Fréttablaðið - 21.06.2007, Síða 12

Fréttablaðið - 21.06.2007, Síða 12
Níu umsækjendur eru um embætti sóknarprests í Tjarnaprestakalli í Kjalarnespróf- astsdæmi sem auglýst var laust til umsóknar nýlega. Umsækjendurnir eru Aðalsteinn Þorvaldsson cand. theol., séra Bára Friðriksdóttir, Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir cand. theol., séra Carlos A. Ferrer, séra Elínborg Gísladóttir, séra Hans Markús Hafsteinsson, séra Sigfús Baldvin Ingvason, séra Skírnir Garðarsson og séra Þórhildur Ólafs. Embættið veitist frá 1. septemb- er 2007. Dóms- og kirkjumálaráð- herra skipar í embættið til fimm ára að fenginni niðurstöðu valnefndar. Valnefnd skipa níu fulltrúar úr prestakallinu, auk prófasts Kjalarnesprófastsdæmis og vígslubiskups Skálholtsbisk- upsdæmis. Níu sækja um Tjarnaprestakall „Það hefur ekki verið rætt við mig eitt einasta orð um þetta,“ segir Árni Valdimarsson, sem býr í Sigtúnum á Selfossi. „Ég sá það í sjónvarpinu eftir bæjarstjóranum að ég fengi mikinn byggingarrétt á lóðinni minni sem hlýtur að þýða að það eigi að rífa húsið. Einnig á að leggja veg í gegnum garðinn en ég kæri mig ekkert um það. En ég er sallarólegur. Svo vel þekki ég til laga að almannaheill verður að vera í húfi ef það á að taka lóðir eignarnámi,“ segir Árni. Honum hugnast ekki framkvæmdirnar og ætlar að „taka upp vopnin“ haldi bæjarstjórn fyrirætlununum til streitu. Skipulags- og byggingarnefnd Árborgar hefur nú til umfjöllunar nýtt deiliskipulag fyrir miðbæ Selfoss. Að því loknu verður íbúum veitt tækifæri til að gera athugasemdir við það. Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður Miðbæjarfé- lagsins á Selfossi, óttast að athugasemdir íbúa verði lítils virði því samningur sem bærinn gerði við byggingarfélagið Miðjuna sé bindandi og því erfitt að taka tillit til þeirra. „Til að uppfylla samninginn þarf bærinn að láta mjög mikið af sínu eigin byggingarlandi til þeirra. Þarna á að rísa ellefu hæða turn og milli 250 til 300 íbúða blokkarhverfi á mjög litlu svæði,“ segir hún og bætir við að það sé „enginn hér á Selfossi að biðja um þessi hús, allavega ekki svona mikið byggingarmagn, nema verktakinn og bæjaryfirvöld.“ Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna, sem eru í minnihluta bæjarstjórnar, tekur í sama streng og segir margt athugavert við samninginn. „Það er algengt í aðalskipulagi að binda hámarks- nýtingarhlutfall, en að sveitarfélagið sjálft bindi hendur sínar með lágmarksnýtingarhlutfalli er mjög óvenjulegt. Þar með er búið að binda hendur þeirra sem hanna deiliskipulagið,“ segir hann. Til að íbúar geti haft áhrif á byggingarmagnið þurfi því að rifta samningnum og endursemja eða kaupa byggingarréttinn aftur. Eyþór telur að samkvæmt „ítrustu túlkun“ gæti það kostað sveitar- félagið rúman milljarð króna. Ekki verið rætt eitt einasta orð við mig Leggja á veg í gegnum garð eins íbúa á Selfossi og byggja á lóð hans samkvæmt nýju deiliskipulagi. Bæjaryfirvöld eru sögð hafa samið af sér. Oddvitar meirihluta Árborgar hyggjast ekki mæta á boðaðan fund Miðbæjarfélagsins um skipulag miðbæjarins á Hótel Selfossi í kvöld. Þau Ragnheiður Hergeirsdóttir bæjarstjóri, Jón Hjartarson, forseti bæjarstjórnar, og Þorvaldur Guðmundsson, formaður bæjar- ráðs, segja að samráð hafi ekki verið haft við þau um fundinn né fundartíma. Þau hafa verið kynnt sem frummælendur á fundinum í auglýsingu Miðbæjarsamtakanna. Einnig segja oddvitarnir það „óeðlilegt og ófaglegt“ að hönnuðir deiliskipulagstillögunnar hafi ekki verið fengnir til fundarins. Oddvitarnir lýsa þó yfir vilja sínum til að funda um málefni miðbæjarins, fái þeir til þess betri fyrirvara. Miðbæjarfélagið á Selfossi lýsir á móti yfir undrun sinni með að oddvitarnir ætli ekki að mæta „vegna formsatriða“. Bæjarstjóra og bæjarfulltrúum hafi öllum verið boðið til fundarins síðastliðinn mánudag. Í gær hafi svo arkitektum og hönnuðum skipu- lagsins verið boðið, ásamt fyrrver- andi bæjarstjóra, Einari Njálssyni. Félagið hvetur að lokum bæjar- stjóra og aðra oddvita meirihlutans til að mæta. Fundurinn hefst klukkan átta. Mætir ekki á miðbæjarfund ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 37 74 8 06 /0 7 Deuter Aircontact 50+10 SL Dömupoki í Aircontactlínunni frá Deuter. Sérhannaður fyrir konur. Verð 21.990 kr. Deuter Futura 32 AC Futura línan, sú mest selda í Evrópu! Dagpoki ársins í Outdoor tímaritinu 2004 og 2006. Regnvörn, Aircomfort burðarkerfi, 32 lítrar. Verð 10.990 kr. Futura 22 l.: 8.990 kr. Futura 28 l.: 8.990 kr. Futura 38 l.: 12.990 kr. Millet Hiker 38 l Frábær dagpoki. Innbyggð regnvörn. Verð 12.990 kr. Hiker 28 l verð: 10.990 kr. Hiker 22 l verð: 9.990 kr. . Aircontact pokarnir frá Deuter eru með stillanlegu baki, óviðjafnanlegu loftflæði, og innbyggðum regnpoka. Frábærir í lengri ferðir. Verðlaunabakpo
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.