Fréttablaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 12
Einar Kristjánsson, ýtustjóri hjá
Alexander Ólafssyni ehf. hefur
unnið við vinnuvélar frá unga
aldri. Hann stýrir nú stærstu
jarðýtu landsins og segir hana
hafa reynst vel.
„Ég var nú bara barn þegar ég
byrjaði fyrst að eiga við vinnu-
vélar. Ég byrjaði fjórtán ára hjá
pabba mínum sem gerði út vélar
vestur í Dölum. Ég er núna að
verða 48 ára og hef megnið af
mínum starfsaldri verið að vinna
á vinnuvélum,“ segir Einar Kristj-
ánsson ýtustjóri hjá Alexander
Ólafssyni, en hann stýrir stærstu
jarðýtu landsins í Vatnsskarðs-
námum við Krýsuvík.
„Þetta er stærsta jarðýta sem
hefur verið flutt til landsins. Við
fengum hana afhenta 9. mars
síðastliðinn og hún hefur reynst
mjög vel síðan þá.“
Jarðýtan er engin smásmíði en
hún vegur 117 tonn. Hún er af gerð-
inni Caterpillar D11R og þurfti
að flytja hana í lögreglufylgd frá
vélasviði Heklu við Klettagarða
að Vatnsskarðsnámum við Krýsu-
vík þar sem hún verður notuð við
efnisvinnslu.
„Vélin var flutt að kvöldi til á
sérútbúnum vagni. Það tók um
einn og hálfan tíma að koma henni
upp í námuna en ég veit að það tók
mikinn tíma að undirbúa flutning-
inn og stilla jarðýtunni á vagninn
sem hún var flutt á.“
Einar segir mikinn mun á þess-
ari vél og þeim sem hafi verið not-
aðar í námunni hingað til. „Þessi
vél er helmingi þyngri en þær sem
við höfum verið með og þar af leið-
andi helmingi afkastameiri,“ segir
Einar.
Hann segir að venjulegt vinnu-
vélapróf dugi til að stjórna þess-
ari vél. „Allir sem hafa vinnuvéla-
réttindi geta unnið á henni. Það er
sérstök tilfinning að stjórna þess-
ari vél. Þetta er eins og stækkuð
mynd af minni vélunum en maður
finnur vel hvað hún er gríðarlega
öflug.“
Vélin var tekin í notkun í byrjun
mars og eru þeir hjá Alexander
Ólafssyni mjög ánægðir með
hvernig hún hefur komið út það
sem af er. „Hún stendur vel undir
væntingum og gott betur en það.
Það sem varð til þess að þessi
vél var keypt er að eftir því sem
við höfum farið neðar í námunni
verður efnið fastara og þá verður
erfiðara að vinna úr því. Það þarf
að rífa upp allt með riftönn áður
en hægt er að vinna úr henni.“
Aftan á jarðýtunni er öflug
riftönn sem notuð er til að losa
um jarðveg. „Það er hægt að stilla
lengd tannarinnar. Lengdin á henni
er 180 cm en það er hægt að stytta
hana þegar verið er að eiga við erf-
iðan jarðveg“ hnefill@frettabladid.is
20. JÚNÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR4 fréttablaðið verk að vinna
Stærsta jarðýta landsins reynist vel
Aftan á jarðýtunni er öflug riftönn sem er notuð til að losa upp jarðveg. Hægt er að stilla lengd tannarinnar, en hún er lengst 180
cm löng. Þegar unnið er við erfiðar aðstæður má stytta tönnina og nær hún þá betur að losa um jarðveg.
Landhelgisgæslan festi ný-
verið kaup á Toyta-dráttarbíl
til þess að draga flugvélar
og þyrlur í og úr flugskýli.
Dráttarbíllinn er af stærri
gerðinni og er 4,2 tonn að
þyngd, en dráttargetan er 33
tonn.
Hámarks dráttargeta er
39 tonn, en til þess þarf að
festa tvo dráttarbíla saman.
Þetta er fyrsti Toyota
dráttarbíllinn sem Landhelg-
isgæslan kaupir og stendur
til að nota hann í vetur til
að sjá hvernig hann stendur
sig í snjó, roki og hálku, en
í verri veðrum hefur reynst
erfiðara að koma tækjum
fyrir inni í skýli.
Nýr dráttarbíll
hjá Gæslunni
Einar Kristjánsson hefur lengi unnið við
vinnuvélar og hefur mikla reynslu. Hann
stýrir nú stærstu jarðýtu landsins og
lætur vel að henni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Jarðýtan hefur mikla afkastagetu vegna stærðar sinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA