Fréttablaðið - 21.06.2007, Side 75

Fréttablaðið - 21.06.2007, Side 75
Bandaríska rokksveitin Mötley Crue hefur höfðað mál gegn Carl Stubner, einum af umboðsmönn- um sínum, fyrir að fá trommarann Tommy Lee til að taka þátt í tveim- ur „misheppnuðum“ raunveru- leikaþáttum. Fyrir vikið þurfti hljómsveitin að fresta fjörutíu tónleikum og varð þannig af mikl- um peningum. Krefst hljómsveit- in um 1,8 milljarða króna í skaða- bætur. Sjónvarpsþættirnir sem um ræðir eru Rockstar: Supernova, sem Magni Ásgeirsson tók þátt í á eftirminnilegan hátt, og Tommy Lee Goes to College. Stubner er einn af þremur umboðsmönnum Mötley Crue auk þess sem hann starfar sem umboðsmaður Lee. Samkvæmt málshöfðuninni voru hinir „misheppnuðu“ sjónvarps- þættir hluti af leynimakki um að kynna verk Lee á kostnað hljóm- sveitarinnar. Stubner hafi fengið hærri umboðslaun fyrir sólófer- il Lee og því lagði hann áherslu á hann í stað hljómsveitarinnar. Mötley höfðar mál Hljómsveitirnar Metallica, Kasa- bian og Pussycat Dolls hafa bæst í hóp þeirra sem koma fram á Live Earth-tónleikum í London í sumar. Á meðal fleiri þekktra nafna sem troða upp má nefna Madonnu, Beastie Boys, Damien Rice, Foo Fighters og Red Hot Chili Peppers. „Ég elska syni mína og ég vil að þeir erfi jörðina án nokkurra vand- kvæða,“ sagði Lars Ulrich, tromm- ari Metallica. „Ég vil að breyt- ingar verði gerðar svo heimurinn verði öruggur fyrir syni mína.“ Alls verða Live Earth-tónleikar haldnir í níu borgum hinn 7. júlí til að vekja athygli á umhverfismál- um. Metallica á Live Earth Við þökkum öllum þeim sem fögnuðu með okkur opnun álversins þann 9. júní. Við erum afar ánægð með hversu vel tókst til og staðráðin í að gera okkar besta svo álverið megi verða lyftistöng fyrir fjölbreytt atvinnu- og mannlíf á Austurlandi um ókomna tíð. KRINGLAN I SMÁRALIND I DEBENHAMS www.oasis-stores.com

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.