Fréttablaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 65
Þriðja kvöldganga sumarsins sem kennd er við Kvosina, fer fram á sólstöðum og er í umsjá Listasafns Reykjavíkur. Í göngunni mun Guja Dögg Hauksdóttir, arkitekt og deildarstjóri byggingarlistardeild- ar Listasafns Reykjavíkur, sýna elstu og yngstu hús miðbæjarins. Í för sinni leitast hún við að lesa í form, efni og frágang húsanna sem og tengingu þeirra við staðinn. Þegar líður á gönguna er lagt til að gestir skyggnist eftir góðum stað fyrir daggarbað Jónsmessu- næturinnar. Meginhluti bygginga borgarinn- ar er reistur eftir aldamótin 1900 og hafa því flestar byggingarnar sprottið úr hugmyndafræði mód- ernismans sem snýst um hreina fagurfræði óháða sögulegri teng- ingu við eldri byggingar hvað varðar form, efni eða staðbundinn menningararf. Undir aldamótin 2000 hyllti hins vegar undir þörfina fyrir að hnýta aftur saman sjálfs- ímynd og sérkenni hvers staðar og byggingarlistin tók í auknum mæli mið af landslagi sínu, bæði hvað varðar náttúrulegt umhverfi og eldri hús sem fyrir voru með sögu og sál í farteskinu. Gangan hefst kl. 20 og tekur um klukkustund. Lagt er af stað úr Grófinni, milli Tryggvagötu 15 og 17 og er þátttaka ókeypis. Sumarsólstöðuganga Kómedíuleikhúsið stendur fyrir leiklistarhátíðinni Act Alone á Ísa- firði í næstu viku en hátíðin verð- ur nú haldin í fjórða sinn. Hátíð- in Act Alone er helguð einleikjum og er eina árlega leiklistarhátíðin á Íslandi. Dagskráin er þegar orðin smekkfull því boðið verður uppá hvorki fleiri né færri en átján ein- leiki auk leiklistarnámskeiða og fleira skemmtilega einleikið dag- ana 27. júní til 1. júlí næstkomandi. Á fyrstu einleikjahátíðinni 2004 var boðið uppá þrjá íslenska ein- leiki auk fyrirlesturs um einleiks- formið. Hátíðin hefur vaxið og dafnað æ síðan og eru nú yfir tut- tugu viðburðir skipulagðir í tengsl- um við hátíðina. Hátíðin verður sett í Alþýðuhús- inu á Ísafirði næstkomandi mið- vikudag með sýningu heimilda- myndarinnar „Leikur einn“ sem gerð var um hátíðina í fyrra. Um kvöldið verða sýndir tveir stutt- ir einleikir eftir Benóný Ægisson í Hömrum á vegum Litla Leikklúbbs- ins. Leikstjóri þeirra sýninga er Elfar Logi Hannesson, hvatamað- ur hátíðarinnar og innsti koppur í búri Kómedíuleikhússins sem sinnt hefur einleikjaforminu betur en flestir. Síðan taka við fjölbreyttir við- burðir, til dæmis námskeið um brúðuleikhús og einleiki auk mál- þings um hið síðarnefnda. Meðal gesta á hátíðinni er danski leikhús- listamaðurinn Ole Brekke sem mun skemmta gestum í líki trúðsins Ot- omoto líkt og í fyrra. Síðan er von á gestasýningu frá Eistlandi. Stoppleikhópurinn, Sögusvuntan, Möguleikhúsið og fyrrgreint Kóm- edíuleikhús eru síðan meðal þeirra fjölmörgu leikhópa er munu sýna á verk á hátíðinni. Undir lok hátíðarinnar mun Guð- rún Ásmundsdóttir flytja ásamt fríðu föruneyti óvenjulegt verk sem heitir „Ég lít í anda liðna tíð“ en þar segir hún frá leikferð á Ísa- fjörð með hið fjölsýnda gaman- verk Ævintýri á gönguför. Með í för voru Ísfirðingarnir Brynjólfur Jó- hannesson og Áróra Halldórsdótt- ir sem sögðu henni frá leikhúsinu á Ísafirði og þar kynntist hún einnig leikkonunni Sigrúnu Magnúsdótt- ur. Inn í sögu þeirra verður flétt- uð saga Sigvalda Kaldalóns, þegar hann lifði og starfaði sem læknir að Ármúla við Ísafjarðardjúp. Karl Oluf Bang fóstursonur Sigvalda kemur einnig við sögu í leiknum. Þarna verður á ferð einstakt sögu- leikhús með söngvum sem enginn ætti að missa af. Þá verður einnig opnuð myndlist- arsýning í félagsheimilinu Haukdal í Dýrafirði á verkum eftir listahjón- in Gunnar Guðmundsson og Guð- mundu Jónu Jónsdóttur frá Hofi í Dýrafirði. Bæði fóru sínar eigin leiðir í listinni og eru því í hópi svo- nefndra einfara í hinum íslenska myndlistarheimi. Stjórn Act Alone 2007 skipa Brynja Benediktsdóttir, Elfar Logi Hannesson, Jón Viðar Jónsson og Marsibil G. Kristjánsdóttir en allar nánari upplýsingar er hægt að nálg- ast á heimasíðunni www.actalone. net. Einleikið vestra Rúm 196x178 cm Sæti SætiFæranlegt matborð Eldhús Bekkur með útdrægu rúmi Rúm 196x122 cm Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.