Fréttablaðið - 21.06.2007, Page 62

Fréttablaðið - 21.06.2007, Page 62
Ég hef ekki enn gerst svo fræg að heimsækja Vatnasafnið í Stykkis- hólmi en er alveg á leið- inni. Bandaríska mynd- listarkonan Roni Horn hittir naglann á höfuð- ið með þessu framtaki sínu og raun- ar skil ég ekkert í því að við Íslend- ingar höfum ekki þegar vottað veðr- inu virðingu okkar með markvissari hætti fyrr. Hér ættu með réttu að verða veðurmusteri, veðrasetur eða veðrahallir í öllum fjórðungum miðað við hversu mikil orka fer í það hjá okkur að spekúlera í þessu fyrirbrigði. Hér fylgir því enn einn stuðpistillinn um veðrið enda hafa síðustu orðin um veðrið ekki hrotið af vörum landsmanna enn. Við erum óendanlega veðurháð þjóð, því er ekki að neita. Á góð- viðrisdögum brosir fólk undurblítt og sýnir hvert öðru fordæmalaus- an skilning og hlýju. Það er ekk- ert skemmtilegra en að þurfa að fara á pósthúsið á sólríkum sum- ardegi - aðrar eins móttökur hef ég vart fengið síðan æskuvinkona mín bauð mér í barnaafmæli og ég var sú eina sem mætti. Á leiðinni út af pósthúsinu var ég svo kát að ég gerði mér ferð í bankann, stofn- un sem ég heimsæki annars aldrei vegna þess að blessað netið hefur tekið yfir þrúgaðar biðraðirnar. Ég hafði ekkert erindi í bankann svo ég fékk mér bara kaffi og brjóstsykur. Þvílíkur dagur! Kátína mín er ekki síst tilkomin vegna þess að ég hef farið á póst- húsið á hráslagalegum og marg- foknum rigningardegi og á dögum þegar það er hreinlega „ekkert veður“. Þess utan hef ég útrétt- að hjá öðrum stofnunum á hjóli og það vita hjólandi menn að það er lítt spennandi ef veðrið er vont. En sumarið er tíminn þegar hægt er að hjóla án þess að roðna og blána og aldrei er þjóðin kátari en á sum- ardögum þegar sólin endist allan daginn. Sumarið er afgerandi árstíð og hér búa sóldýrkendur. Sólin er enn ódýr- asta geðlyfið sem býðst á þessu ást- sæla skeri og veðrið verður stærsti samnefnari þjóðarinnar á meðan fólk heldur áfram að tala út í eitt um hluti sem það fær ekki breytt.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.