Fréttablaðið - 21.06.2007, Síða 72

Fréttablaðið - 21.06.2007, Síða 72
Höllin var hæfilega full þetta ágæta þriðjudagskvöld en fyrst á svið steig norska söngkonan Kate Havnevik. Strax áttaði maður sig á því að hér var komin enn ein Björk „einhvers lands“ og hljóm- uðu lög Havnevik stundum eins og Júróvisjónútgáfur af göml- um Bjarkarlögum. Havnevik var ófrumleg með öllu en hafði þó sinn sjarma. Fékk nokkur prik fyrir að óska íslenskum konum til ham- ingju með daginn og talaði smá ís- lensku. Hún tileinkaði einnig eitt lagið Maríu Huld Markan úr Ami- inu og minntist á Valgeir Sigurðs- son, upptökustjóra úr Gróðurhús- inu. Ekki þurfti að bíða lengi eftir Air-mönnum sem mættu með þremur aðstoðarmönnum. Tón- leikarnir byrjuðu nokkuð rólega en risu hátt eftir því sem á leið. Múgurinn var með rólegasta móti en fagnaði helst þegar lög af Moon Safari tóku að hljóma. Reyndar virtust áhorfendur vart vera á lífi fyrr en í uppklappslögunum sem var miður. Air-liðarnir Nicolas Godin og Jean-Benoît Dunckel sýndu samt af sér ótrúlegan þokka allt kvöldið. Godin var ofursvalur og lék á bæði bassa og gítar af gríðarlegri fimi á meðan Dunkel lék sér með hljóð- gervla og raulaði síðan með á sinn kvenlega hátt. Inn á milli laga fékk kynþokkafulli hreimurinn nokkr- um sinnum að njóta sín og í hvert skipti heyrði ég í stúlkum á næstu bekkjum andvarpa blítt. Skil þær fullkomnlega. Hinir þrír í bandinu áttu líka fína spretti og var tromm- arinn sérstaklega kraftmikill. Lögin sem hljómuðu spönnuðu allan feril Air en þó var furðu lítið spilað af nýjustu plötunni, hinni vanmetnu Pocket Symphony, og voru lög af Moon Safari og Talk- ie Walkie þeim mun meira áber- andi. Ekkert svo sem út á slíkt að setja. Reyndar liðu Air svolít- ið fyrir þá staðreynd að Skjáreinn hefur notað mörg lög sveitarinn- ar í auglýsingastef sín. Sem betur fer fönguðu Air sjálfir þó athygl- ina betur en svo að einhver áhorf- endana hafi byrjað að hlakka til að King of Queens hæfist. Flutningur Air-manna tók ekki langan tíma, einungis um þrjá stundarfjórðunga auk tveggja uppklappa og með tilliti til þeirra var dagskráin hæfilega löng. Lok tónleikanna mettuðu áhorfendur vel og var með því betra sem sést hefur á sviði hér á landi á árinu. Verst að allir tónleikarnir voru ekki í sama dúr. Betra en á Skjá einum Hljómsveitin Motion Boys hitar upp fyrir bandarísku sveitina The Rapture á Nasa 26. júní. Mot- ion Boys hafa vakið töluverða at- hygli að undanförnu fyrir lagið Hold Me Closer to Your Heart. Hitt lagið sem sveitin hefur gefið út, Waiting to Happen, fékk einn- ig góðar viðtökur í vetur. Motion Boys er samstarfsverk- efni Árna Rúnarssonar og Birgis Ísleifs Gunnarssonar. Á tónleik- um eru þeim til halds og trausts þeir Viddi og Gísli galdur úr Tra- bant, Bjössi úr Mínus og Tobbi úr Jeff Who? Motion Boys hita upp Samkeppni um Stuðboltann verð- ur haldin á Rás 2 á hverjum föstu- degi fram að verslunarmanna- helgi. Stuðboltinn þarf að koma fólki í gott stuð með söng, hljóð- færaleik, góðu gríni og skemmti- legri nærveru. Þátttakendur geta skráð sig með því að hringja í síma 595-6655, þar sem þeir kynna sig og syngja brot úr lagi. Eftir það verður skráning- in aðgengileg á heimaíðunni www. stuðboltinn.is. Þeir sem komast áfram keppa í úrslitum skömmu fyrir verslunar- mannahelgi. Í verðlaun eru tveir miðar á Þjóðhátíð í Vestmannaeyj- um og gítar að verðmæti 139.900 krónur, auk fleiri vinninga. Stuðboltinn í allt sumar Óskarsverðlaunaleikkonan Julia Roberts hefur eignast sitt þriðja barn með eiginmanni sínum Danny Moder. Drengur- inn Henry hefur nú bæst við fjöl- skylduna en þau eiga fyrir tví- burana Hazel og Phinnaeus. Roberts hefur tekið sér frí frá leiklistinni und- anfarin ár til að sinna fjölskyld- unni. Síðast sást hún í Ocean´s 12 ásamt George Clooney og Brad Pitt. Síðar á þessu ári leikur hún í Charlie Wilsons´s War á móti Tom Hanks. Gerist myndin á stríðstím- um í Afganistan. Roberts hefur jafnframt samþykkt að leika í nýrri mynd um bresku náttúrulífskonuna Joan Root sem var skotin til bana í Kenýa á síðasta ári. Þriðja barn Roberts Sniglabandið er statt í Danmörku við upptökur á nýrri plötu sem hefur fengið nafnið Vestur. Upp- tökurnar fara fram í hljóðveri á gömlum herrabúgarði úti í sveit á milli Árósa og Randers. „Það hafa margir Íslendingar tekið upp í þessu stúdíói. Hérna er alveg frábær vinnuaðstaða,“ segir bassaleikarinn Friðþjófur Sigurðs- son. Hann segir að það hafi stað- ið lengi til að taka upp plötu utan Reykjavíkur og á endanum varð Danmörk fyrir valinu. „Það er ekki hægt að vinna í Reykjavík. Þetta er þannig hópur að við verðum að vera saman ef við ætlum að vinna hlutina vel. Hérna er engin búð og enginn kemst eitt eða neitt. Maður getur ekki gert annað en að vinna. Við erum líka ofboðslega ánægðir með útkomuna og þetta er framar okkar björtustu vonum,“ segir Frið- þjófur. Vestur verður fyrsta platan af fjórum sem Sniglabandið ætlar að semja um áttirnar fjórar og er hún væntanleg í haust. Sveitin er jafn- framt að leggja lokahönd á DVD- mynddisk sem var tekinn upp á tónleikum í Borgarleikhúsinu í nóvember. Sniglabandið verður í beinni út- sendingu á Rás 2 á sunnudögum í sumar og verða þættirnir sendir út frá Thorvaldsenbar við Austurvöll. Fyrsti þátturinn var síðastliðinn sunnudag og gekk hann mjög vel að sögn Friðþjófs. „Það var mjög erf- itt að vera bæði með hlustendur og áhorfendur en við vildum aðeins reyna á þanþolið.“ Verða þeir félag- ar rétt komnir heim í tæka tíð fyrir upptökur á næsta þætti. Upptökur á herrabúgarði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.