Fréttablaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 62
Ég hef ekki enn gerst svo fræg að heimsækja Vatnasafnið í Stykkis- hólmi en er alveg á leið- inni. Bandaríska mynd- listarkonan Roni Horn hittir naglann á höfuð- ið með þessu framtaki sínu og raun- ar skil ég ekkert í því að við Íslend- ingar höfum ekki þegar vottað veðr- inu virðingu okkar með markvissari hætti fyrr. Hér ættu með réttu að verða veðurmusteri, veðrasetur eða veðrahallir í öllum fjórðungum miðað við hversu mikil orka fer í það hjá okkur að spekúlera í þessu fyrirbrigði. Hér fylgir því enn einn stuðpistillinn um veðrið enda hafa síðustu orðin um veðrið ekki hrotið af vörum landsmanna enn. Við erum óendanlega veðurháð þjóð, því er ekki að neita. Á góð- viðrisdögum brosir fólk undurblítt og sýnir hvert öðru fordæmalaus- an skilning og hlýju. Það er ekk- ert skemmtilegra en að þurfa að fara á pósthúsið á sólríkum sum- ardegi - aðrar eins móttökur hef ég vart fengið síðan æskuvinkona mín bauð mér í barnaafmæli og ég var sú eina sem mætti. Á leiðinni út af pósthúsinu var ég svo kát að ég gerði mér ferð í bankann, stofn- un sem ég heimsæki annars aldrei vegna þess að blessað netið hefur tekið yfir þrúgaðar biðraðirnar. Ég hafði ekkert erindi í bankann svo ég fékk mér bara kaffi og brjóstsykur. Þvílíkur dagur! Kátína mín er ekki síst tilkomin vegna þess að ég hef farið á póst- húsið á hráslagalegum og marg- foknum rigningardegi og á dögum þegar það er hreinlega „ekkert veður“. Þess utan hef ég útrétt- að hjá öðrum stofnunum á hjóli og það vita hjólandi menn að það er lítt spennandi ef veðrið er vont. En sumarið er tíminn þegar hægt er að hjóla án þess að roðna og blána og aldrei er þjóðin kátari en á sum- ardögum þegar sólin endist allan daginn. Sumarið er afgerandi árstíð og hér búa sóldýrkendur. Sólin er enn ódýr- asta geðlyfið sem býðst á þessu ást- sæla skeri og veðrið verður stærsti samnefnari þjóðarinnar á meðan fólk heldur áfram að tala út í eitt um hluti sem það fær ekki breytt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.