Fréttablaðið - 21.06.2007, Síða 70

Fréttablaðið - 21.06.2007, Síða 70
Margrét Kristín Blöndal, tónlist- arkona með meiru, býður Völu Matt í dýrindis matarveislu í þætt- inum Matur og lífsstíll í kvöld. Á boðstólum Möggu Stínu er meðal annars gómsætur og girnilegur eftirréttur sem ætti að fríska upp á hvaða veislu sem er. „Magga Stína er litríkur og lif- andi karakter og ein af skemmti- legustu manneskjum sem ég þekki. Matseldin er jafn flott eins og hún sjálf og þegar kemur að því að setja réttina fram á skemmti- legan hátt er hún einstaklega hugmyndarík og frjó,“ sagði Vala Matt, sem stýrir þættinum sem aldrei fyrr, yfir sig hrifin af tón- listarkonunni. Melónan er skorin niður í sneið- ar og þeim raðað á flott fat. Hind- berin eru sett yfir, súkkulaðið brytjað niður og dreift yfir mel- ónuna. Örlítið af sírópi sett yfir. Borið fram með piparmintu- súkkulaðiís. Melónuréttur Möggu Stínu Ný matreiðslubók er væntanleg í verslanir fyrstu vikuna í júlí frá bókaforlaginu Skjaldborg. Bókin er eftir Lindu Fraser og nefnist á íslensku Kjúklingaréttir. Fras- er er höfundur fjölmargra mat- reiðslubóka og stýrði hún einn- ig hinni vinsælu þáttarröð BBC Good Food Magazine. Eins og nafnið bendir til sam- anstendur bókin af uppskriftum af alls kyns kjúklingaréttum. Bókin hefst á fróðlegum inngangi þar sem farið er út í ýmis grundvallar- atriði sem eiga við þegar elda skal kjúkling. Sex aðgengilegir flokkar eru í bókinni og er þar til dæmis fjallað um seðjandi aðalrétti, ljúf- fenga pottrétti, létt sumarsalöt og spennandi grillrétti. Hverri uppskrift fylgja holl- ráð og ábendingar auk leiðbein- ingamynda sem sýna lykilþætti í hverri uppskrift. Hver réttur er að lokum sýndur á glæsilegri mynd svo sá sem matreiðir veit að hverju hann skal stefna. Spennandi kjúklingaréttir Átt þú reiðhjól í góðu ásigkomulagi? Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands er að safna reiðhjólum til að senda til Gambíu. Hjólin þurfa að vera í heil og nýtanleg. Tekið er á móti reiðhólunum í Fataflokkunarstöð Rauða krossuns Íslands í Gjótuhrauni 7, Hafnafirði frá 8:00-15:00 fram til 28. júní. Nánari upplýsingar fást, marin@redcross.is og 545 0407 Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands. Elín Ingimundardóttir er einn eigenda frönsku versl- unarinnar Nóru í Banka- stræti en í búðinni er einnig boðið upp á alls kyns spenn- andi matvöru. Elín segist oft elda heima hjá sér og að hennar mati er lang best að elda alvöru „gourmet“-mat. „Mér finnst skemmtilegast að elda „gourmet“-mat eins og til dæmis hreindýr. Mér finnst hrein- dýrakjöt einstaklega gott og það er ennþá betra því maður fær það svo sjaldan.“ Aðspurð hvort það sé eitthvað sem hún geti alls ekki hugsað sér að elda segir hún: „Ég myndi aldrei elda reykta ýsu, mér finnst hún bara alls ekki góð.“ Elín valdi uppskrift að skötusel til að deila með lesendum og segir hana afar vinsæla á heimilinu. „Uppskriftin varð til í sumarbú- stað úti í Flatey en þá var nú bara verið að nota restarnar sem voru til í ísskápnum,“ segir hún og hlær. „Þetta heppnaðist svo vel að heim- ilisfólkið er alveg sérlega hrifið af réttinum og biður oft um þenn- an skötusel í matinn. Uppskriftin hefur þróast örlítið í gegnum tíð- ina en rétturinn er samt í grunn- inn sá sami og alltaf jafn góður og í sumarbústaðnum forðum daga.“ Hvítlaukurinn og laukurinn er steiktur á pönnu og sveppun- um bætt út í. Látið malla í smá- stund. Skötuselurinn er skorinn í bita, settur út í og hitinn lækkaður. Látið malla í þrjár til fjórar mínút- ur. Að lokum er rjóminn og krydd- ið sett út í og látið malla í fimm til tíu mínútur eftir smekk en ekki of lengi. Síðan er settur örlítill sós- ujafnari út í til að þykkja sósuna. Borið fram með hrísgrjónum og fersku salati. Veitingastaðurinn Friðrik V flyt- ur sig um set næstkomandi mán- aðamót. Staðurinn er við Strand- götu á Akureyri en verður fluttur í Kaupvangsstræti 6, gegnt Hótel KEA. Veitingahúsið sérhæfir sig í að elda úr fersku, íslensku hráefni á nútíma evrópska vísu. Hjónin Friðrik Valur Karls- son og Arnrún Magnúsdóttir hafa rekið staðinn í sex ár í sumar og er aðsóknin það góð að nauðsyn- legt er að færa veitingastaðinn í stærra húsnæði. Veitingastaður- inn sjálfur verður reyndar svip- aður að stærð og hann er í dag en við það bætist koníaksstofa og veislusalur. Auk þess munu hjón- in opna verslun í kjallaranum og þar munu þau meðal annars selja ferskan fisk og kjöt af svæðinu og fleira. Staðurinn auglýsti nýlega eftir nýju starfsfólki enda þarf stærri hóp af starfsfólki þegar veitingahúsið stækkar. Veitingastaðurinn Friðrik V flytur Kjúklingamagar og svínseyru
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.