Fréttablaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 42
 21. JÚNÍ 2007 FIMMTUDAGUR4 fréttablaðið gott á grillið Eigendur fiskverslunarinnar Hafsins-fiskiprinsins eftirláta lesendum uppskriftir að grill- réttum. „Hérna svigna borðin undan góm- sætum grillréttum yfir sumartím- ann,“ segir Eyjólfur Pálsson hress í bragði, en hann rekur fiskversl- unina Hafið-fiskiprinsinn í Hlíða- smára 8, ásamt félaga sínum Hall- dóri Halldórssyni. Eyjólfur segir prinsaspjótin einna vinsælust á grillið. „Þau eru náttúrulega lostæti. Sömuleiðis lúða í smjörkryddi, lax í teriyaki og forréttaspjót, en á því eru risarækj- ur og hörpudiskur. Þá þykja keilan og langan, sem eru mjög þéttar í sér, ekki síður góðar á grillið.“ Ásamt því að bjóða upp á tilbúna rétti, gera félagarnir einnig mikið út á ferskan fisk. Í því samhengi bendir Eyjólfur á að risarækjur, stór hörpudiskur og allar stærð- ir af góðum humri fáist í búðinni. „Þá er ótalin humarsúpa Prinsins, súpa sem er löguð til úr rjóma eða kókosmjólk með uppáhalds fiskteg- undum hvers og eins,“ bætir hann við. Félagarnir í Hafinu-Fiskiprins- inum eftirláta lesendum uppskrift- ir að nokkrum gómsætum grillrétt- um. Þar á meðal að fiskspjótunum vinsælu. roald@frettabladid.is HUMARVEISLA 12 stórir humarhalar í skel hvítlaukssmjör með steinselju Maldon-sjávarsalt fersk steinselja Klippið skeljar humarhal- anna eftir þeim endilöngum og notið þumlana til að opna skelina. Smyrjið hvítlaukssmjörinu ofan í skeljarnar. Stráið fingurbjörg af Maldon-salti og vel saxaðri stein- selju yfir hvítlaukssmjörið. Legg- ið halana á vel heitt grill og látið grillast í um það bil sex mínútur. PRINSASPJÓT 200 g lax roðlaus og beinlaus 200 g lúða roðlaus og beinlaus 200 g langa roðlaus og beinlaus 200 g steinbítur roðlaus og beinlaus Hotspot teriyaki-sósa grænt pesto curry paste frá Rajah satay-sósa frá Thai Choise 4 stór grillspjót Skerið fisk í 50 gramma bita. Leggið hann svo í lög, lax í ter- iyaki, lúðu í karrýmauk, löngu í grænt pestó og steinbít í satay- sósu í um það bil fjóra tíma. Setj- ið svo einn bita af hverri tegund upp á spjótin. Grillið á heitu grilli í fimm mínútur á hvorri hlið. KEILA Í INDVERSKU KARRÍI 1 kg keila roðlaus og beinlaus, skor- in í steikur 1 hvítur laukur 1 chili 1/2 hvítlauksgeiri 50 g ólívur, bæði svartar og grænar 50 g sólþurrkaðir tómatar 1 tsk. salt 1 tsk. pipar 2 tsk. karrí 1 tsk. paprikuduft 1 tsk. arómat-krydd 2 dl ólívuolía Setjið krydd, grænmeti og olíu í matvinnsluvél og maukið saman. Látið keiluna liggja í um það bil fjóra tíma í leginum. Setjið keil- una á vel heitt grill í fjórar mín- útur á hvorri hlið. Tilvalið er að pensla hana með kryddleginum á meðan grillað er. LAX Í SWEETCHILI TERYAKI 1 kg laxaflak 1 dl teryaki frá Hotspot 1 dl sweet chili frá Thai Choice 1 msk. af sesamfræum Skerið laxinn í fjóra góða bita og hafið hann með roðinu. Bland- ið saman teryaki-sósu og sweet chili sósu og setjið sesamfræ út í. Penslið laxinn síðan með leginum. Grillið í tvær mínútur á roðlausu hliðinni, til að fá flottar rendur í laxinn. Snúið honum síðan við á roðhliðina og grillið í fjórar mín- útur. Gott er að pensla hann nokkr- um sinnum með leginum. Sælkeraveisla úr sjónum Eyjólfur og Halldór eru aðeins 25 ára, en vantar ekki reynsluna. Eyjólfur byrjaði í fiski aðeins 12 ára og hóf 16 ára störf í Fiskbúðinni Vör, þar sem hann fékk viðurnefnið fiskiprinsinn. Þannig er heiti búðarinnar tilkomið. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Prinsaspjótin eru meðal þeirra rétta sem eru vinsælir í versluninni, sem er nú einnig opin á laugardögum frá klukkan 12.00 til 14.00. Keila í indversku karríi og lax í sweet-chili teryaki. Humarhalarnir eru látnir grillast í um það bil sex mínútur, þaktir hvítlaukssmjöri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.