Fréttablaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 30
MARKAÐURINN 20. JÚNÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR14 F Y R S T O G S Í Ð A S T hugi Íslendinga fyrir fasteignaviðskiptum erlendis hefur stór- aukist á undanförn- um árum, enda ekki skrýtið í ljósi þeirra hækkana sem hafa almennt orðið á fasteignaverði í kringum okkur. Brynhildur Sverrisdóttir og Páll Pálsson eru meðal þeirra Íslend- inga sem hafa lagt þá grein fyrir sig en þau standa að Fjárfesting- arfélaginu Epinal Corp í félagi við Einar Guðmundsson, Sigurð Ívar Másson og Önnu S. Árna- dóttur. Félagið á yfir fimmtíu íbúðir í Slóvakíu auk ellefu íbúða í Marokkó í félögum við smærri fjárfesta. Það á einnig lands- svæði í Slóvakíu og Marokkó, land nærri Østerlän í Svíþjóð, sem er verið að skipuleggja, og íbúðalóðir í Lundúnum. Áður en þau hófu samstarf starfaði Bryn- hildur sem sjálfstæður fjármála- ráðgjafi en Páll var heildsali í Hafnarfirði. Brynhildur býr nú í Lundúnum og hefur yfirum- sjón með félaginu en Páll dvelur aftur á móti í Kaupmannahöfn þar sem hann sinnir Svíþjóðar- verkefninu. EKKI ER ALLT GULL SEM GLÓIR Brynhildur segir að hún leggi mikið upp úr undirbúningsvinnu þegar hún leitar að góðum tæki- færum og segist vera mjög vand- lát. Hún hefur haldið tvö nám- skeið fyrir íslenska fjárfesta þar sem hún hefur farið í gegnum helstu atriði sem ber að hafa í huga við fasteignakaup erlend- is. „Ég hef orðið þess mikið vör hjá Íslendingum að fólk með mis- mikla þekkingu er að þeytast út um allan heim á eigin vegum í leit að fasteignum. Margir telja að allt sé gull sem glóir. Fólk heldur stundum að það geti farið til útlanda, keypt hvað sem er og haft af því miklar tekjur.“ Veru- leikinn er hins vegar ekki svona einfaldur að hennar sögn. Þegar Brynhildur er að hefja fasteignakaup spyr hún sig eft- irfarandi spurninga: Er kaup- máttaraukning í landinu? Er hagvöxtur í landinu? Er inn- lend eftirspurn eftir húsnæði? Hvernig lána bankar til kaupa á íbúðarhúsnæði? Með hliðsjón af Slóvakíu getur hún svarað öllum spurningum játandi auk þess sem þarlendir bankar veita allt að eitt hundrað prósenta lán til íbúðarkaupa. Í höfuðborg- inni Bratislava varð 22 prósenta hækkun á fasteignaverði í fyrra þar sem stórfyrirtæki hafa fest sig og innlent vinnuafl fylgt í kjölfarið sem vantar húsnæði. VERÐIÐ SEGIR EKKI ALLT Fasteignaverð getur verið mjög mismunandi eftir svæðum í Evrópu. Í sumum rótgrónum borgum er fasteignaverð lágt en það þarf ekki að þýða að mögu- leikar til hækkunar séu meiri en á mun dýrari svæðum. Brynhildur bjó sjálf í Lúxemborg og átti þar húsnæði. Hún var spurð af hverju hún keypti sér ekki hús- næði í Þýskalandi, hinu megin við ána, þar sem húsnæði var miklu ódýrara. Á þremur árum hækkaði húsnæði í Lúxemborg um helming á meðan það stóð í stað í Þýskalandi. Hún tekur dæmi af Berlín sem er vinsæl borg meðal íslenskra fasteigna- spekúlanta. „Það eina sem getur leitt til hækkunar í Berlín í dag eru fjárfestar því það er engin innlend eftirspurn til staðar. Það er offramboð af húsnæði í Berlín og leigumarkaður er erfiður við- ureignar.“ Margir vita heldur ekki um háan viðskiptakostnað við fasteignaviðskipti í Þýska- landi sem er allt að fimmtán pró- sent. „Það er ekki nóg að eitthvað sé ódýrt, það þarf líka að hækka í verði,“ leggur hún áherslu á. Marokkó er gríðarlega spenn- andi land að að þeirra mati og fellur vel inn í módelið. „Það er til dæmis mjög ódýrt þar enn þá en líka gríðarleg eftir- spurn eftir húsnæði,” bendir Páll á. Bankar lána um níutíu prósent til íbúðarkaupa og við- skiptakostnaður er lágur í sam- anburði við Frakkland, Ítalíu og Þýskaland. Marokkó er komið eins nálægt Evrópusambandinu og Ísland hvað varðar fríversl- unarsamninga og þá fljúga stóru lággjaldaflugfélögin þangað. Efnahagslífið hefur vaxið hratt á síðustu árum og mikið af Evrópu- búum hefur flykkst til landsins, enda er húsnæði þar mun ódýr- ara en sambærileg hús á Spáni. Þau sjá einnig fyrir sér mikinn vöxt í ferðaþjónstu á næsta árum en stjórnvöld vilja auka fjölda ferðamanna úr 6,6 milljónum á ári í tíu milljónir árið 2010. Í Marokkó vinna þau einungis með innlendum aðilum en kaupa ekki af fasteignasölum. „Ef við ætl- uðum sjálf að kaupa landið þá hefði verðið verið tvöfalt hærra,“ bætir Brynhildur brosandi við. LÓÐIR SELDAR Í LUNDÚNUM Íslendingar hafa keypt mikið af fasteignum á Spáni, ekki endi- lega sem fjárfestingu heldur sem sumarathvarf. Lundún- ir eru einnig vinsæll staður hjá landanum þar sem margir búa núorðið og fasteignaverð þar er það hæsta í heimi. „Ef maður ber saman sambærilega staði í London og París þá getur verið þrisvar sinnum dýrara í London,“ segir Brynhildur. Margir hafa beðið lengi eftir því að fasteigna- bólan spryngi þar en Brynhildur er á öndverðum meiði og telur alltaf gott að fjárfesta í heims- borginni. London, sem alþjóða- miðstöð viðskipta, endurspelgar ekki Bretland í þessum efnum. Þangað streymir ríka fólkið frá Miðausturlöndum og Rússlandi sem heldur háa verðinu uppi. Á dögunum luku þau við að selja lóðir til Íslendinga, um 323 fermetra lóðir fimmtán kíló- metra frá miðborginni. Lóð- irnar, sem kostuðu um 20 þús- und pund, jafnvirði 2,5 milljóna króna, eru á óskipulögðu landi, svokölluðu „green-belt“ svæði. Þau benda á að töluverð áhætta geti fylgt þessum kaupum ef ekki fæst samþykki yfirvalda fyrir að byggja en nefna jafnframt að mikill skortur sé á húsnæði í borginni. „Þetta veltur líka á tíma. Leyfi gæti fengist eftir tvö, fimm eða tíu ár. En ef það fæst þá er ljóst að þessar lóðir marg- faldast í verði,“ segir Páll. FINNLAND OG SVÍÞJÓÐ Spurð hvaða önnur svæði kunna að vera áhugaverð segir Bryn- hildur að Bandaríkin séu spenn- andi. Fasteignaverð hafi leiðrést, dalurinn er lágur og mikil eftir- spurn er fyrir hendi á ákveðnum svæðum. Ýmis tækifæri liggja í Austur-Evrópu, einkum í þeim löndum sem eru komin lengst á veg á leið inn í Evrópusamband- ið. Miklar hækkanir hafa orðið í Eystrasaltsríkjunum, Slóveníu og Slóvakíu þar sem efnahagur hefur blómstrað. Króatía og jafn- vel Rússland koma þar líka til greina en Brynhildur er ekki jafn spennt fyrir Rúmeníu, Ungverja- landi og Búlgaríu þar sem of- framboð er af fasteignum. Í Vest- ur-Evrópu nefnir hún Finnland og Svíþjóð, einkum Stokkhólm þar sem fasteignir hafa verið til- tölulega lágar í verði fram að þessu. Fasteignakaup eru ekki ávísun á gull og græna skóga Verð á erlendum fasteignum segir ekki alla söguna. Sumir staðir eru betri en aðrir af ýmsum ástæðum. Eggert Þ. Aðalsteinsson ræddi við spekúlantana Brynhildi Sverrisdóttur og Pál Pálsson hjá Epinal Corp sem hafa fjárfest í fasteignum og lóðum, meðal annars í Slóvakíu og Marokkó. Það eina sem getur leitt hækkun í Berlín í dag eru fjárfestar því það er engin inn- lend eftirspurn til staðar. Það er offramboð af hús- næði í Berlín og leigumarkaður er erfiður viðureignar. MARKAÐURINN Hafliði Helgason í hádegisfréttum Stöðvar 2 kl. 12: alla virka daga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.