Fréttablaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 8
MARKAÐURINN 20. JÚNÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR8 Ú T T E K T Fyrsta bandaríska félagið í íslensku Kaup- höllinni og fyrsta álfyrirtækið í kauphöllum OMX var skráð í síðustu viku. Það var þriðja stærsta álfyrirtæki Bandaríkjanna, Century Aluminum Company, sem var skráð á First North markaðinn, hliðarmarkað OMX. Um var að ræða tvíhliða skráningu en fyrir er fé- lagið skráð á Nasdaq-markaðinn í Bandaríkj- unum. Viðskipti með bréf Century Aluminum á fyrsta viðskiptadegi félagsins námu rúmum fjörutíu milljónum í sex viðskiptum. Eftir helgina hafa viðskiptin ekki verið mikil. Lítil viðskipti með bréf Century fela þó ekki endi- lega í sér lítinn áhuga. Einungis lítill hluti fé- lagsins er skráður hér á landi. Í nýafstöðnu hlutafjárútboði fór mestur hluti útboðinna hluta til fag- fjárfesta á borð við lífeyris- sjóði. Þeir kaupa bréfin fyrst og fremst til að halda þeim. Þrátt fyrir að lítill hluti bréfa Century sé skráður hér á landi er ekki víst að viðskipti með félagið verði lítil áfram. Nokkuð stór viðskiptavakt er um bréfin, bæði hjá Lands- bankanum og Kaupþingi. Það ætti að ýta undir virkni mark- aðarins. Viðskiptavaktirnar munu meðal annars passa upp á að aldrei verði mikill munur á milli verðsins á Nasdaq og verðsins á First North. FRAMLEIÐSLUGETA AUKIN ÁR FRÁ ÁRI Framleiðslugeta Century í lok þessa árs verður 785 þúsund tonn á ári. Eftir stækkun ál- vers Norðuráls á Grundar- tanga verða framleidd þar 260 þúsund tonn af áli á ári. Þá rekur félagið einnig 244 þúsund tonna álver í Hawesville, Kent- ucky, 170 þúsund tonna álveg í Ravenswood í Vestur-Virginíu. Century á einnig 49,67 prósenta hlut í álveri í Mt. Holly í Suður- Karólínu á móti Alcoa sem ann- ast rekstur þess. Að auki á Cent- ury helmingshlut í súrálsverk- smiðju í Gramercy og tengdri báxítvinnslu á Jamaíka. Höfuð- stöðvar félagsins eru í Monter- ey í Kaliforníu. Umsvif Century hafa auk- ist töluvert að undanförnu. Tekjur ársins 2006 voru 1,6 milljarðar Bandaríkjadala árið 2006 samanborið við 1,1 millj- arð Bandaríkjadala árið 2005. Heildarálframleiðslan í fyrra nam 680 þúsund tonnum en var 616 þúsund tonn árið 2005. Heildarmarkaðs- virði félagsins nemur tæpum 140 milljörðum íslenskra króna. HLUTAFJÁRÚTBOÐ FRAMAR VONUM Þar sem þriðjungur framleiðslu Century Alu- minum kemur frá Íslandi er ekki óeðlilegt að fyrirtækinu hugnist að fá íslenska fjárfesta að félaginu. Þann 7. júní var því farið í útboð meðal íslenskra og bandarískra fjárfesta. Í ávarpi Logans Krugers, forstjóra Century, við skráningu félagsins í Kauphöll Íslands sagði hann viðtökur íslenskra fagfjárfesta við nýloknu hlutafjárútboði félagsins hafa verið framar vonum stjórnenda þess. Kaup- þing og Landsbankinn voru umsjónaraðilar skráningar félagsins hér á landi. Ástríður Þórðardóttir, sérfræðingur hjá Fyrirtækja- ráðgjöf Landsbankans, staðfestir að eftir- spurnin hafi verið mikil. Lífeyrissjóðum og öðrum stórum fagfjárfestum bauðst að taka þátt í útboðinu. „Þær viljayfirlýsingar sem við söfnuðum gáfu til kynna að fjárfestar vildu kaupa mun meira en var í boði.“ Flestir stærstu lífeyrissjóðir landsins tóku þátt í útboðinu auk annarra stærri fagfjár- festa. Tæplega 1,9 milljónir hluta voru seldir hér að landi að markaðsverðmæti í kringum hundrað milljónir Bandaríkjadala. Í Banda- ríkjunum, þar sem mestur hluti útboðsins fór fram, var eftirspurnin einnig mikil. Í heildina voru 8.337.000 hluta boðnir út. Markaðsverð- mæti þeirra var 437 milljónir Bandaríkja- dala. Allt það hlutafé sem selt var í útboð- inu var eyrnamerkt uppbyggingu álversins í Helguvík. Íslenskir fagfjárfestar hafa greinilega álit- ið Century vænan fjárfestingakost og góða viðbót við eignasafn sitt. Samanborið við stærri bandarísku álfélögin, Alcoa og Alcan, telst það líka lágt verðlagt. Grundartangi og stækkunin þar hefur verið Century mjög mikilvægt. Bygging álvers í Helguvík yrði á sama hátt mjög jákvætt skref fyrir félagið. FER LÍKLEGA Á AÐALMARKAÐINN First North markaðnum, sem bréf Century voru skráð á, er fyrst og fremst ætlað að veita smáum fyrirtækjum í örum vexti greiðan að- gang að norrænum og alþjóðlegum fjármála- mörkuðum. Century á ekki beint við þessa skilgreiningu. Það er því langstærsta félag- ið á markaðnum. 140 milljarða markaðsverð- mæti þess er um það bil helmingi meira en næststærsta félagsins á First North. Tímamótaskráning í Kauphöll Íslands Bandaríska álfyrirtækið Century Aluminum var skráð í Kauphöll Íslands í síðustu viku. Um er að ræða tvíhliða skráningu. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skoðaði væntingar um viðskipti með félagið og framtíðarmöguleika þess í Kauphöll Íslands. Viðtökur Íslendinga langt framar vonum Bandaríska álfyrirtækið Century Aluminum varð hluti af íslensku samfé- lagi þegar það keypti álver Norðuráls á Grundar- tanga árið 2004. „Okkur lík- uðu viðskiptahættirnir og hvernig hlutirnir eru gerð- ir hér á Íslandi. Við sáum fljótt að Ísland væri ákjós- anlegur staður til álfram- leiðslu,“ segir Logan Kru- ger, forstjóri Century Alu- minum. Century hefur í nokkur ár leitað að hentugri bygging- arlóð fyrir annað álver á Ís- landi. Helguvík varð fyrir valinu. „Samfélagið á Suð- urnesjum varð fyrir áfalli vegna lokunar bandarísku herstöðvarinnar á síðasta ári. Við höfum unnið náið með yfirvöldum á svæðinu og eftir tveggja ára undirbúning erum við nú að hefja þróun verkefnis- ins,“ segir Kru- ger. Kruger segir samband fyrir- tækisins við íslenskt sam- félag hafa styrkst jafnt og þétt. „Við höfum átt mjög gott samstarf við sveitarfélög, unnið náið með íslensk- um verktök- um og fjármagn- að okkur í gegn- um íslenska banka. Nú höfum við feng- ið íslenska fjárfesta til félagsins. Sam- band okkar við þjóð- ina hefur því vaxið jafnt og þétt og er orðið mjög náið.“ Til undirbúnings framkvæmdanna í Helguvík fór Cent- ury nýverið í hluta- fjárútboð þar sem fagfjárfestum gafst kostur á að kaupa 7.250.000 nýja hluta. Nýja hlutafénu verð- ur varið beint til uppbygg- ingar álversins í Helguvík. „Það var eðlilegt framhald af sambandi okkar við Íslend- inga að fá íslenska fjárfesta að félaginu,“ segir Kruger. „Það kom okkur skemmti- lega á óvart hversu mikil þátttaka var í útboðinu. Við bjugg- umst við góðum viðtökum. Þær voru hins vegar mun betri en við þorðum að von- ast eftir.“ Hann segist líta svo á að næsta skref hafi verið tekið í átt að nánara sambandi við Íslendinga. „Fyrst voru það sveitarfé- lögin, svo íslensk fyrirtæki á borð við bankana, skipa- félög og ríkisstofnanir og nú síðast íslensku fjárfest- arnir. Við vitum að íslensk- ir fjárfestar eru snjallir og skynsamir. Þeir hafa greini- lega séð málið á eins já- kvætt og við gerum.“ Kruger virðist ekki í nokkrum vafa um að af framkvæmdum í Helguvík verði. „Við erum mjög bjart- sýn á að af framkvæmdun- um verði. Við höfum tileink- að okkur íslenska viðskipta- hætti. Við vinnum okkur áfram á mjög lágstilltan og kerfisbundinn hátt. Við nálgumst málið í áföngum því við vitum að það er best fyrir íslenskt efna- hagslíf.“ Hann segir fyrstu skref fram- kvæmdanna í Helgu- vík verða tekin í lok þessa árs eða upp- hafi þess næsta. Því muni ljúka árið 2010. Eftir það verði næstu skref und- irbúin. „Við reynum að haga okkar vinnu í samhljómi við skilyrði íslenskra sveitarfélaga, efnahagslífsins og ríkis- stjórnarinnar. Við höfum fengið mjög góðan stuðn- ing. Við höfum til dæmis fengið sveitarfélögin til liðs við okkur við hönn- un álveranna frá byrjun. Það voru þau sem tóku ákvörðun um bygging- arstað álversins.“ Við höfum átt mjög gott samstarf við sveitarfélög, unnið náið með íslenskum verktökum og fjármagnað okkur í gegn- um íslenska banka. Nú höfum við fengið íslenska fjárfesta til félagsins. Samband okkar við þjóð- ina hefur því vaxið jafnt og þétt og er orðið mjög náið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.