Fréttablaðið - 22.06.2007, Page 13

Fréttablaðið - 22.06.2007, Page 13
Ársæll Kristófer Ársælsson, sem varð fyrir árás vopnaðra ræningja í Mal- aví aðfaranótt 23. maí síðastliðinn, kom til Íslands fyrir tólf dögum. Að sögn Sighvats Björgvinssonar, forstjóra Þróunarsamvinnu- stofnunar Íslands (ÞSSÍ), hyggst hann snúa aftur til Malaví í júlí þegar hann hefur lokið sumarleyfi. „Honum líður bara vel,“ segir Sig- hvatur. Ársæll var á heimili sínu í Monkey Bay í Malaví þegar vopnaðir ræningjar réðust inn á heimili hans, bundu hann og kefluðu og rændu öllum verðmætum hans. Áður höfðu þeir læst öryggisverði hans inni í útihúsi. Í kjölfarið var Ársæll fluttur til höfuðborg- arinnar Lílongve ásamt öðrum starfsmönnum ÞSSÍ á svæðinu. Hann fór síðan úr landi til unnustu sinnar í Evrópu, þar sem hann þurfti á sérhæfðri áfallahjálp að halda sem ekki var í boði í Malaví. Hinir starfsmenn ÞSSÍ hafa snúið aftur til Monkey Bay. Sighvatur segir að ráðist hafi verið í mikið öryggisátak í samstarfi við lög- regluna á staðnum. Lýsing við híbýli starfs- manna hafi verið efld, rimlar settir fyrir hurð- ir og glugga og lögreglumenn annist sérstaka gæslu. Lögreglan á staðnum handtók einhverja vegna árásarinnar skömmu eftir að hún átti sér stað, en Sighvatur segist ekki halda að þar hafi verið réttir menn á ferð. Rannsókn máls- ins miði lítið. Ætlar aftur til Malaví eftir árás og rán MITSUBISHI L-200 ÓTRÚLEGA FJÖLHÆFUR JEPPI Á FRÁBÆRU VERÐI Virkur þ átttakandi Mitsubishi L-200 er fjölhæfur ferðafélagi sem er meira en til í að taka þátt í öllum áhugamálum fjölskyldunnar. Mikilvægir eiginleikar Minnsti beygjuradíus sambærilegra bíla • 2.800 kg dráttargeta • Opnanleg afturrúða • Super select II drif- búnaður – sá sami og í Pajero • Spyrnustýring og spólvörn Komdu og reynsluaktu 2.990.000 kr. Veglegur aukahlutapakki innifalinn: Álfelgur • 32" dekk • Klæðning í palli • Dráttarbeisli H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 0 6 0 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.