Fréttablaðið - 22.06.2007, Side 57

Fréttablaðið - 22.06.2007, Side 57
Eðlilega fyll-ist fólk óhug þegar það heyrir frétt- ir um að ung- menni geri sér að leik að meiða og deyða dýr. Maður veltir fyrir sér hvernig and- leg líðan þeirra er sem þetta gera? Hefur gerandinn e.t.v. verið meidd- ur sjálfur, er hann jafnvel hald- inn miklum sársauka, reiði og bit- urleika? Hver svo sem orsökin er, virðist ljóst að eitthvað hefur farið úrskeiðis. Hvað nákvæmlega, vitum við ekki fyrr en málefni hans og fjölskylduaðstæður hafa verið skoðaðar. Fregnir um andfélagslega hegð- un eins og þessa kalla fram ýmsar spurningar í hugum almennings. Spurt er t.d. hvort þeir sem þetta gera séu einfaldlega vondir í eðli sínu, eða fæðst hreinlega með hvat- ir til að pynta og drepa? Þessari spurningu svara ég hiklaust neit- andi. Að hugsa dæmið með þessum hætti er að mínu mati varhugavert og vita gagnslaus nálgun. Önnur al- geng spurning í þessu sambandi er hvort þetta sé ekki allt sjónvarpinu og tölvuleikjunum að kenna? Þeirri spurningu er heldur ekki hægt að svara með einsatkvæðisorði, jafn- vel þótt það sé sennilegt að barn sem hefur ofbeldi sem fyrirmynd frá unga aldri og yfir langan tíma kunni að bera alvarlegan skaða af. Hvort hin skaðlegu áhrif leiði til löngunar að pynta og drepa dýr er að mínu mati einföldun á alvarlegu máli. Aðrir velta fyrir sér hvort í upp- eldi þessara ungmenna hafi vant- að siðferðislega kennslu sem leitt hafi til einhvers konar siðblindu? Barn sem fer á mis við að vera kennt grundvallaratriði siðfræð- innar getur svo sannarlega reynst erfitt að setja sig í spor annarra og finna til samkenndar. Áhrifagirni og hópþrýstingur er enn annað fyr- irbæri sem kemur upp í hugann við tíðindi sem þessi. Getur ungmenni verið svo áhrifagjarnt að ef hvatt til að taka þátt í verknaði sem þess- um láti það tilleiðast? Hópþrýst- ingur og múgsefjun er afl sem, ef óbeislað, getur leitt til þess að hóp- urinn framkvæmir hluti sem ein- staklingurinn, væri hann einsam- all, myndi aldrei láta sér detta í hug að gera. Mikilvægt er að börnum sé snemma kennt að varast áhrif og afleiðingar hópþrýstings. Loks er forvitnilegt að velta fyrir sér hversu stór hópurinn er sem um ræðir? Er hér e.t.v. um fáa einstakl- inga að ræða sem endurtaka verkn- aðinn eða er þetta stærri hópur? Að meiða og deyða dýr sér til gam- ans er klárlega æfing í ofbeldi sem ekki nokkur leið er að segja til um hvar endar. Verði þessum aðilum ekki hjálpað eru þeir að mínu mati í áhættuhópi þeirra sem kunna að stunda andfélagslega hegðun lung- að af lífsferli sínum. Tökum sam- eiginlega ábyrgð og vörumst að dæma fyrirfram. Það sem skilar sér best til að sporna við og slökkva á hegðun sem þessari er að ná til þessara ungmenna og fjölskyldna þeirra, greina vandann með fag- legum hætti og veita viðeigandi að- stoð. Eins þarf að hlúa að þeim sem koma að slíkum verknaði. Fyrst og fremst er þetta sorg- legt, að sjálfsögðu fyrir þolendur en ekki síst fyrir gerendurna sem síðar á ævinni líta til bernsku sinnar og rifja upp minningar um að hafa pyntað og murkað lífið úr dýrum. Höfundur er sálfræðingur. Sálrænt ástand þeirra sem meiða og deyða dýr Ígrein minni hér í Frétta- blaðinu 19. júní sl. vakti ég at- hygli á því að í samvinnufé- lagi á ekki að myndast neitt „fé án hirðis“, en þetta gerðist hérlendis vegna sérstakra sögu- legra og lagalegra ástæðna. Eftir lagabreytingar 2001 eru þessar ástæður ekki lengur fyrir hendi. Samvinnuformið hefur dafn- að bæði vestan hafs og austan á undanförnum árum. Það hent- ar hópum sem hafa hagsmuni að verja en leita ekki eftir hámörkun einkaarðs. Það hentar í velferðar- og félagsþjónustu, á menntasviði og í húsnæðis- og fjölskylduþjón- ustu. Auk þess hentar það t.d. sem þjónustu- og framkvæmda- afl á jaðarsvæðum og í dreifbýli. Í grein minni gat ég þess að takmarkanir eru á ráðstöfun stofnsjóðseignar í samvinnufé- lagi. Þannig fylgir t.d. aðild ein- staklings að samvinnufélagi viðskiptalegri þátttöku og erf- ist ekki skv. 17.gr. laga um sam- vinnufélög. Aftur á móti ber sam- vinnufélagi skv. 38.gr. laganna að greiða erfingjum inneign í stofn- sjóði við andlát félagsmanns. Í samvinnustarfi þekkjast ýmis sérstæð félagsform. Eitt þeirra er gagnkvæm félög, einkum á sviði trygginga. Eins og nafnið bendir til hafa þau sérstöðu. Starfshætt- ir þeirra og verkssvið hafa t.d. verið skilgreind ólíkt því sem átt hefur við um íslensk kaupfélög. Samvinnutryggingar störfuðu sem gagnkvæmt félag og voru skrásettar þannig meðal annarra samvinnufélaga. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður vék rétti- lega að þessu í grein hér í Frétta- blaðinu 20. júní sl. - en í sérstök- um tilgangi eins og sjá má af grein hans. Höfundur er fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi rektor Samvinnuháskólans. Enn um samvinnu- félög á JAMIS gæðahjólum AFSLÁTTUR Sumartilboð 30% SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 Hjólaðu út í sumarið á nýju Jamis hjóli ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 38 08 2 06 /0 7 Hjólin fást í Kringlunni og Smáralind

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.