Fréttablaðið - 21.06.2007, Side 42

Fréttablaðið - 21.06.2007, Side 42
 21. JÚNÍ 2007 FIMMTUDAGUR4 fréttablaðið gott á grillið Eigendur fiskverslunarinnar Hafsins-fiskiprinsins eftirláta lesendum uppskriftir að grill- réttum. „Hérna svigna borðin undan góm- sætum grillréttum yfir sumartím- ann,“ segir Eyjólfur Pálsson hress í bragði, en hann rekur fiskversl- unina Hafið-fiskiprinsinn í Hlíða- smára 8, ásamt félaga sínum Hall- dóri Halldórssyni. Eyjólfur segir prinsaspjótin einna vinsælust á grillið. „Þau eru náttúrulega lostæti. Sömuleiðis lúða í smjörkryddi, lax í teriyaki og forréttaspjót, en á því eru risarækj- ur og hörpudiskur. Þá þykja keilan og langan, sem eru mjög þéttar í sér, ekki síður góðar á grillið.“ Ásamt því að bjóða upp á tilbúna rétti, gera félagarnir einnig mikið út á ferskan fisk. Í því samhengi bendir Eyjólfur á að risarækjur, stór hörpudiskur og allar stærð- ir af góðum humri fáist í búðinni. „Þá er ótalin humarsúpa Prinsins, súpa sem er löguð til úr rjóma eða kókosmjólk með uppáhalds fiskteg- undum hvers og eins,“ bætir hann við. Félagarnir í Hafinu-Fiskiprins- inum eftirláta lesendum uppskrift- ir að nokkrum gómsætum grillrétt- um. Þar á meðal að fiskspjótunum vinsælu. roald@frettabladid.is HUMARVEISLA 12 stórir humarhalar í skel hvítlaukssmjör með steinselju Maldon-sjávarsalt fersk steinselja Klippið skeljar humarhal- anna eftir þeim endilöngum og notið þumlana til að opna skelina. Smyrjið hvítlaukssmjörinu ofan í skeljarnar. Stráið fingurbjörg af Maldon-salti og vel saxaðri stein- selju yfir hvítlaukssmjörið. Legg- ið halana á vel heitt grill og látið grillast í um það bil sex mínútur. PRINSASPJÓT 200 g lax roðlaus og beinlaus 200 g lúða roðlaus og beinlaus 200 g langa roðlaus og beinlaus 200 g steinbítur roðlaus og beinlaus Hotspot teriyaki-sósa grænt pesto curry paste frá Rajah satay-sósa frá Thai Choise 4 stór grillspjót Skerið fisk í 50 gramma bita. Leggið hann svo í lög, lax í ter- iyaki, lúðu í karrýmauk, löngu í grænt pestó og steinbít í satay- sósu í um það bil fjóra tíma. Setj- ið svo einn bita af hverri tegund upp á spjótin. Grillið á heitu grilli í fimm mínútur á hvorri hlið. KEILA Í INDVERSKU KARRÍI 1 kg keila roðlaus og beinlaus, skor- in í steikur 1 hvítur laukur 1 chili 1/2 hvítlauksgeiri 50 g ólívur, bæði svartar og grænar 50 g sólþurrkaðir tómatar 1 tsk. salt 1 tsk. pipar 2 tsk. karrí 1 tsk. paprikuduft 1 tsk. arómat-krydd 2 dl ólívuolía Setjið krydd, grænmeti og olíu í matvinnsluvél og maukið saman. Látið keiluna liggja í um það bil fjóra tíma í leginum. Setjið keil- una á vel heitt grill í fjórar mín- útur á hvorri hlið. Tilvalið er að pensla hana með kryddleginum á meðan grillað er. LAX Í SWEETCHILI TERYAKI 1 kg laxaflak 1 dl teryaki frá Hotspot 1 dl sweet chili frá Thai Choice 1 msk. af sesamfræum Skerið laxinn í fjóra góða bita og hafið hann með roðinu. Bland- ið saman teryaki-sósu og sweet chili sósu og setjið sesamfræ út í. Penslið laxinn síðan með leginum. Grillið í tvær mínútur á roðlausu hliðinni, til að fá flottar rendur í laxinn. Snúið honum síðan við á roðhliðina og grillið í fjórar mín- útur. Gott er að pensla hann nokkr- um sinnum með leginum. Sælkeraveisla úr sjónum Eyjólfur og Halldór eru aðeins 25 ára, en vantar ekki reynsluna. Eyjólfur byrjaði í fiski aðeins 12 ára og hóf 16 ára störf í Fiskbúðinni Vör, þar sem hann fékk viðurnefnið fiskiprinsinn. Þannig er heiti búðarinnar tilkomið. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Prinsaspjótin eru meðal þeirra rétta sem eru vinsælir í versluninni, sem er nú einnig opin á laugardögum frá klukkan 12.00 til 14.00. Keila í indversku karríi og lax í sweet-chili teryaki. Humarhalarnir eru látnir grillast í um það bil sex mínútur, þaktir hvítlaukssmjöri.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.