Fréttablaðið - 21.06.2007, Qupperneq 30
greinar@frettabladid.is
Ásunnudaginn var þjóðhátíðardegin-um fagnað um land allt. Í Reykjavík
voru hátíðarhöldin með hefðbundnum
hætti. Þennan dag var þó einnig boðið
upp á annars konar afþreyingu í höfn-
um borgarinnar. Þar lágu við festar þrjú
NATO-herskip, sem þótti tilhlýðilegt að
sýna almenningi 17. júní.
„Vináttuheimsóknir“ af þessu tagi eru
árviss viðburður. Hingað koma þá vopnum búin
herskip. Stjórnendur þessara hertóla gera þá sitt
besta til að kveikja áhuga fjölmiðlafólks og bjóða
því t.a.m. að fara í sérstakar skemmtiferðir um
borð í herþyrlum eða að setjast upp í orrustuþot-
ur. Eiga sumir fréttamenn til að spennast upp og
verða eins og börn að leik.
Heimsóknir og vopnasýningar af þessu tagi hafa
þann tilgang helstan að skapa jákvæða mynd af
her og hermennsku. Mætti helst skilja að megin-
tilgangur NATO-flotans sé sá að sigla snyrtilegum
sjóliðum í stífpressuðum einkennisbúningum um
heimsins höf og heimsækja hafnir í skemmtiskyni.
Veruleikinn er þó allt annar.
Tilgangur herskipa er að taka þátt í hernaði og
drepa fólk. Meðal skipanna sem hingað
komu um liðna helgi var USS Normandy,
herskip sem tekið hefur þátt í flestöllum
stríðum Bandaríkjahers á liðnum árum.
Á afrekaskrá þess er að skjóta flug-
skeytum á skotmörk í Bosníu og Írak.
Hversu margir skyldu hafa fallið í þeim
árásum?
Þegar NATO-herskip hafa verið aug-
lýst til skoðunar á síðustu árum hefur
talsvert borið á því að foreldrar eða
afar og ömmur komi með börn um
borð og leyfi þeim að dást að voldug-
um fallstykkjunum og bísperrtum dátunum. Það er
ömurleg sjón.
Að þessu sinni heimsóttu þó fáir skipin og voru
útlendingar þar í afgerandi meirihluta. Af því má
ætla að Íslendingar kæri sig lítt um vopnasýning-
ar af þessu tagi, í það minnsta ekki á sjálfan þjóð-
hátíðardaginn. Eftir stendur spurningin um hver
ber ábyrgð á þeirri ráðstöfun að sýna almenningi
drápsvélar á 17. júní? Var sú ákvörðun tekin með
vitund og vilja borgaryfirvalda og mega Reykvík-
ingar búast við fleiri slíkum sendingum á stórhá-
tíðisdögum í framtíðinni?
Höfundur er formaður
Samtaka hernaðarandstæðinga.
Menning og morðvopn
Steinsnar frá æskuheimili mínu í prófessorabústöðunum í
Reykjavík stóð gulur bær með
grænu torfþaki, lítið hús umluk-
ið hlöðnum grjótgarði og undar-
lega afskekkt og einmanalegt þrátt
fyrir nálægðina við aðra manna-
bústaði. Mér stendur þetta hús
í björtu barnsminni. Þarna bjó
kunnur verklýðsfrömuður og al-
þingismaður, Eðvarð Sigurðsson,
með aldurhniginni móður sinni.
Ég áræddi aldrei að koma ná-
lægt þessu húsi og átti þangað
ekki heldur erindi. Ég var þó hag-
vanur allvíða á Grímsstaðaholt-
inu, til dæmis heima hjá Sigurði
Guðmundssyni ritstjóra Þjóðvilj-
ans, sem bjó með barnmargri fjöl-
skyldu sinni í litlu húsi að Fálka-
götu 1. Við keyptum stundum
egg hjá Jósepi og Sessilíu, þau
bjuggu í öðru litlu húsi efst á holt-
inu. Einu sinni kom ég heim með
eggin móður og másandi og sagði
við mömmu, að hann væri nú meiri
helvítis bölvaður fanturinn hann
Jósep: heldurðu að hann hafi ekki
bundið hana Sessilíu við rúmið!
Sessilía hafði legið fyrir, þegar
mig bar að, og hún hafði vísað mér
á eggjapokann á eldhúsborðinu og
skiptimyntina án þess að rísa upp,
sagðist vera bundin við rúmið.
Þótt nóg væri af rafmagni og renn-
andi vatni þarna uppi á holtinu
þegar þetta var, datt mér einhvern
veginn aldrei í hug, að Eðvarð og
móðir hans notuðu svoleiðis. Nú
eru þau mæðginin löngu dáin, og
húsið þeirra er horfið. Og hvað les
ég í blöðunum eftir hálfa öld? Þau
höfðu síma. Og hann var hleraður!
Þjóðskjalasafnið geymir gögnin.
Alþingi hefði átt að láta það verða
eitt af sínum fyrstu verkum um
daginn að búast til að svipta hul-
unni af símahlerunum frá fyrri
tíð, úr því að órækar en ófullnægj-
andi upplýsingar liggja fyrir um
málið. Innan við 30 prósent þjóð-
arinnar treysta Alþingi samkvæmt
athugunum Gallups, eins og ég
lýsti á þessum stað fyrir viku.
Ætla mætti, að nýtt Alþingi með 24
nýja þingmenn innan borðs vildi
eitthvað til þess vinna að komast
aftur yfir 30 prósenta múrinn, til
dæmis með því að lyfta lokinu af
gömlu misferli líkt og norska þing-
ið hefur gert. Ekki bólar þó enn á
því. Það er erfitt að ímynda sér,
að ríkisstjórnin nýja ætli sér ekki
að taka á málinu, úr því að varnar-
múrinn í kringum meintar síma-
hlerarnir er byrjaður að brotna.
Aðgerðarleysi og sinnuleysi um
þetta mikilvæga mál væri erfitt að
túlka öðruvísi en sem viðurkenn-
ingu á sögulegri ábyrgð og sam-
sekt. Símahleranir varða við lög
nema að undangengum dómsúr-
skurði. Það hefur ekki enn verið
upplýst, hvort dómsúrskurðir voru
ævinlega til staðar og hvort þeir
voru réttlætanlegir vegna öryggis
ríkisins eða rannsóknar alvarlegra
glæpamála. Torfbærinn við rætur
Grímsstaðaholts æsku minnar gat
varla vakið lögmætar grunsemdir.
Þetta mál þarf að upplýsa undan-
bragðalaust.
Fyrir stuttu barst nokkrum dómur-
um og öðrum lögfræðingum nafn-
laust bréf uppfullt af rógi um nafn-
greinda hæstaréttardómara og
aðra vegna Baugsmálsins. Bréfið
var birt á vefnum og virðist varða
við hegningarlög. Svo vill til, að
höfundar bréfsins, ef þeir eru fleiri
en einn, vélrituðu utan á umslögin.
Ritvélar eru eins og byssur: engar
tvær eru eins. Samt hefur enginn
viðtakandi bréfsins beðið um rann-
sókn á uppruna þess svo vitað sé.
Það vekur eftirtekt, að dómar-
ar og lögfræðingar skuli ekki vera
hirðusamari en svo um lög og rétt.
Hverjum stendur það nær en þeim
að greiða fyrir framgangi rétt-
vísinnar, þegar lög eru brotin?
Þetta nafnlausa bréf virðist líkt og
Baugsmálið í heild og Hafskipsmál-
ið á sínum tíma vera liður í harð-
vítugum innanhússátökum í Sjálf-
stæðisflokknum. Framkvæmda-
stjóri Baugs, nú stjórnarformaður,
hefur greint frá því, að málsókn-
inni gegn honum var hrundið af
stað eftir að hann reyndi með
öðrum að kaupa hlut í Fjárfesting-
arbanka atvinnulífsins og Íslands-
banka. Þó hafði hann haft fyrrver-
andi aðstoðarmann forsætisráð-
herra með í kaupendahópnum. Þeir
höfðu vogað sér inn á yfirráða-
svæði annarra. Þessum átökum
var vel lýst í Morgunblaðinu, og
varð ekki séð, að blaðinu þætti það
óeðlilegt, að forsætisráðherrann
stæði í slíku stappi. Jóhann Hauks-
son blaðamaður hefur í Mannlífi
lýst öðru nafnlausu innanhússbréfi
frá einum máttarstólpa Sjálfstæð-
isflokksins til annars, einkabréfi,
sem virðist varða við lög af lýsing-
unni að dæma, en bréfið hefur ekki
enn verið birt opinberlega. Þessi
nafnlausu bréf metta „andrúmsloft
dauðans,“ sem Morgunblaðið hefur
lýst vel úr návígi.
Frumvarp nokkurra Samfylk-
ingarmanna til laga um rannsókn-
arnefndir, sem gætu hjálpað til að
lyfta lokinu af meintum lögbrot-
um, náði ekki fram að ganga á síð-
asta þingi. Slíkar nefndir reynast
vel í öðrum löndum. Nýtt fólk á Al-
þingi hlýtur að leysa málið. Hér líð-
ast engin undanbrögð.
Lyftum lokinu
N
iðurstöður rannsóknar þar sem leitast var við að
skýra svokallaðan óútskýrðan launamun kynj-
anna eru sláandi. Rannsóknin var unnin við Há-
skólann í Reykjavík og niðurstöður hennar kynnt-
ar á hinum séríslenska kvennadegi 19. júní.
Samkvæmt nýlegri könnun Capacent er óútskýrður launa-
munur kynjanna tæplega 16%. Ef marka má hina nýju rann-
sókn Háskólans í Reykjavík má útskýra verulegan hluta af
þessum launamun með væntingum, bæði stjórnanda og um-
sækjanda, sem stafa af kynferði umsækjanda eingöngu.
Þátttakendurnir í rannsókn Háskólans í Reykjavík voru af
báðum kynjum. Í rannsókninni var spurt um laun sem umsækj-
anda yrðu boðin og hvað líklegt þætti að hann myndi þiggja.
Sömuleiðis var kannað hvað þátttakendur myndu ráðleggja
frænku sinni eða frænda að biðja um í laun, meta hvað við-
komandi yrði boðið og loks hvað hann myndi sætta sig við.
Í öllum tilvikum búast þátttakendur við að konur fái lægri
laun en karlar. Þátttakendur bjóða einnig konum lægri laun en
körlum, telja að konur þiggi lægri laun og ráðleggja frænkum
að þiggja lægri laun en frændum. Í heild gefa niðurstöðurnar
til kynna að starfsmaður með kvenmannsnafn megi búast við
tíu til tólf prósent lægri laun en ef hann ber karlmannsnafn.
Rétt er að taka aftur fram að þátttakendur voru af báðum
kynjum. Og vitanlega er það mest sláandi í niðurstöðum rann-
sóknarinnar að ekki aðeins búast konur við að konur sætti sig
við lægri laun en karlar, og ráðleggja konum að þiggja lægri
laun en körlum, heldur er það beinlínis svo að séu þær launa-
greiðendamegin við borðið þá bjóða þær konum lægri laun en
þær myndu bjóða karli fyrir sambærilegt starf.
Erfitt er að gera sér grein fyrir ástæðum þessa, ekki síst
í ljósi þess hversu umræðan um launamun kynjanna hefur
verið mikil undangengin misseri. Líklegast er þó að viðteknar
hefðir samfélagsins þvælist þarna fyrir bæði konum og körl-
um.
Í ágætu erindi sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkis-
ráðherra hélt á hátíðarfundi í kvennaheimilinu á Hallveigar-
stöðum í tilefni 19. júní ræddi hún meðal annars um hlýðni
kvenna sem hún taldi nóg vera komið af.
Hugsanlega er hlýðni, eða einbeittur vilji til að standa sig
og laga að stjórnunarstíl karla, einmitt skýringin á því að
jafnvel konum sem sitja í stóli starfsmannastjóra finnst eðli-
legt að bjóða konu sem þær ráða til starfa lægri laun en karli
sem þær væru að ráða í sambærilegt starf. Að minnsta kosti
er erfitt að kyngja því að konur treysti ekki öðrum konum,
ekki einu sinni sínum eigin frænkum, jafnvel til að standa sig
í starfi eins og þær treysta körlum.
Hver sem skýringin er þá er ljóst að á þessu verður að
vinna.
Óhætt er að minnsta kosti að taka undir með aðstandendum
rannsóknarinnar sem hvetja til frekari rannsókna á óútskýrð-
um launamun kynjanna.
Nafn lækkar laun
um tíu prósent