Fréttablaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 25
H A U S
MARKAÐURINN 9MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2007
Ú T T E K T
Skráning Century Aluminum í Kauphöll
Íslands er tímamótaskráning að mati Þórð-
ar Friðjónssonar, forstjóra Kauphallar Ís-
lands. Fordæmi þess að fá bandarískt félag
inn á íslenska markaðinn megi nota til að
laða önnur félög utan Evrópusambandsins
að íslenska markaðnum. Það gildi þó fyrst og
fremst ef allt gengur að óskum og viðskipti
með félagið verði lífleg.
Skráning Century hefur átt sér nokkurra
mánaða aðdraganda. Fyrsti fundur Þórðar
með Century-mönnum átti sér stað snemma
þessa árs. Síðan hefur mikil vinna verið lögð
í skráningu félagsins. Hún er einnig braut-
ryðjendaskráning að því leyti að ekkert
bandarískt félag hefur áður farið út í tví-
hliða skráningu þar vestra og í Evrópu frá
því að nýtt regluverk Evrópusambandsins
tók gildi. Þetta regluverk er að taka gildi í
Evrópu og verður tekið upp hér í haust. Þetta
segir Þórður hafa flækt málin. „Á meðan er
verið að vinna að nýjum málum liggja hlut-
irnir ekki eins ljóst fyrir og þeir gera eftir
á. Lausnirnar eru ekki eins augljósar. Þess
vegna komu tímapunktar í ferlinu þar sem
menn fórnuðu höndum og spurðu sjálfa sig
hvað í ósköpunum þeir væru komnir út í.
En svo einbeittum við okkur að því að leysa
málin.“
Þórður á von á að íslenskir fjárfestar taki
Century vel á markaði, eins og þeir gerðu
í nýafstöðnu hlutafjárútboði. „Century á
mikið erindi inn á íslenska markaðinn. Það
er gott að fá fyrirtæki inn sem er annars
eðlis en fjármálafyrirtækin, sem eru lang-
stærst og orðin dálítið ráðandi á markaðnum
núna.“ Hann segir félagið þó eiga möguleika
á meiri veltu á aðalamarkaðnum heldur en
á First North og góðar líkur séu á að þar
verði það skráð innan tíðar. Engu að síður
fari First North markaðurinn hratt vax-
andi. Heildarmarkaðsvirði skráðra félaga á
markaðnum
sé um fjórir
milljarðar
evra. Hann
sé nú orðinn
stærsti hlið-
armarkaður í
Evrópu. Hann ætti því
að tryggja að Century
verði vel sýnilegt, bæði
á Íslandi og annars stað-
ar í Evrópu.
Gott mótvægi við
fjármálafyrirtækin
Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Ís-
lands, segir að Century hafi hins vegar verið
skráð á First North vegna þess að lagalega
sé enn þá töluvert flókið fyrir bandarískt
félag að fá skráningu á aðalmarkaðnum. Sama
regluverk gildir ekki í Evrópu og þar. Aðal-
lega eru reglur er snerta yfirtökur og flagg-
anir ólíkar.
Nýtt frumvarp var nýverið samþykkt sem
mun gera leiðina greiðari að skráningu félaga
á borð við Century á aðalmarkaðinn. Miðað er
við að sú löggjöf taki gildi 1. nóvember næst-
komandi. Þórður segir að þá sé ekki ólíklegt
að félagið fari yfir á aðalmarkaðinn, þótt engin
ákvörðun hafi verið tekin um það enn. Skrán-
ingin á First North hafi verið praktísk leið.
„Þetta er fyrirtæki sem á heima á aðalmark-
aði. Þeir eru þegar á Nasdaq sem er fullkominn
markaður. Það er einfaldlega ekki búið að gera
hlutina þannig úr garði í lagaumhverfi okkar að
það sé eins aðgengilegt og það ætti að vera fyrir
erlend fyrirtæki, utan Evrópusambandsins, að
koma inn á markaðinn. Þetta er vandamál sem
kauphallir víða í Evrópu þurfa að glíma við.“
Á meðan er verið að vinna að nýjum málum liggja hlutirnir ekki eins ljóst fyrir og
þeir gera eftir á. Lausnirnar eru ekki eins augljósar. Þess vegna komu tímapunktar
í ferlinu þar sem menn fórnuðu höndum og spurðu sjálfa sig hvað í ósköpunum þeir
væru komnir út í. En svo einbeittum við okkur að því að leysa málin