Fréttablaðið - 21.06.2007, Side 58

Fréttablaðið - 21.06.2007, Side 58
Skýrsla Ríkisendur-skoðunar um háskóla- stigið hér á landi hefur vakið töluverða athygli. Margt merkilegt kemur fram í skýrslunni, t.d. er enn og aftur staðfest að Háskóli Íslands stendur gríðarlega vel miðað við það takmarkaða fjármagn sem skólinn hefur til umráða. Í skýrslunni er einnig viða- mikill samanburður á fjórum há- skólum hérlendis og slíkur sam- anburður hefur ekki verið gerð- ur áður. Háskóli Íslands kemur áberandi best út úr þeim saman- burði og hlýtur hæstu einkunn í 9 af þeim 11 þáttum sem kannaðir voru. Þó er sett út á hátt brott- fall nemenda úr Há- skóla Íslands og við- horf nemenda í við- skiptafræði til skólans er einnig verst þar. Í kvöldfréttum Rík- issjónvarpsins, mið- vikudaginn 13. júní, sagði Sigurður Kári Kristjánsson, formað- ur menntamálanefnd- ar Alþingis, að augljóst væri að skólagjöld drægju úr brottfalli nemenda. Því þyrftu stjórnvöld að íhuga að taka upp skólagjöld við Háskóla Íslands og ennfrem- ur hvatti hann stjórnendur skól- ans til þess að íhuga möguleik- ann. Ríkisendurskoðun bend- ir vissulega á í skýrslunni að stjórnvöld og stjórnendur Há- skóla Íslands eigi að leita leiða til þess að draga úr brottfalli, en upptaka skólagjalda er ekki nefnd í því samhengi. Ríkisend- urskoðun bendir á að eðlilegt sé að brottfall sé minna í þeim skól- um sem velja nemendur úr hópi umsækjenda en Háskóli Íslands veitir öllum þeim sem sækja um aðgang. Ríkisendurskoðun bend- ir einnig á að skýringar fyrir háu brottfallshlutfalli í HÍ megi rekja til þess að á fyrstu önnum náms- ins séu gerðar ríkar kröfur til nemenda. Nemendur í viðskipta- fræði þurfi til að mynda að fá 6,5 í tilteknum kúrsum og lágmarks- einkunn í lögfræði sé 6 í öllum námskeiðum. Stúdentaráð Háskóla Íslands leggst eindregið gegn skólagjöld- um við Háskóla Íslands og hefur margsinnis lýst þeirri skoðun sinni opinberlega. Skólagjöld skerða jafnrétti til náms gríð- arlega og afleiðingarnar myndu verða þær að færri sæktu sér háskólamenntun. Nýlega óskaði Stúdentaráð eftir skýrum svör- um frá stjórnvöldum um það hvort til stæði að taka upp skóla- gjöld við Háskóla Íslands en enn hafa engin efnisleg svör borist. Ef vilji er fyrir því að draga úr brottfalli við Háskóla Íslands eru fjölmargar leiðir færar. Ríkisend- urskoðun bendir á leiðir eins og að herða inntökuskilyrði, en Stúd- entaráð Háskóla Íslands telur að slíkar takmarkanir geti skert jafn- rétti til náms og því beri að leita annarra leiða. Bæta þarf aðbún- að nemenda, og það stendur raun- ar til þar sem Háskólatorg verð- ur tekið í notkun þann 1. desem- ber. Einnig kemur til greina að breyta kennsluháttum t.d. þannig að nemendur séu í betri tengslum við kennara sína og samnemend- ur. Skólinn hefur sett sér metn- aðarfull markmið fyrir næstu ár og margar af þeim aðgerðum sem eru á næsta leiti munu vafalítið draga úr brottfalli. Í stað þess að hóta upptöku skólagjalda ættu stjórnvöld að gleðjast yfir þeim góða árangri sem Háskóli Íslands hefur náð þrátt fyrir takmörkuð fjárráð og styðja skólann áfram í uppbygg- ingu sinni. Höfundur er formaður Stúdenta- ráðs Íslands. Skólagjöld draga ekki úr brottfalli Ef landgræðslan þyrfti ekki að eyða stórum hluta af því fé sem hún fær úthlutað frá ríkinu, í endalausar girðingar þá hefði hún miklu meira fé til ráðstöfunar í sjálfa uppgræðslu landsins. Allir þessir milljarðatugir sem fara í endalaust óþolandi girðinganet um allt landið og meðfram öllum vegum er eingöngu nauðsynlegt vegna miðalda rán- yrkju búskaparhátta okkar með lausagöngu búfjár um landið. Er eitthvað vit í þessu? Með þeim skaða sem það veldur landinu að viðhalda þessum rányrkju- miðaldabúskap. Ráðleysi ráðamanna og eiginhagsmunir bænda- stéttarinnar viðhalda þessu gamla úrelta kerfi, sem gengur stöðugt á landgæðin og kostar okkur offjár. Útgjöld ríkissjóðs til landbúnaðarins er svo ótrúleg að ég hef stundum líkt því við kostnað annarra þjóða við herinn. Að girða af sauðfjárjarðirnar er eina vitið, og e.t.v. sumarbeitahólf á þar til völdum svæð- um sem fjáreigendur bæru síðan ábyrgð á að væru ekki ofnýtt til skaða því það væri þeirra hagsmuna- mál. Þá þyrfti engar aðrar girðingar,hvorki með- fram öllum vegum, sem er alger plága fyrir alla sem keyra um landið og geta á endanum hvergi stoppað nema við sjoppur eða bensínstaði. Þessar fangabúðagirðingar borgum við skattborg- ararnir eingöngu vegna sauðfés bænda sem rásar stjórnlaust um landið. Sama er að segja um alla þá sem eru að vinna að uppgræðslu eða skógrækt þeir verða að víggirða svæðið fyrst. Er eitthvað vit í þessu,hvað finnst þér lesandi góður? Bara girðinga- kostnaður á ári kostar okkur 150 til 200 miljónir á ári (meðaltal síðustu 4 ára). Þessum peningum væri betur varið í það að girða af sauðfé í stað þess að girða okkur fólkið í landinu frá landinu og gera það lítt fýsilegt til ferðalaga. Höfundur er leikkona og fyrrverandi formaður Lífs og lands. Gaddavírsvæðingin Yfirgangur yfirvaldsins Það er með ólíkindum hversu langt kjörn- ir (og „næstum“ því kjörnir) fulltrúar borg- arinnar ganga í áróð- ursherferð sinni gagn- vart íbúum í nágrenni og sambýli við Njáls- götu 74. Sakirnar eru að hafa lýst andstöðu sinni við því að þar, í fjölbýlishúsalengju, verði rekin stofnun fyrir heimil- islausa karla í virkri áfengis- og vímuefnanotkun. Nú síðast er það Þorleifur Gunnlaugsson, varaborgarfull- trúi VG, sem fer með rakalaus- an þvætting og dylgjur í Frétta- blaðinu 15. júní. Í nýjasta útspil- inu talar Þorleifur um „nokkra“ áhyggjufulla íbúa við Njáls- götu og gefur í skyn í niðurlagi að þeir séu óvenjulegir að auki. Það sem er óvenjulegt er leynd- in yfir málinu. Skrifað var undir kaupsamning 29. mars sem var samþykktur í borgarráði 12. apríl. Fyrst þegar Fréttablað- ið birtir frétt um málið 25. apríl sér velferðarsvið borgarinnar sig nauðbeygt og sendir snubb- ótta tilkynningu um áformin í bréfi dags. 26. apríl til íbúa og eigenda á skilgreindu svæði. Í framhaldinu gengu nokkr- ir íbúar í allra næstu hús við Njálsgötu 74, á langtum tak- markaðra svæði en borgaryfir- völd skilgreindu. Þrátt fyrir það söfnuðust undirskriftir 127 ein- staklinga sem andmæltu þess- um áformum. Það samsvarar 15% þess hóps sem borgin telur að eigi hagsmuna að gæta í mál- inu. Þorleifur vill kannski tala um þau 12% sem kusu VG í síð- ustu borgarstjórnarkosningum sem fáeina borgarbúa? Hvað þá með 11% Breiðhyltinga sem mótmæltu í mjög víðtækri und- irskriftasöfnun opnun löglegs spilasalar með tilætluðum ár- angri? Þorleifur leggur að jöfnu rekstur stofnunar fyrir virka, heimilislausa fíkla við skóla- stefnu án aðgreiningar og þátt- töku hreyfihamlaðra, sjón- skertra og heyrnarskertra í sam- félaginu. Sem sagt; íbúar sem eru á móti umræddri stofnun á þessum stað eru í huga Þorleifs þar með á móti heimilislausum, á móti geðfötluðum og vilja að auki útskúfa blindum, heyrnar- lausum og hreyfihömluðum úr samfélaginu. Í starandi fram- sýnum augum Þorleifs erum við einfaldlega gamaldags, for- dómafullt pakk og eina ráðið er að kenna okkur með ger- ræði. Stillir hann upp tveimur kostum: Annars vegar að opna þessa stofnun í þessu húsi eða ekki neitt (eða í mesta lagi fleiri greni og trúboðar). Þessi mál- flutningur er dónaskapur við of- angreinda hópa sérstaklega, en engu síður við íbúa borgarinn- ar sem voga sér að vera á ann- arri skoðun en hann. Það kalla ég fordóma. Málflutningur Þorleifs sýnir að hann hefur vondan málstað að verja. Til að bíta höfuð- ið af skömminni legg- ur hann að jöfnu greni, hitaveitustokka og vist- un hjá trúboðum í upp- talningu sinni á gisti- stöðum ógæfufólks. Hvað finnst Samhjálp- armönnum um það sem reka „heimilin“ að Miklu- braut 18 og 20 fyrir velferðar- svið borgarinnar? Það sérkennilegasta við þetta mál nú er sú ofuráhersla sem fulltrúar í velferðarráði, með þau Jórunni Frímannsdóttur og Þorleif í fararbroddi, leggja á að þessi stofnun verði í umræddu húsi. Allt er lagt í sölurnar. Hug- myndum um aukna löggæslu og eftirlitsmyndavélar er velt upp, kostir sem eru reyndar á allt annarra höndum en velferðar- ráðs og velferðarsviðs. Einnig virðist lítið mál að draga enn frekar úr þegar tak- mörkuðum persónuréttindum væntanlegra vistmanna. Ljóst hefur verið frá upphafi að þeir munu ekki njóta stjórnarskrár- varins réttar til friðhelgi heim- ilisins. Þeim verður til dæmis meinað að drekka og dópa á „heimilinu“ og þurfa að hlíta sérstökum reglum um heim- sóknir gesta. Þá eru velferðar- ráðsmenn tilbúnir að loka garð- inum fyrir þeim. Þá væntanlega með því að loka kjallaradyrum í bakgarðinum sem og svalar- hurðum og síðast en ekki síst sundunum við Barónsstíg og Snorrabraut. Þá er bara að kalla þetta heimili og allir eiga að una glaðir við sitt. Sem sagt; húsið er forgangs- mál en ekki skjólstæðingarnir. Á þessu stigi málsins fara íbúar í nágrenni Njálsgötu 74 fyrst og fremst fram á að borg- aryfirvöld hætti að fara í kring- um lög og reglur, kalli stofnun- ina sína réttu nafni, að áformin fari lögboðna leið í grenndar- kynningu, að kjörnir fulltrúar, aðal- og vara-, láti af óhróðri, áróðri og ofsóknum gegn íbúum sem þrátt fyrir allt gera ekki at- hugasemdir við að allt að 30% félagslegs húsnæðis í 101 (3% alls félagslegs húsnæðis borg- arinnar) sé á sama 30 þúsund fermetra blettinum í kringum Njálsgötu 74. Það er óþarfi að bæta í og gera þetta fjölbreytta og skemmtilega hverfi að eins- leitu hverfi félagslegra úrræða – enda er það stefna borgarinn- ar að koma í veg fyrir félags- lega einsleitni í hverfum borg- arinnar. Eða á það kannski bara ekki við um þetta hverfi? Höfundur er annar kjörinna fulltrúa íbúa í samráðsnefnd með embættismönnum vel- ferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Lengri útgáfa greinarinnar birt- ist á Vísi. Ef þú kaupir Miele þvottavél eða þurrkara færðu kaupverðið endurgreitt með betri meðferð á þvottinum Íslenskt stjórnborð Ný og betri tromla Verð frá kr.106.600 Hreinn sparnaður 1. verðlaun í Þýskalandi W2241WPS Þurrkari T223 Verð frá kr. 78.540

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.