Fréttablaðið - 20.06.2007, Blaðsíða 10
Global-tæki flytja inn margar
tegundir vinnuvéla og selja
um allt land. Baldur Þórarins-
son framkvæmdastjóri, segir
vöxt fyrirtækisins hafa verið
mikinn frá stofnun en það átti
í upphafi að vera lítil vinnu-
tækjamiðlun. Verk að vinna tók
Baldur tali.
„Ég byrjaði í þessum rekstri árið
2004 og ætlaði aðallega að vera í
tækjamiðlun, en þetta stækkaði
hratt og fljótlega var maður kom-
inn með fullt af starfsfólki og
umboð fyrir erlenda framleið-
endur,“ segir Baldur Þórarinsson
framkvæmdastjóri Global-tækja
í Mosfellsbæ.
„Við erum fyrst og fremst að
flytja inn Kato og Airman gröfur.
Þetta eru bæði japanskar gröfur
og gömul og þekkt merki. Þá
flytjum við inn Dieci-steypu-
bíla og lyftara. Við vorum ný-
lega að selja Orkuveitu Reykja-
víkur stóran Dieci lyftara og
erum núna að flytja inn lyftara
sem kemst í 25 metra hæð. Það er
Þ.G.-verk í Reykjavík sem hefur
keypt hann.“
Baldur segir að Global-tæki
fari reglulega um landið og að
þeir séu að selja vélar um allt
land.
„Við erum stórir í malarvögnum
og vélavögnum. Við höfum verið
að selja vagna af gerðinni Krux
og Choice. Þetta eru léttir og góðir
malarvagnar sem koma frá Amer-
íku en eru sérsmíðaðir fyrir okkur
og tekið tillit til Íslensks veður-
fars og aðstæðna. Við flytjum
þá inn með yfirbreiðum. Það er
skylda að vera með yfirbreiður
en því hefur ekki verið framfylgt
nógu vel. Það er staðreynd að það
fýkur af malarvögnum og mér er
það annt um bílinn minn að ég vil
síður mæta vögnum á þjóðvegin-
um sem ekki er breytt yfir.“
hnefill@frettabladid.is
Vélfang afhenti Túnfangi
um helgina fyrsta CLAAS
Jaguar múgsaxarann. Þessi
vél er fyrsti sjálfkeyrandi
múgsaxarinn sem komið
hefur til landsins í mörg ár
en slíkar vélar voru notaðar
í graskögglaverksmiðjum
áður fyrr. Túnfag sérhæfir sig
í sláttum og hirðingu fyrir
bændur.
„Við förum milli bæja hér á Suð-
urlandi erum komnir með hátt í
þúsund hektara sem við sjáum
um að hirða af og stóran hluta
af því sjáum við um að slá líka,”
segir Davíð Ingvason hjá Tún-
fangi en það fyrirtæki tekur að
sér slátta og sér um að hirða af
túnum fyrir bændur sem þess
óska.
„Ég byrjaði fyrir ári síðan
með vagn sem saxaði heyið og
blés inn í sig en þá var mark-
aðurinn ekki meiri, en með
auknum áhuga á þessari hey-
skaparaðferð endaði það svo að
við frændurnir fórum í þetta
og keyptum sjálfkeyrandi sax-
ara.“
Túnfag er nýtt fyrirtæki í
eigu frændanna Davíðs Ingva-
sonar og Sigurðar Ágústssonar.
Fyrirtækið tekur að sér að sjá
um heyskap fyrir bændur, allt
frá slætti og þar til heyið er
komið í stæður.
Davíð segir verktöku í slátt-
um vera að aukast hér á landi.
„Þetta er aðferð sem er algeng
víða erlendis. Verktaka hefur
aðallega legið í slætti og rúllun
hingað til en þetta er fyrsta
sjálfkeyrandi vélin sem hefur
verið flutt inn í lengri tíma.“
Múgsaxarinn sem Vélfang
flutti inn fyrir þá félaga er af
gerðinni CLAAS Jaguar 850
Speedstar með fjórhjóladrifi
og knúin áfram af 412 hestafla
mótor. CLAAS-fyrirtækið er
með meira en 50% markaðshlut-
deild á heimsvísu á sjálfkeyr-
andi múgsöxurum. Vélin sem
Túnfang hefur fengið afhenta
er meðal annars með sjálfvirk-
um brýningarútbúnaði, stein
og stálvörn í tromlu, sjálfvirku
smurkerfi og laser-útbúnaði
sem les staðsetningu múgans
og stýrir vélinni eftir honum.
„Þessi gerð af Múgsaxara á
að geta afskastað 180 tonnum
af heyi á klukkutíma sem eru
eitthvað um 18 hektara, en það
verður aldrei á Íslandi, en segir
mikið um hversu öflug vélin er.
Við prófuðum vélina í fyrsta
skipti í fyrradag og það gekk af-
skaplega vel svo sumarið leggst
vel í okkur.“ hnefill@frettabladid.is
20. JÚNÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR2 fréttablaðið verk að vinna
Fyrirtækið hefur
VAXIÐ HRATT
Múgsaxarinn kominn aftur
Múgsaxarinn getur afkastað 180 tonnum af heyi á klukkustund en það er sem
nemur 18 hekturum.
Vélfang afhenti frændunum Davíð og
Sigurði Múgsaxarann um helgina og
að þeirra sögn reynist vélin mjög vel.
Kato er eitt þeirra merkja sem Global-tæki selja en það eru japanskar gröfur og
gamalt merki í þessu fagi. Baldur segir að vélarnar hafi reynst mjög vel við íslenskar
aðstæður.
Baldur Þórarinsson og Jóhann Rúnar Ívarsson eiga og reka fyrirtækið Global-tæki. Fyrirtækið flytur á næstunni í nýtt og stærra
húsnæði vegna aukinna umsvifa í vélasölu. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR