Fréttablaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 2
 „Ferðaskrifstofurnar segja okkur bara það sem við vilj- um heyra. Síðan þegar við mætum á staðinn er raunin önnur. Allar ferðaskrifstofurnar koma jafn illa fram við okkur,“ segir Vilmundur Sveinsson, fyrrverandi forseti Nemendafélags Verzlunarskóla Íslands. Tvö hundruð og fjörutíu manna útskriftarhópur frá skólanum fór á vegum Heimsferða til Fuerte- ventura á Kanaríeyjum í tveggja vikna ferð í lok maí. „Þetta er ekki besti staðurinn fyrir útskriftar- hóp vegna þess að þarna er mikið af fjölskyldufólki og ellilífeyris- þegum og ekkert að gera fyrir ungt fólk fyrir utan litla verslun- armiðstöð sem hægt var að fara í,“ segir Vilmundur. Hann bætir við að þeim hafi verið lofað að skemmtistaðir yrðu opnir fram eftir nóttu. Það reyndist ekki rétt og þegar þeir lokuðu klukkan tvö var farið á hótelið. „Okkur var sagt að við yrðum ein á hótelinu en það var heldur ekki satt. Gestir hótelsins, sem var breskt fjöl- skyldufólk, kvartaði undan látun- um í okkur,“ segir Vilmundur. Jónína Guðný Bogadóttir útskriftarnemi segir þau hafa verið send út á fölskum forsend- um. „Okkur var lofað fjörugu næt- urlífi sem reyndist ekki vera. Seinni vikuna var torgið sem við héldum til á vaktað af herlög- reglu,“ segir Jónína Guðný. Hún segir neyðarfund hafa verið hald- inn á hótelinu eftir að skemmdar- verk voru unnin á sólbekkjum og tæmt hafði verið úr sex slökkvi- tækjum. „Á fundinn mættu fimmt- án herlögreglumenn með alvæpni og mér fannst okkur ógnað,“ segir Jónína Guðný. Bjarni Hrafn Ingólfsson, mark- aðsstjóri Heimsferða, segir að reynt sé í lengstu lög að hafa útskriftarhópa eina á hótelum enda sé skemmtanamunstur útskriftar- hópa og fjölskyldufólks mjög ólíkt. Hann segist þekkja Fuerteventura vel og þarna sé hægt að gera flest það sem er í boði í öðrum sólar- löndum. „Útskriftarhópar hafa farið áður á þennan sama stað án þess að kvarta enda eru hópar allt- af ólíkir.“ Bjarni Hrafn segir ferðanefnd á vegum skólans hafa farið til Fuert- eventura og tekið út aðstæður og þeim hafi litist vel á staðinn. „Ég fullyrði að við hjá Heimsferðum gerðum allt sem við gátum til að ferðin heppnaðist sem best,“ segir Bjarni Hrafn. Okkur var lofað fjörugu næturlífi sem reyndist ekki vera. Seinni vikuna var torg- ið sem við héldum til á vaktað af herlögreglu Herlögregla vaktaði drukkna Verslinga Verslunarskólanemar voru vaktaðir af herlögreglu á Kanaríeyjum eftir óspekt- ir, næturbrölt og skemmdarverk. Ferðanefnd skólans skoðaði staðinn í vetur en nemarnir voru þrátt fyrir það ósáttir við aðstæður. Áttu að fá hótel út af fyrir sig. Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður sjávarútvegs- og land- búnaðarnefndar Alþingis, telur ekki tilefni til að endurskoða fisk- veiðistjórnunarkerfið, hvorki í heild né einstaka þætti þess. „Ég hef ekki fundið nein rök fyrir því enn þá satt að segja. Þótt kerfið hafi marga galla held ég að þetta sé skásta stýring sem við höfum komist í tæri við,“ segir Arnbjörg. Fulltrúar Hafrannsóknastofn- unarinnar kynntu nefndarmönn- um forsendur veiðiráðgjafar sinn- ar í gær. Arnbjörg vill ekki skera úr um hve mikið eigi að veiða á næsta fiskveiðiári en Hafró ráðleggur 130 þúsund þorskígildistonn. „Fræðimenn færa töluvert sann- færandi rök fyrir sínum tillögum og við verðum allavega að taka töluvert tillit til þeirra,“ segir Arn- björg. Spurð hvort óþarft sé að ganga jafn langt í niðurskurði aflaheimilda og Hafró leggur til, svarar Arnbjörg: „Ég er ekki búin að taka afstöðu til þess en ég held að við verðum nú eitthvað að nálg- ast þá.“ Arnbjörg segir að þótt þjóðfé- lagið sé almennt ágætlega í stakk búið til að takast á við niðurskurð aflaheimilda sé ljóst að áhrif þess geti verið afar slæm á einstaka byggðir. Finna þurfi leiðir til að mæta þeim áhrifum. Hún efast þó um að aukinn byggðakvóti leysi vandann. Óþarfi að endurskoða kerfið Ökumaður vélhjóls liggur alvarlega slasaður á gjörgæslu- deild Landspítala eftir slys á Höfðavegi í Vestmannaeyjum laust fyrir miðnætti á þriðjudag. Maðurinn, sem var aftastur í hópi vélhjólamanna, missti stjórn á hjólinu og lenti á vegriði. Vegfarandi gerði lögreglu viðvart og eftir athugun í Vestmannaeyjum var hann fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Hámarkshraði á þessum vegkafla er 50 km/klst, en ekki er vitað hvort maðurinn keyrði of hratt. Ökumaður slas- aðist alvarlega Guðbjartur, er verið að leggja bleikan stein í götu ykkar? Elliðaárnar opnuðu í gærmorgun. Hefð er fyrir því að borgarstjórinn í Reykjavík renni fyrstur fyrir lax í ánni og var Vilhjálmur Vilhjálmsson mættur snemma um morguninn. Hann þurfti að bíða fram að hádegi til að geta landað fyrsta laxinum. Það var þó fyrsti laxinn sem veiddur var. Var það fjögurra punda hrygna og var hún veidd á maðk. Áður höfðu veiðst nokkrir urriðar. Borgarstjórinn veiddi fyrsta lax sumarsins Aðalmeðferð fór fram í Danmörku á þriðjudag yfir Jonatan Falk, 26 ára Dana, sem hrinti heimilislausum Íslendingi, Haraldi Sigurðssyni, fyrir lest í Kaupmannahöfn í ágúst í fyrra. Falk er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Ekstra Bladet segir frá því að Falk játi að hafa hrint Haraldi, en neiti að hafa ætlað að ráða honum bana. Falk flúði af vettvangi og upp í leigubíl sem í voru farþegar. Hann bauð þeim hass í skiptum fyrir farið. Þá tjáði hann sig á ensku um atburðinn og sagði að hann vonaðist til að Haraldur dæi. Lest ók yfir Harald og þótti með ólíkindum að hann skyldi lifa atvikið af. Sagðist vona að Haraldur dæi Hætta er á því að börn fái bakverki ef þau beita ekki líkamanum rétt þegar þau hoppa á trampólíni. Einnig er mjög algengt að börn slasist ef fleiri en einn eru að hoppa í einu. „Ef tveir hoppa í einu gerist það gjarnan að annar missir kraftinnog hinn fer tvöfalt hærra með þeim afleiðing- um að hann missir stjórnina í loftinu. Þannig lenda krakkar stundum fyrir utan trampólínið og beinbrotna,“ segir Ása Inga Þorsteinsdóttir, þjálfari hjá Gerplu. Hún telur mikilvægt að leiðbeina börnunum og heldur nú námskeið um öryggi á trampólíni. Slysalaust hopp Guðjón Ingi Eiríksson lenti í vopnuðu ráni á hóteli í Kaup- mannahöfn í fyrradag. Maður með leikfangabyssu að vopni ruddist inn í anddyri Hótel Ansgard, sem Guð- jón gisti á, og heimtaði pen- inga af hótel- starfsmanni. „Ég var þarna eitthvað að skoða bæklinga þegar grímuklæddur maður hjólaði upp að húsinu, stökk inn, beindi byssu að höfði starfsmannsins og bað um peninga. Síðan beindi hann byssunni að mínu höfði og skipaði mér að leggjast á gólfið, sem ég gerði,“ segir Guðjón. „Hótelstarfsmaðurinn náði svo að afvopna manninn og hringja á lögregluna. Maður áttaði sig eigin- lega ekkert á því hvað var að ger- ast, ég hafði engan tíma til að hugsa þegar hann beindi byssunni að mér.“ Hann segir lögregluna hafa marg- boðið sér áfallahjálp eftir að hann hafi gefið skýrslu, en síðan neitað að skutla honum heim á eftir. „Mér fannst það alveg hreint merkilegt að þeir hafi látið mig labba heim af lögreglustöðinni rétt eftir að hafa lent í vopnuðu ráni. Annars er ég nú alveg nokkuð hress eftir allt þetta.“ Hótel Ansgard stendur við Col- bjørnsensgade, rétt hjá Ráðhús- torginu. Löggan lét mig labba heim Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hóf í gær tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs. Hún hitti Harald Noregskonung, átti hádegisverðarfund með varnar- málaráðherra Noregs, Anne- Grete Strøm-Erichsen, og ræddi við Jonas Gahr Støre utanríkis- ráðherra um samskipti landanna. Í fréttum Stöðvar 2 í gær sagði Ingibjörg mikilvægt að þjóðirnar tvær hafi áhrif á stefnumótun sem fram fer innan Evrópusam- bandsins. Á fundi hennar með Støre hafi verið rætt hvernig hægt sé að kynna þá stefnumótun betur í þjóðþingunum. Vilja hafa áhrif á stefnumótun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.