjöllun var um
Kaupþing í bresku blöðunum
Finanacial Times og Sunday
Times um helgina undir yfir-
skriftinni Nýja víkingainnrásin.
Bankinn hefur staðið í eldlínu
stórra viðskipta í Bretlandi upp
á síðkastið og stefnir nú allt
í að bankinn ætli að standa í
vegi fyrir því að breski stór-
markaðurinn Tesco ryðji sér leið
inn í garðvörugeirann. Ármann
Þorvaldsson, forstjóri Kaupþings
í Bretlandi, er í forgrunni beggja
blaða en hann segir að það hafi
skilað góðum árangri að styðja
við fjárfestingar viðskiptavina
bankans, sem hann hafi trú á;
sterkefnuðum frumkvöðlum
sem hafi ákveðna sýn. Engin
smánöfn eru þar á meðal, svo
sem Tom Hunter, ríkasti maður
Skotlands og fasteignamógúllinn
Robert Tchenguiz, bræðurnir í
Bakkavör og Jón Ásgeir í Baugi,
svo dæmi séu tekin.
Endurkoma
víkinganna
Mikið hefur verið rætt um hverjir
hafi farið með völdin yfir digrum
sjóðum Eignarhaldsfélagsins
Samvinnutrygginga. Félaginu
var stýrt af fimm manna stjórn
sem sat í umboði 24 manna full-
trúaráðs sem virðist hafa skipað
sig sjálft. Í árslok 2006 lauk
kjörtímabili fjórðungs aðal-
manna í fulltrúaráði, en þeirra á
meðal voru Drífa Hjartardóttir,
Finnur Ingólfsson og Helgi S.
Guðmundsson. Til að flækja
ekki hlutina voru sömu sex ein-
staklingarnir svo kjörnir áfram
til næstu fjögurra ára.
Rugga ekki
bátnum
www.stilling.is // stilling@stilling.is
Skeifan 11, 108 Reykjavik | Bíldshöfði 12, 110 Reykjavík | Smiðjuvegur 68, 200 Kópavogur | Dalshraun 13, 220 Hafnarfjörður
Draupnisgata 1, 600 Akureyri | Eyrarvegur 29, 800 Selfoss. | Sími: 520-8000
Upplifðu Ísland með Thule ferðavörum
Ferðabox verð frá 24.900,-
Allar upplýsingar um ferðaboxin
er að finna á vef Stillingar www.stilling.is
H
im
in
n
o
g
h
af
/
S
ÍA
-
9
0
7
0
5
4
1
SPRON Verðbréf
Peningamarkaðssjóður SPRON
15,3% ávöxtun*
Vegmúla 2 – 108 Reykjavík – 550 1310 – verdbref@spron.is – www.spronverdbref.is
Fljúgum hærra !
*Nafnávöxtun miðast við 31.ágúst 2006 til 31.maí 2007, uppreiknað á ársgrundvelli. Peningamarkaðssjóður SPRON er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Rekstrarfélag SPRON. Útboðslýsingu má nálgast á heimasíðu SPRON Verðbréfa, www.spronverdbref.is.