Fréttablaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 26
MARKAÐURINN
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
20. JÚNÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR10
S K O Ð U N
U M V Í Ð A V E R Ö L D
Sérstakar reglur gilda um eignar-
hald á fjármálafyrirtækjum sam-
kvæmt þeim lögum sem um starf-
semi þessara fyrirtækja gilda. Þeir
sem hafa hug á að fara með svo-
kallaðan virkan eignarhlut í slík-
um fyrirtækjum, skulu sækja fyr-
irfram um heimild til Fjármálaeft-
irlitsins. Hér á eftir verður gerð
grein fyrir þessum reglum og til
hægðarauka verður eingöngu rætt
um fjármálafyrirtæki en sambæri-
leg ákvæði gilda um vátrygginga-
félög. Ekki verður gerð grein fyrir
þeim sérreglum sem gilda um
eignarhald og meðferð atkvæðis-
réttar í sparisjóðum.
HVAÐ ER VIRKUR EIGNARHLUTUR?
Með virkum eignarhlut er á átt við
beina eða óbeina hlutdeild í fjár-
málafyrirtæki sem nemur 10%
eða meira af eigin fé, stofnfé eða
atkvæðisrétti, eða aðra hlutdeild
sem gerir kleift að hafa veruleg
áhrif á stjórnun viðkomandi fyr-
irtækis. Sækja þarf fyrir fram um
heimild til þess að fara með virkan
eignarhlut í fjármálafyrirtæki og
það sama gildir ef aðilar auka við
eignarhlut sinn þannig að bein eða
óbein hlutdeild fari yfir 20, 25, 33
og 50% eða þannig að fjármálafyr-
irtæki verði talið dótturfélag við-
komandi aðila.
Með óbeinni hlutdeild er átt við
að aðili og þeir sem hann er í sam-
starfi við hafi eignast eða fari
sameiginlega með virkan eignar-
hlut í skilningi laganna. Samstarf
telst vera fyrir hendi ef aðilar
hafa gert með sér samkomulag um
að einn eða fleiri saman nái virk-
um eignarhlut í félagi, hvort held-
ur það samkomulag er formlegt
eða óformlegt, skriflegt, munnlegt
eða með öðrum hætti. Þegar um
ákveðin tengsl er að ræða á milli
aðila, er þó alltaf talið að samstarf
sé fyrir hendi, nema aðilar sýni
fram á hið gagnstæða. Tilgangur-
inn með ákvæðum um óbeina hlut-
deild sé m.a. sá að koma í veg fyrir
að fjárfestar geti dreift eignar-
haldi sínu á ýmis félög innan sömu
félagasamstæðu. Sömu sjónarmið
eiga við um annars konar tengsl
milli hluthafa fjármálafyrirtækis.
TILGANGUR ÁKVÆÐA UM VIRKA
EIGNARHLUTI
Lagaákvæði um virka eignarhluti
í fjármálafyrirtækjum byggja á
tilskipunum Evrópusambandsins.
Tilskipanirnar leggja þá skyldu
á herðar aðildarríkjum að sjá til
þess að þeir aðilar komist ekki
til áhrifa í fjármálafyrirtækjum,
sem teljast ekki hæfir til þess,
m.t.t. heilbrigðs og trausts rekst-
urs slíkra fyrirtækja.
Ákveðin hætta er talin á því að
stórir hluthafar í fjármálafyrir-
tækjum beiti áhrifum sem fylgja
eignarhaldinu, sjálfum sér í hag
á kostnað fyrirtækjanna sjálfra,
annarra hluthafa eða viðskipta-
vina fyrirtækjanna. Eftir því sem
eignarhlutur er stærri má ætla að
meiri hætta sé á að hann skapi eig-
endum eða tengdum aðilum stöðu
eða ávinning umfram það sem
felst í ávinningi almennra hlut-
hafa. Ekki er einungis um að ræða
hættu á að stórir eigendur mis-
noti aðstæður sínar með beinum
hætti, heldur einnig að stjórnend-
ur viðkomandi fyrirtækja telji sig
vera undir þrýstingi frá þeim við
tilteknar ákvarðanir. Einnig geta
komið upp hagsmunaárekstrar í
tengslum við eignarhald eiganda,
eða aðila sem tengjast honum, á
öðrum fjármálafyrirtækjum eða
í tengslum við stjórnarsetu eig-
anda eða aðila sem honum tengj-
ast í öðrum fjármálafyrirtækjum.
Í greinargerð með lögum um fjár-
málafyrirtæki, segir að ætla megi
að smæð íslenska fjármálamark-
aðarins og þröngt eignarhald á
íslenskum fjármálafyrirtækjum
auki hættuna á slíkum hagsmuna-
árekstrum. Í þessu samhengi má
nefna að undanfarin misseri hefur
orðið töluverð umræða um þröngt
eignarhald íslensku bankanna og
viðskiptatengsl á milli bankanna
og stærstu eigenda þeirra. Erlend-
ir lánardrottnar og lánshæfismats-
fyrirtæki hafa gefið eignarhaldinu
sérstakan gaum og vikið sérstak-
lega að því í umfjöllun sinni um ís-
lenska fjármálamarkaðinn.
Ekki hefur þó verið talin ástæða
til þess að banna að einstakir að-
ilar geti eignast stóra hluti í fjár-
málafyrirtækjum enda geta því
einnig fylgt kostir, ef um er að
ræða hæfa fjárfesta sem stuðlað
geta að góðum stjórnunarháttum
og framþróun fyrirtækjanna. Ef
vel tekst til getur síkt eignarhald
ennfremur verið til þess fallið að
auka tiltrú almennings og erlendra
lánardrottna og lánshæfismatsfyr-
irtækja á viðkomandi fjármála-
fyrirtæki og fjármálamarkaðinum
í heild sinni. Mikilvægt er hins
vegar að veita slíkum hluthöfum
aðhald vegna eignarhaldsins og
er lagaákvæðum um virka eignar-
hluti og viðvarandi eftirliti ætlað
að draga úr hættunni á því að stór-
ir hluthafar í fjármálafyrirtækj-
um geti haft skaðleg áhrif á rekst-
ur þeirra.
MAT Á HÆFI
Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um
hvort aðila er veitt heimild til þess
að fara með virkan eignarhlut í
fjármálafyrirtæki, byggir á mati
eftirlitsins á því hvort viðkom-
andi teljist hæfur til að fara með
eignarhlutinn, m.t.t. heilbrigðs
og trausts reksturs fyrirtækisins
sjálfs en einnig er óhjákvæmilegt
að líta til fjármálamarkaðarins í
heild sinni að þessu leyti. Við mat
sitt ber Fjármálaeftirlitinu m.a. að
hafa hliðsjón af fjárhagsstöðu um-
sækjanda og aðila sem hann er í
nánum tengslum við, af þekkingu
og reynslu umsækjanda, hvort
eignarhaldið skapi hættu á hags-
munaárekstrum á fjármálamark-
aði, stærð þess hlutar eða atkvæð-
isréttar sem um ræðir, hvort ætla
megi að eignarhald umsækjanda
muni torvelda eftirlit með hlutað-
eigandi fjármálafyrirtæki, hvort
umsækjandi hefur gefið Fjármála-
eftirlitinu umbeðnar upplýsingar
og þær upplýsingar hafi reynst
réttar, refsingum sem umsækj-
andi hefur verið dæmdur til að
sæta og hvort hann sæti opinberri
rannsókn.
Ef Fjármálaeftirlitið telur um-
sækjanda ekki hæfan til þess að
fara með eignarhlutinn, ber því að
synja viðkomandi um leyfi til þess.
Í þessu sambandi er rétt að hafa
í huga að eignar- og stjórnunar-
tengsl umsækjanda við aðra aðila
eða hætta á hagsmunaárekstrum
geta valdið því að hann telst ekki
hæfur. Fjármálaeftirlitið getur
einnig í slíkum tilvikum samþykkt
umsókn aðila gegn tilteknum skil-
yrðum sem eru til þess fallin að
daga úr hættu á hagsmunaárekstr-
um eða takmarka skaðleg áhrif af
eignarhaldi. Slík skilyrði geta m.a.
snúið að stjórnarsetu, viðskipt-
um við viðkomandi fjármálafyrir-
tæki, fjárhagslegum markmiðum
umsækjanda og upplýsingagjöf til
Fjármálaeftirlitsins.
ÚRRÆÐI EF UMSÓKN ER HAFNAÐ
EÐA EF EKKI ER SÓTT UM LEYFI
Ef aðili eignast eða eykur við
virkan eignarhlut þrátt fyrir
að Fjármálaeftirlitið hafi hafn-
að umsókn hans, fellur niður at-
kvæðisréttur sem fylgir hlutun-
um og ber viðkomandi að selja
þann hlut sem er umfram leyfi-
leg mörk innan tilskilins frests
að viðlögðum dagsektum.
Ef aðili hefur ekki sótt um leyfi
Fjármálaeftirlitsins til þess að
fara með virkan eignarhlut, fell-
ur niður atkvæðisréttur sem er
umfram leyfileg mörk og skor-
ar Fjármálaeftirlitið á viðkomandi
aðila að leggja fram umsókn. Ef
umsókn berst, leggur Fjármálaeft-
irlitið mat á hana í samræmi við
það sem fram kemur hér að fram-
an en ef ekki er sótt um innan til-
tekinna tímamarka, ber viðkom-
andi að selja umframhluti innan
tilskilins frests að viðlögðum dag-
sektum.
LOKAORÐ
Hér að framan hefur verið gerð
grein fyrir þeim sjónarmiðum sem
búa að baki ákvæðum um eign-
arhluti í fjármálafyrirtækjum. Í
þessu sambandi má nefna að er-
lendir eftirlitsaðilar þar sem ís-
lensk fjármálafyrirtæki eru með
starfsemi treysta á mat Fjármála-
eftirlitsins á hæfi aðila sem fara
með virkan eignarhlut og á við-
varandi eftirlit með eignarhaldinu.
Einnig hefur verið vikið að um-
fjöllun erlendra aðila um þröngt
eignarhald íslensku bankanna og
er ljóst að slík umræða getur haft
áhrif á starfsemi þeirra og íslenska
fjármálamarkaðinn, m.a. lánshæf-
ismat og lánakjör. Af framan-
greindu er því ljóst að virkt eftir-
lit með eignarhaldi fjármálafyrir-
tækja er afar mikilvægt, ekki síst
í ljósi stöðu þeirra sem alþjóðlegra
fjármálastofnana .
Virkir eignarhlutir í fjármálafyrirtækjum
Guðbjörg
Bjarnadóttir,
sviðstjóri
Lánasviðs FME
O R Ð Í B E L G
Ríkar konur
Economist | Það er svosem engin nýlunda að við-
skiptablöð fjalli um milljónamæringa. Breska
vikuritið Economist greinir frá því í nýjasta tölu-
blaði sínu í vikunni að hlutfall kvenna
í röðum milljónamæringa muni aukast
mjög á næstu árum og verði helmingur
milljóneranna konur eftir 13 ár. Um árið
2025 eru svo líkur á að þær verði fleiri en karlar,
sem er nokkur nýlunda. Upp frá því muni vegur
kvenna vaxa enn frekar. Og blaðið færir ágæt rök
fyrir máli sínu. Konum hafi fjölgað mikið í hópi
ríkustu einstaklinga Bretlands síðustu ár og muni
þeim aðeins fjölga. Níutíu og tvær konur vermdu
síðasta lista Sunday Times yfir þúsund ríkustu ein-
staklinga Bretlands á þessu ári, sem er 28 konum
fleiri en fyrir áratug. Þá vex auður kvenna hratt,
að sögn tímaritsins. Ríkasta kona Bret-
lands nú á eignir fyrir 4,9 milljarða
punda, jafnvirði rúmra 600 milljarða ís-
lenskra króna. Það er tvöfalt meira rík-
idæmi en fyrir áratug. Ástæðurnar fyrir vaxandi
ríkidæmi kvenna eru að þær standa sig betur í
námi en drengir, ganga lengri menntaveg nú en
fyrir áratug og hafa auk þess hærri lífaldur en hitt
kynið, sem skiptir talsverðu máli.
Bankastræti • Fjörður • Kringlan • Laugavegur 178 • Smáralind
HEITASTA VÉLIN
EOS 400D
með 18-55mm linsu
10,1 milljón pixla
2,5" skjár
Níu punkta fókus
Digic II örgjörvi
3 rammar á sek.
allt að 27 rammar í burst
Picture style – mismunandi
litir og áhrif
Hugbúnaður til RAW vinnslu í tölvu
Video out
Vegur aðeins 510 grömm
Val á yfir 60 linsum við vél
Sumarstemning
Svört skýrsla Hafrannsóknastofnunar um fiskistofna kallar á að
vandlega sé staðið að ákvörðun um veiðiheimildir. Það er ástæða
til að taka undir með forsætisráðherra og fjármálaráðherra um
að efnahagsástandið gefi svigrúm til að taka áfalli nú með von
um ávinning síðar.
Sjávarútvegurinn á sterkan sess í hugum Íslendinga enda verið
burðaratvinnugrein um áratuga skeið. Það eru því miklar tilfinn-
ingar í umræðu um stefnuna í málefnum atvinnugreinarinnar og
margir sjálfskipaðir sérfræðingar bæði um hagræna þætti og
fiskifræðilega. Hvað varðar veiðistjórnina er líklega ráðlegast
að nýta færustu vísindamenn okkar á sviðinu, þótt ekki sé úti-
lokað að þeim geti skjöplast. Þar ráða einföld líkindi sem byggja
á bestu mögulegu þekkingu á hverjum
tíma, hversu ófullkomin sem hún ann-
ars kann að vera.
Hvað varðar hagræna þáttinn, þá
hefur þeim sem haldið hafa á lofti
skoðunum sem lúta að markaðsstýr-
ingu í sjávarútvegi verið eignaðar hinar
verstu hvatir; allt frá þjónkun við sæ-
greifa upp í hatur á einstökum byggð-
um. Innleiðing kvótakerfisins færði
ýmsum talsverð auðævi og vel má vera
að þar hafi menn notið gróða langt um-
fram verðleika. Verðleikinn er illskil-
greinanlegur, en skyndigróði vegna
kerfisbreytingar rennur illa niður með
verðleikahugtakinu.
Hitt er svo annað mál að erfitt er að
koma í veg fyrir slíkt þegar breytt er
um kerfi. Gildir þá einu hvort horf-
ið er frá samvinnurekstri, sparisjóða-
formi eða þegar auðlindaverðmætum
eða öðrum takmörkuðum gæðum er út-
hlutað af hinu opinbera.
Eftir slíka kerfisbreytingu væri dap-
urlegt að menn sneru aftur til hand-
stýrðs kerfis með endalausum byggða-
kvótum. Slíkt myndi hamla nauðsyn-
legri hagræðingu í greininnni og sennilega gera sjávarútveginn
að bónbjargar atvinnugrein eins og landbúnað. Þannig er reynd-
ar sjávarútvegur rekinn í löndum þar sem hann hefur lítið sem
ekkert vægi í þjóðarframleiðslu, en talsvert í einstökum byggð-
arlögum.
Valið stendur einfaldlega á milli tveggja leiða sem hægt er að
fara með atvinnugreinina. Önnur er sú að greinin hagræði og þró-
ist út frá markaðslögmálum og sé alvöru atvinnugrein. Hin leið-
in er að halda uppi atvinnu og byggð, án þess að krafa sé gerð um
arðsemi þeirrar atvinnu. Reikningurinn af því verður svo send-
ur skattgreiðendum. Það hefur færst í aukana að menn stökkvi
á vinsældalestina í þessari umræðu. Nú síðast fráfarandi sam-
gönguráðherra og þar áður formaður stjórnar Faxaflóahafna.
Þeir sem tala um að flytja kvóta til byggða sem höllum fæti
standa ættu, ef sanngirni er gætt, að gera grein fyrir því jafn-
hliða af hvaða byggðarlögum þeir hyggjast taka hann. Fyrr verð-
ur málflutningurinn varla trúverðugur.
Val í sjávarútvegi stendur um að reka arðbæra
atvinnugrein eða atvinnubótastarfsemi
Markaðsvæddur sjáv-
arútvegur eina leiðin
Hafliði Helgason
Innleiðing kvóta-
kerfisins færði
ýmsum talsverð
auðævi og vel
má vera að þar
hafi menn notið
gróða langt
umfram verðleika.
Verðleikinn er
illskilgreinanleg-
ur, en skyndigróði
vegna kerfisbreyt-
ingar rennur illa
niður með verð-
leikahugtakinu.