Fréttablaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 2
MARKAÐURINN
Eggert Þór Aðalsteinsson
skrifar
Samvinnusjóðurinn verður
stærsti hluthafinn í fjárfestinga-
félagi Gift, sem mun taka við
eignum og skuldum við slit Eign-
arhaldsfélagsins Samvinnutrygg-
inga. Ætla má að hlutur félagsins
gæti numið þrjátíu prósentum í
hinu nýja félagi sem jafngildir
tíu milljörðum króna ef horft er
til eigin fjár Giftar. Aðrir hlut-
hafar Giftar verða aðrir rétthafar
í Ehf. Samvinnutryggingum, alls
fjörutíu þúsund einstaklingar og
lögaðilar, sem gerir félagið að
langfjölmennasta almennings-
hlutafélagi landsins en til sam-
anburðar voru hluthafar í Kaup-
þingi og Existu, sem höfðu flesta
hluthafa innan sinna vébanda um
áramótin, ríflega 31 þúsund tals-
ins. Ekki hefur þó verið tekin
ákvörðun um skráningu félags-
ins í Kauphöll Íslands.
Reikningar Ehf. Samvinnu-
trygginga fyrir síðasta ár endur-
spegla þá miklu verðmætaaukn-
ingu sem varð þegar félagið skipti
á hlutabréfum sínum í VÍS fyrir
bréf í Existu sem fór á markað
síðar sama ár. „Efnahagsreikn-
ingurinn tók stórt stökk bæði
vegna þessa og eins vegna fjár-
festinga sem við fórum í fyrra
með lántökum,“ segir Benedikt
Sigurðsson, framkvæmdastjóri
félagsins. Hagnaður nam 13,8
milljörðum króna og jókst um
386 prósent á milli ára. Eign-
ir samstæðunnar námu fimmtíu
milljörðum í árslok og eigið fé 21
milljarði króna.
Benedikt telur að fjóra mánuði
taki að lágmarki að færa hluthöf-
um hlutaféð. Meðal annars þarf
að birta innköllun til kröfuhafa
þannig að þeir hafi ráð til þess
að lýsa kröfum sínum á félag-
ið sem tekur tvo mánuði. Eitt af
verkefnum þriggja manna skila-
nefndar er að leiðrétta skrá yfir
þá sem voru tryggingatakar í
árslok 1988 og 1993 miðað við
þær breytingar sem hafa orðið á
högum þeirra síðan. Samvinnu-
tryggingasjóðurinn hefur tekið
til sín þau réttindi sem trygg-
ingatakar hafa glatað, ýmist við
andlát eða þegar félög hafa misst
réttindi sín. „Nú er gerð miklu
sterkari og skýrari umgjörð um
þann sjóð. Hann er gerður að
sjálfseignarstofnun. Um hann
gildir skipulagsskrá sem verður
vonandi staðfest af dómsmála-
ráðuneyti.“
Ehf. Samvinnutryggingar eiga
helmingshlut í Eignarhaldsfélag-
inu Andvöku g.f. Félagið, sem
varð til þegar líftryggingafélagið
Andvaka og líftryggingar Bruna-
bótafélagsins sameinuðust undir
merkjum Lífís árið 1990, er tölu-
vert minna í sniðum en Ehf. Sam-
vinnutryggingar. Það hefur þó
vaxið ágætlega á síðustu árum og
skilaði 2,6 milljarða króna hagn-
aði í fyrra sem var nærri tífalt
meiri hagnaður en árið þar á
undan. Eigið fé var tæpir fjór-
ir milljarðar. Beinni eignaraðild
Andvöku í tryggingarekstri er
lokið og á félagið fyrst og fremst
hlutabréf í Existu. „Það liggur
ekkert fyrir hvað þeir vilja sem
ráða því sem er fulltrúaráð And-
vöku. Þau orð hafa verið látin
falla að það væri eðilegt að það
sama væri gert við Andvöku.“
20. JÚNÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR2
F R É T T I R
G E N G I S Þ R Ó U N
Vika Frá áramótum
365 3% -20%
Actavis 1% 38%
Alfesca 0% -3%
Atlantic Petroleum -4% 101%
Atorka Group 1% 20%
Bakkavör 0% 12%
FL Group 2% 17%
Glitnir 0% 22%
Hf. Eimskipafélagið 1% 26%
Kaupþing 0% 30%
Landsbankinn 2% 44%
Marel -2% 9%
Mosaic Fashions 0% 11%
Straumur 0% 21%
Össur -3% -8%
Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn
„Við erum að endurfjár-
magna okkar bréf í Kaup-
þingi hjá erlendum banka
og þá þurftum við að vera
með þau bréf í einu og sama
félaginu,“ segir Hjörleifur
Þór Jakobsson, forstjóri
Kjalars, um ástæður þess
að hollenska eignarhaldsfé-
lagið Kjalar Invest BV færði 9,71
prósents hlut sinn í Kaupþingi
yfir í nýtt óstofnað systurfélag í
Hollandi. Í Kjalari Invest stend-
ur þá eftir 35,8 prósenta hlutur í
Alfescu.
Sami eigandi er að báðum
félögum, Kjalar Holding
B.V. sem er í eigu Eglu hf.
Egla er í eigu Kjalars hf.
sem er að meirihluta í eigu
Ólafs Ólafssonar, stjórnar-
formanns Samskipa. Egla
færir 0,17 prósenta hlut
sinn í Kaupþingi í hið
óstofnaða félag sem mun eiga alls
um 9,88 prósenta hlut í bankanum.
Allur eignarhluturinn er metinn á
um áttatíu milljarða króna miðað
við síðasta viðskiptagengi Kaup-
þings. - eþa
Kjalar endurfjármagnar í Kaupþingi
Hluturinn er metinn á áttatíu milljarða króna.
Exista og Chris Ronnie,
sem stóðu að kaupum
á 29 prósenta hlut í
íþróttavöruverslana-
keðjunni JJB Sports
um þarsíðustu helgi,
neita því alfarið að
Mike Ashley sem fer
fyrir Sports Direct,
helsta keppinaut JJB,
komi nálægt þessum
kaupum. Þetta kemur
fram í Observer sem
bendir á að fjárfesta-
hópurinn, sem kallast
Hallco 1480 ltd., hafi
tengsl við Ashley. Ex-
ista er stærsti hluthafinn í Kaup-
þingi sem var Ashley innan hand-
ar við yfirtöku á enska Úrvals-
deildarliðinu Newcastle Utd. á
dögunum.
Ronnie hefur unnið fyrir Ashley
og verður brátt undirmaður Tom
Knight, forstjóra JJB. Sá græddi
ágætlega á yfirtöku
Ashleys á Newcastle
Utd. þegar hann seldi
0,75 prósenta hlut.
Exista fór að mörgu
leyti ótroðnar slóðir
með þessum kaupum,
enda hefur félagið ekki
fjárfest með þessum
hætti í smásölugeir-
anum. Gengi bréfa
í JJB Sports hafði í
gærmorgun hækkað
um rúm fimm prósent
frá kaupunum. Það
er þó undir því verði
sem Ronnie og Exista
greiddu, enda var greitt yfirverð
fyrir ráðandi hlut.
Hlutabréf í Sports Direct hafa
hins vegar fallið um þrjátíu pró-
sent eftir að félagið var skráð á
hlutabréfamarkað í febrúar síð-
ast liðnum. - eþa
Sverja af sér samráð
við keppinaut JJB
FJÖLMENNUSTU ALMENNINGS-
HLUTAFÉLÖG LANDSINS
Félag Hluthafar
Gift fjárfestingafélag 40.000
Kaupþing 31.730
Exista 31.410
Landsbankinn 28.735
Hf. Eimskipafélagið 23.559
Icelandic Group 21.122
Straumur-Burðarás 20.666
Glitnir 11.323
* Tölur miðast við árslok 2006 en áætlun er um
að ræða í tilviki Giftar.
Hluthafar Giftar verða
fleiri en eigendur bankanna
Hlutur Samvinnusjóðsins gæti orðið um tíu milljarðar.
Ehf. Samvinnutryggingar hagnaðist um 13,8 milljarða í fyrra.
Rætt hefur verið um að slíta Eignarhaldsfélaginu Andvöku g.f.
Stjórn: Kjörtími útrunninn
Þórólfur Gíslason, formaður 2008
Benedikt Sigurðarson 2007
Guðsteinn Einarsson 2007
Helgi S. Guðmundsson 2007
Ólafur Friðriksson 2008
Fulltrúaráð (aðalmenn):
Drífa Hjartardóttir 2010
Finnur Ingólfsson 2010
Haukur Halldórsson 2010
Helgi S. Guðmundsson 2010
Ingólfur Ásgrímsson 2010
Karl Stefánsson 2010
Guðmundur Elíasson 2009
Guðmundur Valdimarsson 2009
Hreiðar Karlsson 2009
Fulltrúaráð (aðalmenn) frh:
Jón E. Friðriksson 2009
Karl Hermannsson 2009
Sæmundur Runólfsson 2009
Gísli M. Auðbergsson 2008
Guðsteinn Einarsson 2008
Hrólfur Ölvisson 2008
Ingi Már Aðalsteinsson 2008
Óskar H. Gunnarsson 2008
Stefán L. Haraldsson 2008
Björn Elíson 2007
Gunnlaugur Aðalbjarnarson 2007
Jón Sveinsson 2007
Karl S. Björnsson 2007
Ólafur Friðriksson 2007
Sigurður Jóhannesson 2007
H V E R J I R S T Ý R A E I G N A R H A L D S F É L Ö G U N U M
S A M V I N N U T R Y G G I N G U M O G A N D V Ö K U G . F . ?
Framkvæmdastjóri: Benedikt Sigurðsson
ER ÞITT FYRIRTÆKI MEÐ SAMNING?
HLUNNINDI SEM FYRIRTÆKJASAMNINGUR VEITIR:
• Sérstakur ferðaráðgjafi hefur umsjón með hverju fyrirtæki
• Neyðarnúmer sem er opið allan sólarhringinn
- alla daga ársins
• Afsláttur sem býðst á fargjöldum til áfangastaða
Icelandair og sérkjör á tengifargjöldum
• Sveigjanlegri fargjaldaskilmálar
• Nákvæmt viðskiptayfirlit á vefnum
+ Skráðu fyrirtækið þitt núna á www.icelandair.is
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
A C D E FB
€ ÞJÓNUSTA SEM
SPARAR FYRIRTÆKJUM
TÍMA OG PENINGA
+ Nánari upplýsingar og bókanir á www.icelandair.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
3
67
18
0
3
/0
7
‘07 70ÁR Á FLUGI
EIGNARHALD KJALARS Í KAUPÞINGI
100%
100%
35,8% 9,88%
100% 100%
Kjalar hf.
(að meirihluta í eigu Ólafs Ólafssonar)
Egla
Alfesca Kaupþing
Kjalar Holding B.V.
Kjalar Invest
B.V.
Óstofnað
hollenskt félag
Kaupþing hefur undirritað samn-
ing um kaup á 20 prósenta hlut
í indverska fjármálafyrirtækinu
FiNoble Advisors Private Ltd.
Auk þess hefur bankinn rétt til að
kaupa eftirstandandi 80 prósenta
hlut í félaginu eftir 5 ár.
Í tilkynningu frá Kaupþingi
segir að FiNoble hafi verið stofn-
að árið 2004 og sérhæfi sig í ráð-
gjöf til indverskra fyrirtækja í
tengslum við yfirtökur þeirra
á evrópskum og bandarískum
fyrirtækjum sem og ráðgjöf til
erlendra fyrirtækja við yfirtökur
á Indlandi. Starfsmenn eru 25
talsins. - jab
Kaupþing kaupir
á Indlandi