Fréttablaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 14
20. JÚNÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR6 fréttablaðið verk að vinna
Eimskip tók nýverið í notkun nýjan SMV gámalyftara.
Hann er með 45 tonna lyftigetu og vegur sjálfur
72 tonn. Lyftarinn verður notaður á gámasvæði
fyrirtækisins við Sundahöfn í Reykjavík.
„Við tókum þennan gámalyftara í notkun fyrir þremur vikum.
Við erum að reka 8 gámalyftara á gámasvæði okkar við Sunda-
höfn og þessi er góð viðbót,“ segir Guðmundur Aðalsteinsson
rekstrarstjóri tækjadeildar Eimskips.
„Það þarf að hafa lyftararéttindi á tæki sem eru yfir 40 tonn
til að mega stjórna þessum gámalyftara en þessi lyftari er 72
tonn að þyngd. Það eru miklir tækjamenn sem vinna hér og
margir búnir að vinna í áraraðir. Hér í tækjadeildinni eru 28
starfsmenn og unnið á tveimur vöktum svo og um nætur þegar
skipin eru seint á ferð. Annars er að jafnaði unnið frá átta að
morgni til tólf á kvöldin.“
Lyftarinn var afhentur í síðustu viku og er hann strax kominn
í fulla vinnu. Hann er af gerðinni SMV 4531 TB5 en að sögn
Guðmundar eru aðallega tvö merki í gangi í svona lyfturum hjá
Eimskipi, SMV og Kalmar, en þetta eru bæði sænsk merki.
Guðmundur segir fyrirtækið endurnýja tækin reglulega.
„Við endurnýjuðum einn fyrr á þessu ári og fjóra árið 2005. Við
reynum að endurnýja að jafnaði einn á ári.“
Guðmundur hefur mikla reynslu af vinnuvélum en hann
hefur unnið í þessu undafarin 15 ár. Hann segir tækin stöðugt
verða betri. „Öryggið verður alltaf meira og við leggjum mikið
upp úr öryggi við vinnu. Við reynum að hafa sem minnst af
annarri umferð á vinnusvæðinu svo það séu bara tækin sem
eru að vinna. Í þessum nýja er sérstök myndavél sem sýnir
aftur fyrir lyftarann og hægt er að fylgjast með á skjá í stýris-
húsinu. Við erum með annan með myndavél sem við vorum að
senda til Akureyrar.“
Eimskip er með gámalyftara staðsetta víða um land og
segir Guðmundur mikla aukningu á umsvifum starfseminnar
á Austurlandi um þessar mundir. „Við sjáum um alla bryggju-
vinnu fyrir Alcoa-Fjarðarál og eru um 30 manns að störfum þar
og unnið allan sólarhringinn.“ hnefill@frettabladid.is
Myndavél á lyftaranum eykur öryggi
Góður útbúnaður er í stýrishúsi lyftarans og meðal annars er hægt að fylgjast með
hvað gerist aftan við lyftarann á skjá í stýrishúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Aftan á lyftaranum er þessi litla myndavél sem gefur ökumanninum kost á að fylgjast
vel með aftur fyrir lyftarann. Það eykur öryggi til muna þegar verið er að bakka.
Nýi lyftarinn hefur 45 tonna lyftigetu en vegur sjálfur 72 tonn. Hér sést hann lyfta gámi upp á stæðu á gámasvæði Eimskips við Sundahöfn í
Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA