Fréttablaðið - 22.06.2007, Page 32

Fréttablaðið - 22.06.2007, Page 32
BLS. 4 | sirkus | 22. JÚNÍ 2007 „Heppnin spilar inn í þetta en svo verður maður að vera duglegur, þetta er ekkert öðruvísi en að fá vinnu í banka,“ segir Vignir Rafn Valþórsson, 29 ára nýútskrifaður leikari, sem þegar er kominn með stór hlutverk. Vignir Rafn hefur verið ráðinn hjá Þjóðleik- húsinu næsta vetur auk þess sem hann fer með aðalhlutverkið í Saka- málaseríu Rásar 1. Hann segir frábæra tilfinningu að vera útskrifaður úr leik- listardeild Listaháskólans og saknar skólans aðeins að takmörkuðu leyti. „Auðvitað sakna ég skólans en ef ég ætti að velja á milli hans og alvöru lífs- ins þá vel ég 150 prósent lífið. Nú get ég farið að gera eitthvað sjálfur,“ segir Vignir Rafn sem er í sambúð. Spurður um drauma sína segist hann ætla að vera samkvæmur sjálfum sér. „Ég held að það sé númer eitt, tvö og þrjú og svo að reyna að detta ekki í ruglið eins og svo margir gera.“ Þegar hann er spurður af hverju hann ákvað að verða leikari segir hann leiklistina sameina allt sem hann hefur áhuga á. „Ég hef gaman af öllu sem kemur að leiklist, sama hvort það er að hanna leikmynd- ina, búningana, þýða leikrit eða skrifa. Þetta var engin ákvörðun heldur lá leiklistin beinust við,“ segir hann og bætir við að hann eigi engan uppá- halds leikara. „Það eru margir góðir hér á landi sem maður lítur upp til og ég gæti horft á Ólaf Darra sofa ef út í það er farið. Sem betur fer eru margir að gera góða hluti því íslenskt leikhús þarf virkilega á því að halda.“ Gæti horft á Ólaf Darra sofa VIGNIR RAFN „Auðvitað sakna ég skólans en ef ég ætti að velja á milli hans og alvöru lífsins þá vel ég 150 prósent lífið. Nú get ég farið að gera eitthvað sjálfur,“ segir Vignir Rafn sem er í sambúð. MYND/VILHELM 1. Jógvan Jógvan 2. 100 íslensk 80‘ lög Ýmsir 3. Cortes 2007 Garðar Thor Cortes 4. Life In Cartoon Motion Mika 5. Óskalög sjómanna Ýmsir 6. Pottþétt 43 Ýmsir 7. Volta Björk 8. Hver er sinnar kæfu smiður Laddi 9. Forever Gus Gus 10. Era Vulgaris Queens Of The Stone Age 11. Please Don´t Hate Me Lay Low 12. Vorvísur Tríó Björns Thoroddsen og Andrea Gylfadóttir 13. Lost Highway Bon Jovi 14. Back To Black Amy Winehouse 15. Pocket Symphony Air 16. Memory Almost Full Paul McCartney 17. Fnykur Samúel J. Samúelsson 18. Á söngferðalagi Skoppa og Skrítla 19. Great Northern Whalekill Mínus 20. Kurr Amiina 14. - 21. júní H abitat-hjónin Ingibjörg Þorvaldsdóttir og Jón Arnar Guðbrandsson hafa selt glæsivillu sína í Eikarási 7 í Garðabæ fyrir 160 milljónir, eftir því sem heimildir Sirkuss herma. Ekki hefur tekist að fá staðfest hver kaupandinn er. Upphaflega vildu Ingibjörg og Jón Arnar, sem reka einnig fimm Oasis tískuvöruverslanir í Kaup- mannahöfn, fá 170 milljónir fyrir húsið sem hefur verið afar áberandi í fjölmiðlum undanfarin ár, bæði í hönnunarþáttunum Innlit/Útlit á Skjá einum og Veggfóðri á Stöð 2 sem og húsbúnaðar- tímaritunum Hús og híbýli og Veggfóðri. Það var Íris Björk Jónsdóttir, eigandi tískuvöruverslunarinnar GK, sem byggði húsið árið 2003. Hún gerði það afar nýtískulegt og glæsilegt og seldi það árið 2005 til athafna- mannsins og byggingaverktak- ans Engilberts Runólfssonar. Hann eyddi rúmu ári í húsinu en seldi síðan Ingibjörgu og Jóni Arnari það fyrir 140 milljónir í febrúar á síðasta ári. Heimildir Sirkuss herma að Ingibjörg og Jón Arnar íhugi jafnvel að flytja til Danmerkur til að geta betur einbeitt sér að rekstri Oasis-búðanna en ekkert liggur þó fyrir í þeim efnum. Þau eiga fyrir 96 fermetra íbúð á Laugavegi 40 sem er einnig til sölu á 33,9 milljónir. INGIBJÖRG ÞORVALDSDÓTTIR OG JÓN ARNAR GUÐBRANDSSON SELJA Í GARÐABÆNUM FENGU 160 MILLJÓNIR FYRIR GLÆSIVILLU Í EIKARÁSNUM BYGGÐI HÚSIÐ Tísku- drottningin Íris Björk Jónsdóttir byggði húsið árið 2003. FENGU GÓÐAN PENING Hjónin Ingibjörg og Jón Arnar geta verið ánægð með söluna á Eikarásnum. GLÆSIVILLA Eins og sést á þessum myndum er húsið afar glæsilegt í alla staði.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.