Fréttablaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 27
MARKAÐURINN 11MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2007 S K O Ð U N Þegar ég kom til Kína með MBA og MSc-nemendur úr HR í sumar fékk ég stuttan lista frá Pekingháskóla yfir mikil- vægustu orð og orðasambönd á kínversku. Fyrsta kom Ni Hao (Halló), síðan Duo Shao Qián? (Hvað kostar þetta?) og því næst Tái Guíle! (Of dýrt!). Kínverj- ar eru kaupmenn af guðs náð. Alls staðar er prúttað um verð – jafnt í virðulegum verslunum og á iðandi mörkuðum. Mörg- um Íslendingum finnst erfitt að prútta – en í raun er það frá- bær skemmtun! Hér eru nokkr- ar hagnýtar ábendingar sem eiga að nýtast á mörkuðum um heim allan: ALDREI SAMÞYKKJA FYRSTA TIL- BOÐ – ALDREI! Þú verður alltaf að gera ráð fyrir því að mótaðili þinn hafi samningssvigrúm. Fyrsta tilboð hans segir ekki til um virði vör- unnar, heldur gefur það einung- is vísbendingu um þá skynjun á virði vörunnar sem hann vill koma að hjá þér. Jafnvel þó að þér finnist fyrsta tilboðið ásætt- anlegt þá er ákaflega óskynsam- legt að taka því, og á markaði í Kína átt þú alls ekki að greiða meira en helming þess verðs sem sett er upp! ÁKVEDDU VERÐIÐ! Þú þarft að ákveða fyrirfram hversu mikið þú ert tilbúin/n til að greiða (þitt BATNA / Reserv- ation Point) fyrir vöruna. Ef þú nærð ekki því verði sem stefnt er að, þá er það vegna þess að þú átt að nota peningana í annað – þú þarft þess vegna að vera reiðubúin/n til að ganga frá samningaborðinu. BYRJAÐU HÁTT! Þú átt að stefna á framúrskar- andi árangur í samningaviðræð- unum og ekki hika við að nefna verð sem er mjög hagstætt fyrir þig. Þú þarft að geta horft í augun á samningsaðila þínum og sett fram verð sem er dálít- ið ósvífið! Þeir sem setja mark- ið hátt í samningum um verð ná betri árangri en aðrir (Kray, Thompson & Galinsky, 2001). OPNAÐU (EF ÞÚ ÞEKKIR MARKAÐINN) Fylgni milli fyrsta tilboðs og endanlegrar útkomu saminga- viðræðna er að jafnaði r = 0.85, sem þýðir að fyrsta talan sem er nefnd hefur veruleg áhrif á lokaniðurstöðu (Galinsky & Mussweiler, 2001). Þess vegna er fyrsta tilboð oft nefnt akkeri eða viðmið. VARPAÐU AF ÞÉR AKKERUM! Ef mótaðili þinn nefnir fyrsta tilboðið, þá skaltu ekki falla í þá gryfju að líta þá á það sem eðli- legt viðmið! Áhrifaríkt móttil- boð færir viðmiðið frá þeirri tölu sem mótaðili þinn nefnir yfir á þá tölu sem þú nefnir. UNDIRBÚÐU EFTIRGJÖF Í fyrsta lagi þá gefur þú aldrei eftir tvisvar í röð. Í öðru lagi þá lætur þú mótaðila þinn ekki ákveða hversu mikið þú gefur eftir. Almennt er best að gefa mjög lítið eftir fyrst en taka stærri skref seinna í viðræðun- um (Hilty & Carnevale, 1993). Í þriðja lagi þá er sterkt að gefa ekki eftir of hratt, heldur láta nokkurn tíma og viðræður eiga sér stað áður en þú færir þig frá upphaflegu tilboði (Kwon & Weingart, 2004). EKKI SKIPTA 50/50 Eitt elsta bragðið í bókinni er að nefna mjög hátt verð og reyna síðan að lenda viðræðunum mitt á milli fyrsta tilboðs og fyrsta móttilboðs. Ekki falla í þessa gryfju! NOTAÐU HLUTLÆG VIÐMIÐ Röksemdafærsla fyrir tilboði – jafnvel hlægilega léleg rök- semdafærsla – eykur líkur á góðum árangri gríðarlega (Langer, Blank & Chanowitz, 1978). VÍSAÐU Í SANNGIRNI Sanngirni skiptir miklu máli þar sem flestir líta á sjálfa sig sem sanngjarna einstaklinga – eða einstaklinga sem vilja vera sanngjarnir. Undirbúðu sann- girnisrök fyrir tilboði þínu. SKEMMTU ÞÉR! Líkur á árangri aukast gríðar- lega ef þú hefur gaman af því að prútta! Þú pínir ekki mótað- ilann til að samþykka þitt verð – hann mun ganga frjáls til samn- inga við þig. Prútt er félags- leg samskipti og það er ekki bann- að að hlæja, ná góðu sambandi við mótaðilann og njóta þess að takast aðeins á! Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík og kenn- ari í samningatækni Hjálp í viðlögum fyrir prúttmarkaði S A M N I N G A T Æ K N I Ertu klár fyrir sumarfríið? Gutenberg Suðurlandsbraut 24 108 Reykjavík Sími 545 4400 Fax 545 4401 www.gutenberg.is Hafðu samband við söluráðgjafa í síma 545 4400 Þarftu að láta prenta: nafnspjöld bréfsefni umslög reikningaMér líður eins og nýkjörnum al- þingismanni þessa dagana sem auk þess er með laun sem borg- arfulltrúi. Nóg til af peningum og tíminn endalaus. Ég er enn að bíða eftir yfirtökunni í Actavis og einnig hvað ég fæ mikið af fær- eyska bankanum. Annars er maður bara róleg- ur og senniega helst þetta frek- ar stabílt næstu vikurnar. Ég á alla vega engar andvökunæturn- ar þessa dagana. Mjatla alltaf svo- lítið inn á erlend bréf. Svíþjóð er heit þessa dagana, fullt af fínum fyrirtækjum og sænska krónan á útsölu. Annars bíður maður eftir uppgjörunum hér heima. Helst að maður horfi á TM, enda líklegt að eitthvað gerist þar. Ég gæti trúað að Gnúpur ætti eftir að koma þar við sögu og eiga fyrirtækið með FL. Lógíkin á bak við það er að Eyjafjölskyldan gæti verið til í að selja Magga Kristins hlut í félag- inu. TM er að einangrast á mark- aðnum og þarf á liðsmönnum að halda, best að teygja sig í símann og taka nokkrar kúlur í miðstöð- inni og leggja sig síðan aftur. Spákaupmaðurinn á horninu S P Á K A U P M A Ð U R I N N Sólin sleikt

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.