Fréttablaðið - 22.06.2007, Side 48

Fréttablaðið - 22.06.2007, Side 48
BLS. 12 | sirkus | 22. JÚNÍ 2007 Peninga fyrir kleinuhringi Naomi Campbell hefur komið sér í svo mikið klúður undanfarið að greyið stelpan fær varla vinnu. Ofurfyrirsætan hefur þess vegna farið að ráðum Kfed og tekið að sér að leika í auglýsingu þar sem hún gerir grín að sjálfri sér. Það er fyrirtækið Dunkin Donuts sem hefur ráðið Naomi og í auglýsingu mun hún taka eitt af sínum frægu köstum. Það verður forvitnilegt að sjá hvort að þetta hafi eitthvað að segja. Þ að er orðið svaka trend allt í einu í Hollywood að láta allt flakka þegar það kemur að hárgreiðslu nú orðið. Eitt sinn var ekki hægt að láta sjá sig út á götum Los Angeles með neitt annað en Cindy Crawford-hár. En tímarnir hafa breyst og nú eru allar skvísurnar með stutt hár og bera það vel. Við erum að fíla þetta. SÆTAR STUTTHÆRÐAR Falleg í fangelsinu Paris Hilton er greinilega ekki í neinni vinnu á meðan fangelsisvist hennar stendur yfir. Kathy Hilton, móðir Parisar segir hana stara á loftið og veggina allan daginn. Fyrir nokkru reyndi Paris að hengja upp myndir af fjölskyldu sinni á veggina, en fangelsisverðirnir gerðu sér lítið fyrir og rifu þær allar niður. Vinir Parisar segja hana hinsvegar líta vel út. Hótelerfing- inn má ekki setja neinar snyrtivörur á sig og hafa vinir hennar haft orð á því hve vel hún liti út án þeirra. Æi, það er nú gott að hún líti vel út í fangels- inu. Vá, hvað okkur líður miklu betur núna. Laumast til að hittast Nokkar myndir náðust af Jane Pitt, móður Brads Pitt fyrir utan hús fyrrverandi tengdadóttur sinnar Jennifer Aniston. Þær eru greinilega enn mjög góðar vinkonur. Vá, hvað þetta hlýtur að fara í taugarnar á Angelinu. Jane var í rúma tvo klukkutíma hjá Jennifer. Það hefði verið gaman að vera fluga á vegg þegar þessar tvær hittust. Hvað skyldu þær tala um? Angie, Brad, börnin. Ó, hvað þetta er djúsí. M unið þið eftir gömlu góðu dögunum þegar Angelina Jolie var ung og villt? Þegar hún skipti um háralit einu sinni viku, lék sér að hnífum og gerði lítið annað en að fara í sleik við Billy Bob Thornton. Angelina Jolie hefur heldur betur breyst síðan þá. Með komu Maddoz- ar í líf leikkonunnar breyttist allt. Angelina varð stillt og virðuleg kona. Hún byrjaði að brosa meira og allt við hana varð einlægara. En Angelina mun örugglega allt- af verða umdeild. Hún hóf ástar- samband við giftan mann. Það hefur án efa ekki farið framhjá neinum. Ekki höfðu margir trúað því að samband þeirra myndi end- ast, en eins og staðan er í dag er ekki ólíklegt að Bradgelina eigi eftir að vera saman að eilífu. Brad hefur ættleidd öll börn Angelinu og eiga þau saman dótturina Shiloh sem er án efa arftaki Ger- ber-barnsins. Angelina hefur verið afar opin- ská um samband sitt við Brad og lýsir honum sem einstökum manni og föður. En nú aðeins fyrir nokkr- um mánuðum ættleiddu þau sitt þriðja barn. Það virðist ekkert geta stöðvað þessi tvö og hefur hún oft talað um það að henni langi í sjö til 14 börn. LEIKKONAN ANGELINA JOLIE HEFUR BREYST EFTIR ÞVÍ SEM ÁRUNUM HEFUR FJÖLGAÐ NÝ STJARNA Á FERÐINNI Svona leit Angelina út er hún lék í myndinni Gia sem kom henni á kortið. HVER MAN EKKI EFTIR ÞESSU? Kossinn sem sjokkeraði alla. Angelina og bróðir hennar James Haven. SJÚK Í BILLY BOB Angelina Jolie og Billy Bob Thornton slepptu ekki hvort öðru á meðan sambandi þeirra stóð. FYRIRMYNDARFJÖLSKYLDA Jolie-Pitt fjölskyldan ásamt Shiloh og Zahöru. Eru þau ekki sæt? ROSALEGA GRÖNN Angelina er sögð vera um 49 kíló. Hún segist þó ekki eiga við átröskun að stríða heldur hefur árið verið erfitt fyrir hana. Villingurinn sem varð súpermamma HAMINGJU- SÖM Brad og Angelina eru á góðri leið að verða nýja gullna parið í Hollywood. MICHELLE WILLIAMS Dawson’s Creek-skvísan er lík Miu Farrow í Rosemary’s Baby og það fer henni vel. VICTORIA BECKHAM Er miklu sætari með stutt hár, en hún var orðin þreytt á því að vera endalaust með hárlengingar. SELMA BLAIR Er alltaf sexí og getur í raun gert hvað sem er við hárið á sér. Það hlýtur þó að taka sinn toll að vera í svona opinberu sam- bandi, eiga fjögur börn og vera fræg kvikmyndastjarna því mikið hefur verið rætt í fjölmiðlum hversu grönn Angelina er orðin og hvort hún ætti við vandamál að stríða en Angelina hefur komið fram og sagt að móður missirinn ásamt því að vera með barn á brjósti væri um að kenna. Sam- kvæmt fjölmiðlum vestanhafs er Angelina aðeins 49 kíló. Þrátt fyrir að vera afar létt er hún ótrú- lega sterk, og heldur á tveimur af fjórum börnum sínum eins og ekkert sé. Ekki slæmt það.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.