Fréttablaðið - 21.06.2007, Síða 81
Tveir efnilegustu mark-
verðir landsins, Pálmar Péturs-
son úr Val og Björgvin Páll Gúst-
avsson úr Fram, fara á sunnu-
daginn til Svíþjóðar þar sem þeir
verða á vikulöngu markvarðanám-
skeiði hjá sænsku markvarðagoð-
sögnunum Tommy Svensson og
Claes Hellgren.
Um er að ræða eftirsótt nám-
skeið sem aðeins tólf markverð-
ir fá að taka þátt í hverju sinni og
komast færri að en vilja. Þetta er
í fyrsta skipti sem HSÍ kemst með
markverði inn á þetta námskeið
en sambandið naut aðstoðar Andr-
ésar Kristjánssonar, handbolta-
þjálfara hjá GUIF.
„Ég er mjög spenntur fyrir
þessu námskeiði og maður lærir
væntanlega eitthvað af þessum
snillingum. Þetta er líka frábært
framtak hjá HSÍ og einstakt tæki-
færi,“ sagði Pálmar við Fréttablað-
ið í gær en það var ekki ljóst að
þeir félagar kæmust á námskeið-
ið fyrr en á þriðjudag. Fyrir vikið
hafa strákarnir þurft að breyta
sumarfríum og öðru á skömmum
tíma en það hafðist að lokum.
„Það er gott að vita að HSÍ viti
af manni og valið gefur til kynna
að maður eigi möguleika á að kom-
ast í landsliðið eins og ég hef stefnt
að. Ég verð samt ekki ánægð-
ur fyrr en ég verð valinn,“ sagði
Pálmar en þess má geta að Pálm-
ar og Björgvin voru markvarða-
teymi landsliðsins sem varð Evr-
ópumeistari U-18 árið 2003.
Á námskeiði hjá
Tommy Svensson
Diego Forlan gæti verið
á leiðinni aftur til Englands. Hans
er ekki minnst fyrir markaskor-
un sína hjá Manchester Unit-
ed en hann fór þaðan til Villareal
á Spáni þar sem hann sló í gegn.
Aston Villa íhugar nú að bjóða í
kappann sem einnig hefur verið
orðaður við Sunderland og Liver-
pool.
Forlan sagði nýverið að hann
hefði úr nokkrum tilboðum að
velja. Framherjinn, sem skoraði
tólf mörk í 63 leikjum fyrir Un-
ited, er metinn á um 15 milljónir
punda.
Að snúa aftur
til Englands?
Fernando Torres mun að
öllum líkindum fara frá Atletico
Madrid í sumar þar sem félagið
komst ekki einu sinni í UEFA-bik-
arkeppnina. Fyrirliðinn er kom-
inn efst á óskalista Liverpool sem
leitar logandi ljósi að framherja.
Torres er 23 ára og er talinn kosta
á bilinu 24 og 27 milljónir punda.
Torres hefur áður verið orðað-
ur við Liverpool en fleiri félög,
þeirra á meðal Real Madrid, Ars-
enal og Chelsea, hafa verið orðuð
við hann. Nýverið sást á fyrir-
liðabandi hans áletrunin „You´ll
never walk alone“, heitið á hinum
nafntogaða stuðningsmannasöng
Liverpool.
Efstur á óska-
lista Liverpool
Aziz Yildirim, stjórnar-
formaður Fenerbache, segir að
félagið sé mjög nálægt því að
semja við brasilíska framherj-
ann Ronaldo sem leikur með AC
Milan.
„Ronaldo myndi passa vel inn í
okkar lið. Það er ekkert leyndar-
mál að við erum mjög nálægt því
að semja við hann,“ sagði Yildi-
rim.
Fenerbache hefur unnið tyrk-
nesku deildina í þrjú skipti á síð-
ustu fjórum árum. „Það er ekki
lengur nóg fyrir okkur. Við vilj-
um láta til okkar taka í Meistara-
deild Evrópu og til þess þurfum
við stórstjörnur.“
Fenerbache hafði einnig mikinn
áhuga á Eiði Smára Guðjohnsen,
leikmanni Barcelona.
Ronaldo til
Fenerbache?
N1 VERSLUN BÍLDSHÖFÐA · SÍMI 440 1200
REYKJAVÍK · AKUREYRI · HAFNARFIRÐI · KEFLAVÍK · SELFOSSI · HORNAFIRÐI · EGILSSTÖÐUM
VIRKA DAGA KL. 8–18
LAUGARDAGA KL. 10–14
OPIÐ BÍLDSHÖFÐA
Ti
lb
o
ð
ið
g
ild
ir
ti
l 1
. j
úl
í e
ð
a
á
m
eð
an
b
irg
ð
ir
e
nd
as
t.
20% AFSLÁTTUR
AF FERÐABOXUM
22.300,-
TILBOÐ
R BX, 310 lítrar
820 691231
27.900,-
39.900,-
TILBOÐ
Triton, 380 lítrar
820 731816
49.900,-
43.100,-
TILBOÐ
Triton, 430 lítrar
820 731846
53.900,-
... og allur ferðabúnaður kemst á toppinn