Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.06.2007, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 21.06.2007, Qupperneq 32
Ígær, 20. júní var alþjóðadagur flótta-manna. Ég er reglulega í sambandi við hælisleitendur hér á landi. Um 15-25 manns að meðaltali, sem leita hælis á Íslandi, búa í Reykjanesbæ. Það er ekki mikill fjöldi manna en alls sóttu 38 um hæli á Íslandi í fyrra. Að fá leyfi til þess að búa hér er ekki auð- velt. Umsókn um hæli fer í gegnum ítarlega rannsókn sem tekur langan tíma. Sumir af þeim hælisleitendum sem nú búa í Reykja- nesbæ hafa þegar beðið eftir viðbrögðum dómsmálayfirvaldanna í eitt til tvö ár. Fæst- ir hælisleitendanna eru með atvinnuleyfi og þurfa því að drepa tímann liðlangan daginn, alla daga. Að sjálfsögðu er eftirsóknarvert og nauðsynlegt að hælisumsókn verði afgreidd án tafar og að umsækj- endur fái sanngjarnan úrskurð. En í rauninni virðist vera þörf fyrir ýmsar úrbætur í aðstæðum hælis- leitenda. Þær varða t.d. aðstæður þeirra á meðan á biðtíma stendur (vinna, menntun, heilsugæsla, til- gangur hvers dags o.fl.), aðstæð- ur gistiheimilis og samskipti milli umsækjenda og viðkomandi yfir- valda. Tökum dæmi: Þótt reglu- gerðir kveði á um að hælisleitendur skuli fá staðfestingu skráningar hjá Útlendinga- stofnun, þá virðist vera brotalöm á fram- kvæmdinni og fólkið hefur ekki skilríki sem sanna nafn þess og lagalega stöðu hérlendis. Fyrir einu og hálfu ári lenti einn hælisleit- enda í bílslysi og þar sem hann var ekki með skilríki urðu nokkur vandræði. Var Útlend- ingastofnun þá bent á þessi vand- kvæði en samt hafa engar úrbæt- ur orðið. Svarið er alltaf „málið er í vinnslu“. Málið er raunar í glatkistu. Hver er ástæða þess? Nú ætla ég að vera diplómatískur og vil ekki saka neinn af viðkomandi aðilum fyrir vanrækslu eða tillitsleysi. Mér sýn- ist ástæðan sem veldur „glatkistu- einkennamynstrinu“ vera sú stað- reynd að málefni hælisleitenda eru geymd í skugga samfélagsins og falin fyrir augum almennings. Auk þess kynnast margir málum hælisleitenda aðeins í um- fjöllun dagblaða sem oft eru í hneykslun- arstíl. Slíkt er ekki bara skaðlegt fyrir mál- efnið, heldur ýtir því lengra inn í skuggann. Þannig eru hælismál sett neðar en önnur mál sem bíða úrbóta og njóta ekki forgangs. Mér finnst afar nauðsynlegt og sanngjarnt að al- menningur fái að þekkja hælismálin og axla ábyrgð sína. Hælisleitendur hafa engan þrýstihóp að baki sér. Það hlutverk verður því almenning- ur að taka að sér. Í þessu samhengi er ég með tillögu. Ég vil hvetja alla alþingismenn til að fara í heimsókn til hælisleitenda í Reykja- nesbæ og hitta fólkið og hlusta á það. Ég vil hvetja þingmennina til að kynnast málum hælisleitenda frá fyrstu hendi í staðinn fyrir að fá upplýsingar gegnum þriðja aðila. Íslenska ríkið er aðili að alþjóðlegu sam- komulagi um réttindi flóttamanna og hælis- leitenda. Mér finnst ekki svo slæmt að eyða nokkrum klukkustundum í að skoða hvernig ástandið raunverulega er. Höfundur er prestur innflytjenda. Aðstaða hælisleitenda á Íslandi Við bregðum á leik í tilefni af frumsýningu um allt land á Shrek the Third. Finndu límmiða með lukkunúmeri á Kellogg’s pökkunum, farðu á www.bt.is og sláðu inn lukkunúmerið. Ævintýralegir vinningar bíða þín. 1. vinningur: PANASONIC 42" Plasma veggsjónvarp, PANASONIC upptökutæki með 160 GB hörðum disk og DVD spilari, Playstation 3 leikjatölva, Shrek 3 leikur á PS3. Heildarverðmæti vinnings er um 330.000 kr. Fullt af öðrum ævintýralegum vinningum: Ferð fyrir 2 til Evrópu með Iceland Express, 50.000 króna ferðaávísun og 20.000 úttekt á kredit- korti frá BYR, 300 bíómiðar á Shrek the Third, 20 DVD pakkar með myndunum Shrek og Shrek 2 og 15 ársbirgðir af Kellogg's vörum. sjáðu á www.bt.is hvort lukkumiðinn á Kellogg’s pakkanum þínum færir þér vinning Lukkunúmerið þitt er:Sláðu inn númerið á bt.is og fáðu strax að vita hvort þú hafir unnið. Ævintýralegir vinningar bíða þín! SHREK 3 PAKKARNIRMEÐ LUKKUMIÐANUMFÁST Í HAGKAUPUM! Leitaðu að lukkumiðanum á Kellogg’s pakkanum þínum! Taktu þátt í ævintýraleik F í t o n / S Í A F I 0 2 1 5 9 1 FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.