Fréttablaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 4
MARKAÐURINN 20. JÚNÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR4
F R É T T I R
Delta Two, fjárfestingasjóður
konungsfjölskyldunnar í araba-
ríkinu Katar hefur hefur aukið
við hlut sinn í bresku stórmark-
aðakeðjunni Sainsbury og fer nú
með rúman fjórðung hlutabréfa
í þessari þriðju stærstu versl-
anakeðju Bretlands.
Fjárfestingasjóðurinn kom inn
í hluthafahóp Sainsbury undir
lok aprílmánaðar, skömmu eftir
að harðri yfirtökubaráttu um
verslanakeðjuna lauk, og flagg-
aði þá 17,6 prósenta hlut.
Delta Two keypti 123 millj-
ón hluta á 595 pens á hlut og
nemur kaupverðið 732 milljón-
um punda, jafnvirði rúmra 46,5
milljarða íslenskra króna.
Tengsl eru á milli Paul Taylors,
forstjóra sjóðsins og bræðranna
Vincents og Roberts Tchenguiz
en hann er fyrrum stjóri fast-
eignafélags þeirra bræðra,
Rotch Property Group. Robert
Tchenguiz, stjórnarmaður í Ex-
ista, fer með prósenta hlut í Sa-
insbury.
Gengi bréfa í Sainsbury hækk-
aði um 4,9 prósent á föstudag og
stóð í 592,5 pensum á hlut í kjöl-
far kaupanna. Það hafði ekki
verið hærra í 18 ár. - jab
Arabar stærstir í
Sainsbury-keðjunni
Bandaríska myndbandaleigu-
keðjan Blockbuster ætlar að ein-
beita sér að kaupum og útleigu á
DVD-myndum á Blu-ray formi.
Ákvörðunin þykir nokkuð áfall
fyrir Toshiba og önnur fyrirtæki,
sem hafa lagt allt sitt á að HD-
DVD-staðallinn verði ráðandi í
nýrri kynslóð háskerpumynd-
diska.
Stjórnendur Blockbuster segja
ákvörðunina hafa verið tekna
eftir að flestir viðskiptavina keðj-
unnar hafi valið myndir á Blu-
ray staðli fram yfir HD-DVD-
staðalinn í 250 myndbandaleigum
af þeim 1.450 sem Blockbuster
rekur í Bandaríkjunum þar sem
myndir á báðum stöðlum voru til
boða. Þá mun hafa ráðið nokkru
að meira myndefni hefur verið
gefið út á Blu-ray formi en HD-
DVD staðli.
Matthew Smith, einn yfir-
manna Blockbusterkeðjunnar,
segir í samtali við fréttastofu
Associated Press, að viðskipta-
vinir hennar hafi sent klár skila-
boð. „Við getum ekki lokað aug-
unum fyrir þessu,“ segir hann og
bætti við að enn sem komið væri
hafi flest fyrirtæki í afþreyinga-
iðnaði í Bandaríkjunum ákveðið
að fara í lið með Sony og Blu-ray-
staðlinum. - jab
Blockbuster velur Blu-ray
Frönsku flugvélasmiðirnir hjá
Airbus þykja hafa stolið senunni
á fyrsta degi flugvélasýningar-
innar í Le Bourget í Frakklandi
á mánudag en fyrirtækið greindi
þar frá nokkrum stórum samn-
ingum. Heildarverðmæti samn-
inganna fram til þessa hljóðar
upp á rúma 45 milljarða banda-
ríkjadala, jafnvirði rúmra 2.800
milljarða íslenskra króna.
Stærstu pantanirnar voru upp
á tæplega 200 flugvélar af öllum
stærðum og gerðum frá Airbus
auk þess sem eldri pantanir voru
áréttaðar og sumar hverjar aukn-
ar. Stærstu samningarnir voru
gerðir við US Airways, sem pant-
aði 92 flugvélar og Qatar Air-
ways, sem tekur 86 vélar. Aðrir
samningar voru minni. Á meðal
viðskiptanna er sala á 11 A380
risaþotum, sem fara á markað í
haust eftir afar erfiða og kostnað-
arsama meðgöngu í rúm tvö ár.
Salan á Airbusrisaþotunum
hefur gengið betur en á horfðist
í fyrstu. Stærsti kaupandi á þess-
ari gerð þota er Emirates, sem
með viðskiptunum nú hefur sam-
tals pantað 43 A380-þotur.
- jab
Airbus senuþjófur á flugvélasýningu
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
skrifar
Líkur eru taldar á efnahagslegu hruni í Afríkurík-
inu Simbabve eftir hálft ár verði ekkert gert til að
stoppa í götin og bregðast við ástandinu, sem versn-
ar hratt. Gangi þetta eftir gæti það leitt til neyðar-
ástands í landinu.
Þetta kemur fram í skýrslu til hjálparstarfs-
manna á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem breska
blaðið Times birti í síðustu viku en þar er varað við
því ef verðbólga aukist mikið meira.
Efnahagslíf Simbabve er í molum. Verðbólga í
Simbabve mælist nú 3.714 prósent og sú langhæsta
í veröldinni. Atvinnuleysi mælist 80 prósent og talið
er að einungis fimmtungur fullorðinna sé í vinnu.
Hefur það valdið því að verslanir og þjónusta í Afr-
íkuríkinu starfa ekki með eðlilegum hætti. Verð á
matvælum tvöfaldast á mánaðarfresti vegna þessa
og hafa fyrirtæki brugðið á það ráð að greiða starfs-
mönnum sínum með matvöru í stað peninga.
Þá er bent á í skýrslunni að ástandið ver-
sni hratt. Drykkjarvatn er af skornum skammti
auk þess sem stjórnvöld tóku upp á því í maí að
skammta landsmönnum rafmagn og fá þeir ein-
ungis rafmagn í fjórar klukkustundir á dag. Bág-
borið ástand hefur komið harkalega niður á lífs-
gæðum og heilsu íbúa Simbabve en meðalaldur
karla hefur lækkað úr 60 árum í 37 ár frá 1990.
Meðalaldur kvenna er svo þremur árum lægri. Í
ofanálag er talið að um fimmtungur landsmanna sé
smitaður af alnæmi. Versni lífsbarátta íbúa Simb-
abve á árinu eru líkur á að þriðjungur þeirra 13
milljóna sem landið byggja þurfi á neyðarastoð að
halda, segir í skýrslunni.
Robert Mugabe, forseta Simbabve til 20 ára, er
kennt um bága stöðu mála í landinu. Hann hefur
hins vegar ævinlega hent öllum slíkum fullyrðing-
um út á hafsauga og segir Vesturlönd bera ábyrgð
á ástandinu. Hafi þau snúist gegn honum eftir að
ríkisstjórn hans rak hvíta bændur af jörðum sínum
fyrir nokkrum árum og þjóðnýtti jarðir þeirra.
Hrun vofir yfir Simbabve
Varað er við bágbornu ástandi í Afríkuríkinu Simbabve í
nýrri skýrslu og neyðaraðstoð talin eina hjálpin.
Stjórnendur bresku stórmark-
aðakeðjunnar Tesco eru sagð-
ir hafa setið á stífum fundum
undir lok síðustu viku og metið
stöðuna eftir að auðjöfurinn Sir
Tom Hunter, ríkasti maður Skot-
lands, flaggaði rúmum fimmt-
ungshlut í skosku garðvörukeðj-
unni Dobbies Garden Centers.
Kaupþing í Bretlandi fjármagn-
aði kaup félags Hunters á bréf-
unum.
Útlit er fyrir að Hunter ætli
sér að koma í veg fyrir yfir-
töku Tesco á garðvöruverslun-
inni en til þess þarf hann 25 pró-
senta hlut. Talið er að frekari
kaup verði í samstarfi við Baug
og fleiri sem Hunter hefur unnið
með áður.
Haft er eftir greinanda hjá
Singer & Friedlander, dóttur-
félagi Kaupþings í Bretlandi,
í breska dagblaðinu Herald að
baráttan um bréf Dobbies geti
leitt til þess að Tesco hækki boð
sitt, sem hljóðaði upp á jafnvirði
19,7 milljarða íslenskra króna.
Félag Hunters, sem átti fyrir
rúman 10 prósenta hlut, greiddi
1750 pens á hlut fyrir 10 prósent
til viðbótar. Það er 250 pensum
betur en boð Tesco hljóðaði upp á
fyrir tæpum hálfum mánuði. - jab
Barist um blómin