Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.06.2007, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 22.06.2007, Qupperneq 12
 Sendinefnd á vegum Útflutningsráðs Íslands hélt til Almaty, stærstu borgar Kasak- stans, á dögunum. Íslensk fyrir- tæki stefna að raforkuframleiðslu og uppbyggingu orkudreifingar- kerfis þar í landi. „Það liggur fyrir að það þarf að endurbyggja að miklu leyti raforku- kerfi Kasakastans,“ segir Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs. „Við viljum leggja til þekkingu á því sviði.“ Í sendinefndinni voru fulltrúar frá Línuhönnun, Sola, Rafteikningu, HydroKraft og Landsbankanum. Von er á fulltrúum frá orkuveitu Almaty til Íslands á næstunni. „Þeir eru væntanlegir, en við eigum í erfiðleikum með að útvega þeim vegabréfsáritun,“ segir Jón. „Fyrirtækið mun koma hingað og kynna sér orkuöflun hér á landi. Þeir eru með nokkur orkuver í suðurhluta Kasakstans og eru með eitt stórt vatnsaflsver á teikni- borðinu. Við munum kynna þeim þennan geira hérna og fara með þá á Kárahnjúka,“ segir Jón. Kasakstan er land í mikilli upp- sveiflu með mörg verkefni fram- undan, að sögn Jóns. „Það var enginn Borat-stíll á neinu sem við sáum þarna. Þetta er mjög skemmtilegt og lifandi umhverfi sem hefði getað verið í hvaða Evrópulandi sem er.“ Hafsteinn Helgason, sviðs- stjóri viðskiptaþróunar hjá Línu- hönnun, var einnig í sendinefnd- inni. „Þarna er um að ræða land sem er jafnstórt og Vestur-Evrópa, með mikinn hagvöxt og uppbygg- ingu. Það þarf að byggja upp nýtt dreifikerfi raforku svo hægt sé að treysta á það til framtíðar. Við ætlum okkur að taka þátt í að hanna það,“ segir Hafsteinn. Kasakstan er ríkt af auðlindum, bæði olíu, gasi og málmum. Í land- inu búa þó aðeins rúmlega 15 millj- ónir manns. „Kasakstan er því með miklar auðlindir á hvern íbúa,“ segir Haf- steinn. „Það er viðskiptalegur og stjórnmálalegur stöðugleiki í land- inu og stjórnvöld eru með mjög mikil áform í gangi um að mennta fólk erlendis. Þúsundir Kasaka eru í háskólum erlendis að mennta sig á kostnað ríkisins.“ Kasösk stjórnvöld hafa einnig fylgt fyrirmynd Norðmanna. „Þeir eru að byggja upp auðlindasjóð og ætla að láta komandi kynslóðir njóta góðs af þessum auðlindum. Það verður ekki sagt um þessa þjóð annað en að hún sé á réttri braut,“ segir Hafsteinn. Íslensk orkufyrirtæki í útrás til Kasakstans Sendinefnd íslenskra fyrirtækja hélt til Kasakstans á dögunum. Stefna að upp- byggingu orkudreifingarkerfis Mið-Asíuríkisins. Kasösk sendinefnd er væntanleg til landsins. Land í mikilli uppsveiflu segir framkvæmdastjóri Útflutningsráðs. Upplýsingar um fjár- hagslega hagsmuni þingmanna Framsóknarflokksins hafa ekki verið uppfærðar síðan þær voru fyrst birtar í apríl 2005. Í reglum um upplýsingarnar segir að þær skuli uppfærðar jafn- óðum og tilefni gefst til og í síð- asta lagi 1. apríl ár hvert. Í apríl 2005 setti þingflokkur Framsóknarmanna sér reglur um miðlun upplýsinga um fjárhagsleg tengsl og í framhaldinu birtust upplýsingar um eignir þing- mannanna í fyrirtækjum, fast- eignum, atvinnurekstri, aukastörf utan þings og boðsferðir og gjafir. „Við viljum hafa hlutina uppi á borðinu svo menn þurfi ekki að vera með neinn rógburð og tilbún- ing,“ sagði Hjálmar Árnason þing- flokksformaður við það tilefni og Jónína Bjartmarz þingmaður sagði gagnsæi vera markmið regl- anna. Bæði eru hætt á þingi. Sigfús Ingi Sigfússon, fram- kvæmdastjóri Framsóknarflokks- ins, segir að farist hafi fyrir að uppfæra upplýsingarnar í fyrra en gengið verði í verkið hið snar- asta auk þess að bæta við upplýs- ingum um fjárhagsleg tengsl nýrra þingmanna flokksins. Framsóknarmenn fóru þess á leit við forsætisnefnd Alþingis að settar yrðu hliðstæðar reglur um upplýsingagjöf alls þingheims. Ekki hefur orðið af því. Framsókn hunsar eigin reglur Fórnarlamb nauðgarans Jóns Péturssonar, sem var misþyrmt í hálfan sólarhring, hringdi í 112 á meðan barsmíðarn- ar stóðu sem hæst. Sambandið rofnaði áður en henni tókst að kalla eftir hjálp. Framkvæmda- stjóri Neyðarlínunnar segir tugi þúsunda símtala berast árlega þar sem hringt er í skakkt númer, lagt er á án þess að nokkuð sé sagt eða hringt er óvart. Ógjörningur sé að fylgja öllum slíkum málum eftir. Í dómi héraðsdóms yfir Jóni frá því á þriðjudag kemur fram að þegar misþyrmingarnar höfðu staðið í tvo og hálfan tíma hafi konunni tekist að hringja úr far- síma sínum í Neyðarlínuna, en Jón hafi slitið símtalinu áður en nokk- ur samskipti hafi átt sér stað. Jafnan er hægt að rekja hvaðan símtalið berst. Þórhallur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segir að ekki sé hægt að koma í veg fyrir tilvik sem þessi. Þegar ekki er ljóst hver ástæða símtals er og rökstuddur grunur er um að eitthvað sé að þá sé það regla hjá Neyðarlínunni að reyna að hringja til baka og fá nánari upplýsingar. Annars sé ógjörningur að bregð- ast við, slíkur sé fjöldi símtal- anna. „Til þess þyrftum við að tvöfalda mannaflann. Við fáum um 300 þúsund símtöl á ári, þar af eru slík símtöl um 40 þúsund.“ Kona sem fæddi barn meðan hún var í dái lést á föstudaginn í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Annetta Miller Clark var í dái í fimm ár eftir að hún lenti í bílslysi ásamt manni sínum sem lést stundu eftir slysið. Annetta, sem fékk alvarlega heilaáverka, var barnshafandi og fæddi son fimm mánuðum síðar sem tekinn var með keisaraskurði. Michael, sem er orðinn fjögurra ára, heimsótti móður sína reglulega að sögn móður Annette. „Michael sat yfirleitt við rúmið, tók upp hárburstann og fór að bursta á henni hárið. Það var erfitt að horfa á.“ Konan látin sem fæddi barn í dái 550 5600 Hringdu ef blaðið berst ekki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.