Fréttablaðið - 21.06.2007, Síða 88
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
2
2
3
9
Gríptu augnablikið og lifðu núna
Langar þig í 2 miða á
landsleikinn í kvöld?
Tveir miðar á landsleik Íslands og Serbíu fylgja 50 fyrstu Meistaradeildarfótboltunum
sem seldir verða í verslun Vodafone í Skútuvogi í dag. Gæðaboltar á aðeins 990,- fyrir
Og1 viðskiptavini en 1.990,- fyrir aðra. Fyrstir koma fyrstir fá!
FYRSTUR MEÐ
FRÉTTIRNAR
www.visir.is
Bullandi samviskubit fylg-ir þeirri bullandi velmegun
sem við njótum í hnattrænu sam-
hengi, nema maður passi sig að
hugsa bara ekkert um það. Lesi ég
á litlu miðana á fötunum mínum
kemur í ljós að þau eru meðal ann-
ars framleidd í Víetnam (jakki),
Kína (bolur og skór) og Indónes-
íu (gallabuxur). Þótt framleiðend-
ur vilji sýnast góðmennskan upp-
máluð hef ég séð nógu mikið af
heimildarmyndum um hnattvæð-
inguna til að vita að á bakvið fötin
mín er líklega fólk, jafnvel börn,
sem stritar við illan aðbúnað í öm-
urlegum þrælakistum. Ég þarf
sem sé ekki að leita lengra en inn
í fataskáp til að fá bullandi sam-
viskubit.
get ég fengið samvisku-
bit þegar ég skoða inn í ísskáp ef
ég borða annað en lífrænt rækt-
að, því þá er líklegt að fólk og dýr
hafi liðið kvöl og pínu við fram-
leiðslu matarins. Við spegilinn
get ég fengið samviskubit því þá
sé ég hvítan miðaldra karl, tákn-
mynd illskunnar sem ber ábyrgð
á öllu svínaríinu og heldur kven-
fólki niðri. Og í bílnum get ég
fengið bullandi samviskubit því
þá er ég að bræða Grænlandsjök-
ul og stefna framtíð mannkynsins
í tvísýnu.
betur fer er verið að finna
upp leiðir til að lækna mann af
samviskubitinu. Að kolefnisjafna
sig er það nýjasta nýtt og fyrir
fimm þúsund kall á ári er sam-
viskubitið í bílnum jafnað út með
gróðursetningu á þrjátíu og fimm
trjám. Sniðugt.
er eflaust bara byrjun-
in. Að „lífsgæðajafna sig hnatt-
rænt“ hlýtur að vera á leiðinni. Á
vandaðri heimasíðu verður reikni-
vél þar sem maður slær inn bmi-
líkamsstuðul, árstekjur og sam-
tölu þess sem maður eyddi í bruðl,
til að sjá hversu mikið maður
þarf að borga til fátæku land-
anna. Geri maður þetta er hægt
að halda áfram að lifa í vellysting-
um án samviskubits. Sé maður til
dæmis ofalinn með tíu millur á ári
og hafi spreðað í þrjár utanlands-
ferðir, húsbíl og flatskjá, kemur út
úr reiknivélinni að maður eigi að
láta taka út af kortinu fyrir þrem-
ur skóflum og einni hjólböru til að
senda til Síerra Leóne.
yrði
samt örugglega ekki eins vin-
sæl og kolefnisjöfnunin því ólíkt
„hlýnun jarðar“ kemur fátækt
þriðja heimsins okkur ekki beint
við, nema maður leggi sig fram í
góðmennskunni eða sé þess við-
kvæmari fyrir samviskubitinu.
Kannski Bono yrði eini maðurinn
sem færi á Lifsvidur punktur is.
Samviskubit