Fréttablaðið - 21.06.2007, Side 80
FH styrkti í gær stöðu
sína á toppi Landsbankadeildar
karla með 2-1 sigri á Blikum eftir
að hafa lent marki undir snemma í
síðari hálfleik. FH-ingar létu ekki
slá sig af laginu og skoruðu tvíveg-
is af mikilli vinnuhörku og seiglu.
Fyrri hálfleikur var hin ágæt-
asta skemmtun, sérstaklega fram-
an af, en jafnræði var með liðun-
um. FH-ingar fengu hættuleg færi
í upphafi og Blikar undir lok hálf-
leiksins.
Bæði lið spiluðu boltanum afar
vel á milli sín og margir leikmenn
sýndu lipra takta. Besta færi FH
fékk Ásgeir Gunnar Ásgeirsson
á 15. mínútu er Tryggvi galopn-
aði vörnina fyrir hann en Ásgeir
lét Casper Jacobsen verja frá sér,
einn og óvaldaður af stuttu færi.
Blikum gekk vel að byggja upp
ágætar sóknir en voru oft lengi
að losa boltann á samherja í betri
stöðu. Prince Rajkomar nýtti þó
mistök Tommy Nielsen og brun-
aði upp að marki heimamanna á
43. mínútu og renndi boltanum á
Magnús Pál sem skaut hátt yfir
markið. Nenad Petrovic gerði
slíkt hið sama skömmu síðar úr
ágætu færi.
Síðari hálfleikur byrjaði með
látum en eftir aðeins sex mínútna
leik komust Blikar yfir. FH-ingar
voru í sókn þegar boltinn barst á
Magnús Pál, hann lagði boltann á
Nenad Zivanovic og brunaði í átt
að marki FH-inga. Rétt fyrir utan
vítateiginn lét hann svo ríða af
skotinu og söng boltinn í netinu.
Daði Lárusson var þá búinn að
halda marki FH-hreinu í um það
bil 430 mínútur og tókst þar með
að bæta sitt persónulega met frá
árinu 2005.
En Blikar voru ekki lengi í par-
adís því aðeins fjórum mínútum
eftir markið jafnaði Tryggvi Guð-
mundsson metin. Hann fékk bolt-
ann í teignum og skoraði með
föstu skoti sem Jacobsen átti ekki
möguleika á að verja.
FH-ingar komust svo yfir á 70.
mínútu er Arnar Gunnlaugsson
skallaði sendingu Hjartar Loga
Valgarðssonar í netið en boltinn
hafði reyndar viðkomu í varnar-
manni Blika.
Fimm mínútum síðar fengu svo
Blikar gullið tækifæri til að jafna
leikinn en nauðvörn FH bjargaði
málunum í það skiptið.
Nær komust þeir ekki og Ís-
landsmeistararnir fögnuðum
sætum sigri eftir að hafa lent
undir. Það er ekki af þeim tekið
að seiglan er gríðarlega sterk og
þrátt fyrir að Blikar hafi á köfl-
um leikið mjög góða knattspyrnu
höfðu þeir ekki erindi sem erfiði.
Arnar Gunnlaugsson var kátur í
leikslok. „Blikar voru ansi erfiðir
og mjög góðir í fyrri hálfleik. Svo
skoruðu þeir glæsilegt mark og
við vöknuðum af værum blundi og
settum pressu á þá,“ sagði Arnar
sem sagði sína menn ekki hafa
vanmetið andstæðinga sína. „Við
töluðum um það fyrir leikinn að
þeir yrðu hættulegir enda gæfi
staða þeirra á töflunni ekki rétta
mynd af spilamennsku liðsins og
það reyndist rétt.“
Seiglan færði FH þrjú stig gegn Blikum
„Við getum ekki enda-
laust talað um óheppni. Þetta er
líka spurning um getu og þetta
tvennt fer oft saman. Við erum
að spila vel og skapa færi en geta
okkar fyrir framan markið er öm-
urleg. Ástandið er gjörsamlega
ömurlegt, ég segi það hreint út,“
sagði Teitur Þórðarson, þjálfari
KR, ómyrkur í máli eftir tapið í
Kópavoginum í gær. Lokatölur
urðu 2-0, heimamönnum í vil, þar
sem góður varnarleikur og ein-
staklega góð sóknarnýting lagði
grunninn að sigrinum.
Ófarir KR-ingar virðast engan
enda ætla að taka og situr liðið enn
á botni deildarinnar, með aðeins
eitt stig eftir sjö leiki. Aðspurð-
ur segist Teitur ennþá sannfærð-
ur um að hann geti rifið upp úr
þeim djúpa öldudal sem liðið er í.
„Það kemur ekki til greina að segja
upp,“ sagði hann.
Lærisveinar Teits voru reynd-
ar að spila hreint ágætlega fram-
an af leik í gær, leikmenn liðsins
reyndu eftir fremstu getu að halda
boltanum á jörðinni og minna var
um langar kýlingar en áður. En
þegar á síðasta þriðjung vallarins
var komið gerðist lítið og það sem
rataði á markið hafði Gunnleif-
ur Gunnleifsson hendur á. Gegn
gangi leiksins skoraði Jón Þor-
grímur Stefánsson með skalla á 34.
mínútu, úr fyrsta markskoti HK í
leiknum, og þrátt fyrir nokkra yf-
irburði KR-inga framan af síð-
ari hálfleik var það Oliver Jaeger
sem skoraði annað mark leiksins,
úr öðru markskoti HK í leiknum.
Eftir síðara markið misstu leik-
menn KR algjörlega móðinn og
svo virðist sem að leikmenn liðsins
missi trúna á verkefninu um leið
og mótlætið gerir vart við sig.
„Svona er fótboltinn oft. Við
nýttum færin en ekki þeir og mér
fannst þetta verðskuldað,“ sagði
fyrirliðinn Gunnleifur Gunn-
leifsson hjá HK eftir leikinn.
„Við erum með 10 stig eftir sjö
leiki. Fyrir mótið hefði ég líklega
þegið það,“ segir Gunnleifur.
Ekki er hægt að segja annað en
að Gunnar Guðmundsson, þjálf-
ari HK, nái að spila vel úr þeim
mannskap sem hann hefur. Liðið
spilar þéttan og einstaklega vel
skipulagðan varnarleik og fyrir
aftan er Gunnleifur í feikna-
formi. Liðið hefur fundið sinn
stíl og á meðan mörkin eru að
„detta“ eins og í gær er liðið allt-
af líklegt til að stríða andstæð-
ingunum.
Á sama tíma leynir örvænting-
in sér ekki í herbúðum KR, hvort
sem horft er í andlit leikmanna
liðsins eða til ákvarðana Teits
þjálfara. Enn einu sinni gerði
hann töluverðar breytingar á
liði sínu í hálfleik, jafnvel þó að
nokkur batamerki hefðu verið í
leik liðsins í fyrri hálfleik. Sagan
er sú sama, leik eftir leik – leik-
mennirnir nýta ekki færin og
varnarleikur liðsins er í molum.
Nýliðar HK unnu frækinn sigur, 2-0, á botnliði KR í Kópavogi í gær. Þrátt fyrir mótlætið þá er engan bilbug
að finna á þjálfara KR, Teiti Þórðarsyni, sem ætlar ekki að segja af sér. Hann segir ástandið vera ömurlegt.
Keflvíkingar stálu stig-
unum þremur gegn Víkingum í
uppbótartíma í fjörugum leik í
Víkinni í gær. Sóknarlotur liðanna
voru ekki upp á marga fiska á
upphafsmínútunum. Keflvíkingar
sóttu ívið meira, með Marco Kot-
ilainen sem sinn besta mann, en
besta færið féll í skaut Þórarins
Brynjars sem skaut yfir einn gegn
Bjarna markmanni eftir fáránlega
sendingu Kekic til baka.
Keflvíkingar komust yfir með
marki frá Þórarni á upphafsmín-
útu síðari hálfleiks eftir laglega
sókn. Gestirnir voru mun grimm-
ari og líklegri til afreka áður en
upp úr sauð í Fossvoginum. Guð-
jón Árni braut á Kekic sem kom-
inn var einn í gegn en áður hafði
rangstaða verið flögguð. Jóhann-
es dómari dæmdi aftur á móti víti
eftir fund með línuverði sínum
við litla kátínu Keflvíkinga. Kekic
skoraði úr vítinu og sló svo til
Guðjóns þegar hann ætlaði að taka
boltann úr netinu og uppskar beint
rautt spjald.
Leikurinn var að fjara út þegar
Jóhannes dæmdi aðra vítaspyrnu,
nú á Víkinga eftir að einn Keflvík-
ingurinn var tognaður niður. Guð-
mundur Steinarsson tryggði Kefl-
víkingum þrjú stig úr vítinu sem
verða að teljast sanngjörn. Hörð-
ur Bjarnason fékk sitt annað gula
spjald í uppbótartíma.
„Ég braut á honum, fyrir utan
teig, bara til að láta hann ekki
skora af því það var búið að
flagga. Þetta var lítið brot en
svona er þetta. Svo kemur vítið og
hann slær mig í hálsinn. Réttlæt-
inu var svo bara fullnægt með vít-
inu í lokin. Við vorum betri allan
leikinn og áttum sigurinn skilinn,“
sagði Guðjón Árni í leikslok.
Magnús Gylfason, þjálfari Vík-
inga, var að vonum svekktur.
„Það er skelfilegt að tapa á síð-
ustu mínútunni en ég sá ekki hvort
um víti væri að ræða. Ég var 60
metra frá en dómaratríóið rak svo
mann útaf vegna þess sem línu-
vörðurinn sá af 70 metra færi. Ég
vildi líka sjá rautt spjald á mann-
inn sem braut á Kekic, ég skil ekki
þessa línu. En þegar allt kom til
alls skildi það á milli að við vorum
ekki að spila nógu vel og vafaat-
riðin duttu þeirra megin,“ sagði
Magnús. -
Réttlætinu fullnægt er Guðmundur skoraði