Fréttablaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 18
20. JÚNÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR10 fréttablaðið verk að vinna
SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS
Liprar og léttar
körfulyftur
með mikla
lyftigetu
i l
i l
Beltadrif eykur
notkunarmöguleika
Hafið samand við sölumann! Þróttur á Akranesi gerir út jarð-
ýtur og vinnuvélar. Fyrirtækið
á sér langa og merka sögu og
hefur verið fjölskyldufyrirtæki
í rúm 60 ár. Helgi Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri segir
uppgang og bjartsýni ríkja á
Akranesi.
„Faðir minn stofnaði Þrótt 2. maí
1946 og þá var fyrsta jarðýtan
keypt. Fyrirtækið hefur verið
rekið samfellt síðan þá og alla
tíð á sömu kennitölu. Fyrirtæk-
ið hefur frá upphafi gert út jarð-
ýtur og vinnuvélar,“ segir Helgi
Þorsteinsson framkvæmdastjóri
Þróttar á Akranesi.
„Ég og kona mín, Olga Magnús-
dóttir, keyptum fyrirtækið af föður
mínum í lok árs 1983. Fram að
þeim tíma hafði fyrirtækið verið
með eina jarðýtu sem hafði verið
endurnýjuð á nokkurra ára fresti
en síðan við tókum við rekstrin-
um höfum við verið að bæta við
þetta smá saman. Núna eru vélar
komnar yfir 20 með vörubílum og
það hefur verið stöðugur vöxtur.“
Þróttur keypti á dögunum CAT
330DL og CAT 324DL beltagröf-
ur. Þetta eru vélar númer sjö
og átta sem Þróttur hefur keypt
frá Heklu síðan 2005, en á meðal
þeirra tækja sem fyrirtækið hefur
keypt eru jarðýtur, beltagröfur,
hjólagrafa og traktórsgrafa.
Þróttur var að fá stórt verkefni
fyrir Vegagerðina, við lagningu
nýrrar Þjóðbrautar til Akraness.
Þjóðbraut var aðal vegurinn að
Akranesi áður en Hvalfjarðargöng-
in voru tekin í notkun.og nýr vegur
lagður til bæjarins, en til stendur að
Þjóðbraut fái aftur sitt gamla hlut-
verk. Þá hefur Þróttur unnið mikið
að gatnagerð á Akranesi.
„Við höfum verið með öll helstu
gatnagerðarverk á Akranesi síð-
ustu þrjú ár. Það er mikill upp-
gangur. Hér er mikið byggt og
íbúar eru fullir bjartsýni. Það eru
mörg tækifæri á Skaganum og
stutt að sækja þjónustu til höfuð-
borgarinnar.“
Þróttur hefur frá upphafi verið
rekið af sömu fjölskyldunni.
„Elsti sonur minn vinnur hjá
Landsbankanum. Maður keppir
ekki við bankana því þeir bjóða
alltaf betur, en hinir synir mínir
þrír eru í þessu með mér og konan
sér um fjármálin. Þetta er því að
miklu leyti rekið að heiman.“
hnefill@frettabladid.is
Mikill uppgangur skilar
sér í auknum verkefnum
Fannar Freyr Helgason ásamt föður sínum, Helga Þorsteinssyni við nýja beltagröfu Þróttar, en fjölskyldan vinnur saman við fyrir-
tækið. Grafan er áttunda vélin sem Þróttur kaupir frá Heklu á tveimur árum. Helgi segir uppgang og mikla bjartsýni á Akranesi.
Vilmundur Theodórsson, sölustjóri vinnuvéla hjá Vélasviði HEKLU afhendir Helga
Þorsteinssyni nýju CAT-vélina.