Fréttablaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 6
MARKAÐURINN 20. JÚNÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR6
F R É T T A S K Ý R I N G
por var markað í sögu Marels
á dögunum þegar það seldi kín-
verska matvælaframleiðand-
anum Pacific Andes upplýs-
ingakerfi sem notað verður í
risaverksmiðju fyrirtækisins í
Quingdao-héraði á suðvesturströnd Kína.
Verðmæti samningsins nemur nálægt
hundrað milljónum króna. Tveir starfs-
menn Pacific Andes munu koma hing-
að til lands í haust til að fá kennslu á það
áður svo þeir geti miðlað af þekkingu sinni
heimafyrir. Í framhaldinu stefnir Marel
á það að stækka markaðsdeild fyrirtæk-
isins fyrir Asíu og undirbúa næstu skref
á Kínamarkað, sem oftsinnis hefur verið
nefndur sem einn af mest spennandi ný-
mörkuðum heims. Í tengslum við það
verður skrifstofa opnuð í Kína á næstu
mánuðum.
Pacific Andes er með höfuðstöðvar í
Hong Kong og telst eitt af stærstu og öfl-
ugustu fiskveiði- og vinnslufyrirtækjum
heims. Fiskvinnsla Quingdao verður í sér-
stöku fiskvinnsluþorpi þar sem 13.000
manns munu vinna í tengslum við Pacific
Andes og rekstur og viðgang þorpsins
þegar upp verður staðið.
Það er hins vegar því fjarri að aðkoma
Marel inn fyrir dyr Pacific Andes séu
fyrstu spor Íslendinga því auk þess sem
fyrirtækið hefur unnið fisk fyrir Íslend-
inga leitaði það sérfræðiþekkingar hér á
landi á fiskiðnaði fyrir um áratug þegar
það fékk aðstoð öflugra íslenskra fyrir-
tækja í bygginga-, kæli- og tækniiðnaði
við þróun og hönnun á fiskvinnsluþorp-
inu. Þorpið verður algjörlega sjálfbært en
þar eru nú þegar í byggingu fjöldi háhýsa
fyrir starfsfólk Pacific Andes, verslan-
ir og flest það sem tengist hefðbundnum
bæjarfélögum. Hjartað er hins vegar fisk-
vinnslan.
Allt frá því forsvarsmenn fyrirtækis-
ins leituðu til Íslands fyrir áratug hefur
Marel unnið markvisst að því að kynna
fyrirtækinu vörur sínar og þjónustu og er
árangurinn að skila sér nú.
Innleiðing kerfisins hefst í ágúst en
fyrirhugað er að verksmiðjan nýja verði
tekin í notkun í haust. Þá er fyrirhugað að
fyrsti hluti upplýsingakerfis Marels verði
kominn í notkun, en afhending verður í
þremur áföngum auk þess sem Marel mun
veita Pacific Andes nauðsynlega þjónustu
við notkun kerfisins.
Upplýsingakerfið er framleiðslueftir-
litskerfi sem samanstendur af hugbúnaði
og um 200 vogum en um 3.200 starfsmenn
verksmiðju Pacific Andes munu nota það
við vinnu sína. Svipuð kerfi frá Marel hafa
verið notuð hér á landi, í Kanada og Víet-
nam.
Pétur Guðjónsson, framkvæmdastjóri
sölu- og markaðssviðs, segir fyrirtækið
vera komið til Kína á öðrum forsendum
en á öðrum mörkuðum. „Þar erum við
að sjálfvirknivæða, setja upp tækjabúnað
sem leysir mannshöndina af hólmi. Styrk-
ur Kínverja felst hins vegar í vinnuaflinu.
En það þarf að hafa eftirlit með vinnsl-
unni,“ segir hann og leggur áherslu á að
Marel leggi Pacific Andes þá þekkingu
að geta fylgst betur með rekstrinum nú
en áður. Sæmbærileg en minni kerfi eru
nú þegar til hjá öðru sjávarútvegsfyrir-
tæki sem er í eigu SH í Kína. „Þeir keyptu
fyrsta kerfið og þetta kemur í kjölfar-
ið á því,“ bætir Jens Bjarnason, hópstjóri
hugbúnaðarhóps hjá Marel við. Jens fór
til Quingdao í tengslum við verkefnið í
febrúar og kynnti sér meðal annars upp-
byggingu fiskvinnsluþorpsins.
Upplýsingakerfið hefur verið í smíðum
hjá Marel frá upphafsárum fyrirtækisins
og leit dagsins ljós snemma á níunda ára-
tug síðustu aldar. Önnur útgáfa þess lifði
lengi og sömuleiðis síðasta útgáfa þess,
sem hefur verið í notkun í mörgum lönd-
um í ellefu ár. Nýjasta kynslóð hugbúnað-
arins, sem er sú fimmta í röðinni, miðar að
því að ná sem mestri nýtingu á hráefni við
framleiðslu á unnum fiskafurðum. Hug-
búnaðurinn hefur verið í þróun í tvö og
hálft ár og hefur verið í tilraunakeyrslu
í fimm fiskvinnslustöðvum hér á landi.
„Skinney-Þinganes á Höfn í Hornafirði,
sem var fyrsti kúnninn okkar, hefur verið
fyrsti prófanastaðurinn okkar,“ segir Jens
og bætir því hins vegar við að Vísir hf. sé
komið með kerfið í flest hús; í Grindavík,
Djúpavogi og á Þingeyri.
Upplýsingakerfið, sem nefnist MPS
G5, gerir stjórnendum kleift
að fylgjast með allri vinnslu.
Þeir geta séð hvað kemur inn í
hús, stýrt vinnslunni og vegið og
metið í kjölfarið hvernig vinna á
hráefninu gengur fyrir sig. Jens
segir þrjá þætti skipta höfuð-
máli í vinnslu: Afköst, nýtingu
og gæði. Með auknum afköst-
um gangi menn oft á nýtingu
og gæði. „Þessir þættir skipta miklu máli
þegar menn kaupa svona búnað. Menn
geta alltaf skorið niður einn þátt á kostnað
annars. En menn verða að passa sig á því
að gera það ekki,“ segir hann og bendir
á að með búnaðinum sé hægt að sjá hvar
í ferlinu sé mögulegt að bæta vinnslu
sjávarafurða, ekki síst þar sem jafn mikill
fjöldi fólks vinnur og í fiskvinnslu Pacific
Andes.
Pacific Andes er mjög umfangsmikið
fyrirtæki og vinnur fisk fyrir hins ýmsu
fyrirtæki, jafnt kínversk sem íslensk og
aðra. Þar komi upplýsingakerfið sömu-
leiðis að góðum notum. „Það er mjög
mikilvægt að halda fiski frá einum aðila
aðskildum frá öðru fyrirtæki. Það er hægt
í kerfinu,“ segir Pétur og Jens bætir því
við að rekjanleikinn sé mjög mikilvægur.
„Við skráum frá hverjum og einum hvað
fer inn í vinnslu en þar verður líka hægt
að meta einstaka birgi í samanburði við
aðra birgja. Slíkt hefur aukist mikið til
að bæta vinnsluna,“ segir hann og bendir
á að þessu atriði gleymi menn oft í fram-
leiðslu, hverju nafni sem hún nefnist. Því
með rekjanleika fáist dýrmætar upplýs-
ingar sem nýta má til að stýra vinnsluferl-
inu. „Menn horfa oft á rekjanleika sem
kvöð. En það er ekki þannig því menn fá
mikið til baka ef þeir kunna að nýta upp-
lýsingarnar,“
Salan nú á eingöngu við um hugbún-
að frá Marel fyrir stjórnendur en ekki
sölu á flæðilínum og tengdum búnaði.
Þeir Pétur og Jens sjá hvorugir fyrir sér
að Pacific Andes kaupi búnað tengdum
flæðilínum á allra næstu misserum. Það
er þó í skoðun. Jens segir það ljóst að
með þekkingunni sem Marel hafi nú fært
til Kína hafi stjórnendur Pacific Andes
séð hag í því að koma hráefni sem hrað-
ast í gegnum vinnslu. „Þar kemur flæði-
línan inn og þeir eru að skoða þetta enda
skiptir meðhöndlun á hráefni gríðarlega
miklu máli,“ segir Jens og leggur áherslu
á að við kaupin á upplýsingakerfinu auk-
ist samkeppnishæfni Pacific Andes.
Fyrirtækið keppi á sama markaði og flest-
ir í fiskvinnslu, þar á meðal Íslendingar.
Þeir kaupi fisk á sama verði og þurfi að
ná að hámarksnýtingu á allan hátt ætli
þeir að standa upp úr á heimsmarkaði með
fiskafurðir, að hans sögn.
Marel stígur fyrstu skrefin inn á Kínamarkað
Eitt af stærstu fiskvinnslufyrirtækjum í heimi hefur fest kaup á hugbúnaði og vogum frá Marel. Áratug tók að landa samningn-
um, sem markar ný spor í sögu Marel. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson settist niður með þeim Pétri Guðjónssyni, framkvæmdastjóra
sölu- og markaðssviðs, og Jens Bjarnasyni, hópstjóra hugbúnaðarhóps Marels, og spjallaði við þá um þetta nýjasta spor Marels
í austurátt og risaverksmiðjuna þar sem kerfið verður notað.