Fréttablaðið - 21.06.2007, Page 32

Fréttablaðið - 21.06.2007, Page 32
Ígær, 20. júní var alþjóðadagur flótta-manna. Ég er reglulega í sambandi við hælisleitendur hér á landi. Um 15-25 manns að meðaltali, sem leita hælis á Íslandi, búa í Reykjanesbæ. Það er ekki mikill fjöldi manna en alls sóttu 38 um hæli á Íslandi í fyrra. Að fá leyfi til þess að búa hér er ekki auð- velt. Umsókn um hæli fer í gegnum ítarlega rannsókn sem tekur langan tíma. Sumir af þeim hælisleitendum sem nú búa í Reykja- nesbæ hafa þegar beðið eftir viðbrögðum dómsmálayfirvaldanna í eitt til tvö ár. Fæst- ir hælisleitendanna eru með atvinnuleyfi og þurfa því að drepa tímann liðlangan daginn, alla daga. Að sjálfsögðu er eftirsóknarvert og nauðsynlegt að hælisumsókn verði afgreidd án tafar og að umsækj- endur fái sanngjarnan úrskurð. En í rauninni virðist vera þörf fyrir ýmsar úrbætur í aðstæðum hælis- leitenda. Þær varða t.d. aðstæður þeirra á meðan á biðtíma stendur (vinna, menntun, heilsugæsla, til- gangur hvers dags o.fl.), aðstæð- ur gistiheimilis og samskipti milli umsækjenda og viðkomandi yfir- valda. Tökum dæmi: Þótt reglu- gerðir kveði á um að hælisleitendur skuli fá staðfestingu skráningar hjá Útlendinga- stofnun, þá virðist vera brotalöm á fram- kvæmdinni og fólkið hefur ekki skilríki sem sanna nafn þess og lagalega stöðu hérlendis. Fyrir einu og hálfu ári lenti einn hælisleit- enda í bílslysi og þar sem hann var ekki með skilríki urðu nokkur vandræði. Var Útlend- ingastofnun þá bent á þessi vand- kvæði en samt hafa engar úrbæt- ur orðið. Svarið er alltaf „málið er í vinnslu“. Málið er raunar í glatkistu. Hver er ástæða þess? Nú ætla ég að vera diplómatískur og vil ekki saka neinn af viðkomandi aðilum fyrir vanrækslu eða tillitsleysi. Mér sýn- ist ástæðan sem veldur „glatkistu- einkennamynstrinu“ vera sú stað- reynd að málefni hælisleitenda eru geymd í skugga samfélagsins og falin fyrir augum almennings. Auk þess kynnast margir málum hælisleitenda aðeins í um- fjöllun dagblaða sem oft eru í hneykslun- arstíl. Slíkt er ekki bara skaðlegt fyrir mál- efnið, heldur ýtir því lengra inn í skuggann. Þannig eru hælismál sett neðar en önnur mál sem bíða úrbóta og njóta ekki forgangs. Mér finnst afar nauðsynlegt og sanngjarnt að al- menningur fái að þekkja hælismálin og axla ábyrgð sína. Hælisleitendur hafa engan þrýstihóp að baki sér. Það hlutverk verður því almenning- ur að taka að sér. Í þessu samhengi er ég með tillögu. Ég vil hvetja alla alþingismenn til að fara í heimsókn til hælisleitenda í Reykja- nesbæ og hitta fólkið og hlusta á það. Ég vil hvetja þingmennina til að kynnast málum hælisleitenda frá fyrstu hendi í staðinn fyrir að fá upplýsingar gegnum þriðja aðila. Íslenska ríkið er aðili að alþjóðlegu sam- komulagi um réttindi flóttamanna og hælis- leitenda. Mér finnst ekki svo slæmt að eyða nokkrum klukkustundum í að skoða hvernig ástandið raunverulega er. Höfundur er prestur innflytjenda. Aðstaða hælisleitenda á Íslandi Við bregðum á leik í tilefni af frumsýningu um allt land á Shrek the Third. Finndu límmiða með lukkunúmeri á Kellogg’s pökkunum, farðu á www.bt.is og sláðu inn lukkunúmerið. Ævintýralegir vinningar bíða þín. 1. vinningur: PANASONIC 42" Plasma veggsjónvarp, PANASONIC upptökutæki með 160 GB hörðum disk og DVD spilari, Playstation 3 leikjatölva, Shrek 3 leikur á PS3. Heildarverðmæti vinnings er um 330.000 kr. Fullt af öðrum ævintýralegum vinningum: Ferð fyrir 2 til Evrópu með Iceland Express, 50.000 króna ferðaávísun og 20.000 úttekt á kredit- korti frá BYR, 300 bíómiðar á Shrek the Third, 20 DVD pakkar með myndunum Shrek og Shrek 2 og 15 ársbirgðir af Kellogg's vörum. sjáðu á www.bt.is hvort lukkumiðinn á Kellogg’s pakkanum þínum færir þér vinning Lukkunúmerið þitt er:Sláðu inn númerið á bt.is og fáðu strax að vita hvort þú hafir unnið. Ævintýralegir vinningar bíða þín! SHREK 3 PAKKARNIRMEÐ LUKKUMIÐANUMFÁST Í HAGKAUPUM! Leitaðu að lukkumiðanum á Kellogg’s pakkanum þínum! Taktu þátt í ævintýraleik F í t o n / S Í A F I 0 2 1 5 9 1 FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.