Fréttablaðið - 22.06.2007, Side 62
Römm er sú taug... Sigurjón
Jóhannsson, leikmynda-
hönnuður og listmálari,
opnar sýningu í Bræðslunni
á Siglufirði í dag. Þar held-
ur hann áfram rannsókn
sinni í stórum vatnslita-
myndum á þeim heimi sem
nú er löngu horfinn: síldar-
árunum á Sigló.
„Ég rankaði við mér til lífsins í
þessum slag,“ segir Sigurjón um
bernskuár sín á Siglufirði þá síld-
arævintýrið stóð sem hæst. Hann
hefur lagt sig eftir að festa þann
heim á örk með vatnslitum: „Það
eru svona tuttugu ár síðan og í
fyrstu ekki af mikilli alvöru og af
einhverju tilefni sem ég man ekki
hvert var, en svo smátt og smátt
tók þetta yfir. Ég er að skýra frá
þessari reynslu, þessum tíma sem
aldrei verður aftur. Þetta síld-
arævintýri sem tók aðeins tvær
kynslóðir, sextíu ár. Birtist síld-
in aftur verður hún ekki unnin
svona. Þetta er rómantík náttúru-
lega og nostalgía sem ég er ekkert
að sneiða hjá. Ég rækta hana og
hef gaman af henni. Ég kalla þess-
ar myndir alþýðurómantík. Ég
vinn þessar myndir allar í vatns-
litum. Það er efni sem ég hef ekki
getað slitið mig frá og komist upp
á lag með að nota.“
Sigurjón er ekki sá eini sem unnið
hefur skipulega með myndefni
frá síldarárunum. Arnar Her-
bertsson hefur sótt þangað mynd-
efni í litlar olíumyndir: „Við erum
þeir einu sem höfum skipt okkur
af þessu myndefni. Í rauninni eru
sárafáir málarar sem skeyta um
sjávarsíðumótíf, eiginlega engir.
Mitt sjónarhorn er ansi þröngt.
Það er bara síldin. Ég held mig við
þennan reynsluheim sem ég þekki
út og inn. Þetta eru orðnar ansi
margar myndir sem ég hef málað
á þessum tuttugu árum. Fleiri
hundruð myndir. Þær hafa farið
helvíti víða. Menn kaupa þetta til
gjafa. Þetta er orðinn heimur sem
ég hef skapað og ég fer inn í þann
heim. Þær eru keimlíkar að því
leytinu.“
Á sýningunni í Gránu sem opnar
í dag eru uppi 24 stórar mynd-
ir. Grána er nýtt hús, byggt á ár-
unum 1999 til 2000. Þar eru upp-
settar vélar og tæki til að sýna
íslensku síldarverksmiðjuna á ár-
unum 1935-45. Síldarminjasafn-
ið hlaut fyrir sýningarnar í Gránu
og Róaldsbrakka Evrópsku safna-
verðlaunin 2004, og var þá kjör-
ið besta nýja iðnaðarsafn Evrópu.
„Þar uppi er mjög fallegt svala-
loft og gallerí og þar ætla ég að
sýna þessar myndir. Í Gránu er
mjög merkilegt sýningarhald
eftir Örlyg Kristfinnsinsson safn-
stjóra. Þetta er í rauninni inn-
setning á bræðslusögunni og djá-
snið í þessari innsetningu hans er
kvikmynd Þorgeirs Þorgeirsonar,
Maður og verksmiðja sem svarar
því sem þarna fyrir augu ber mjög
skemmtilega.“ segir Sigurjón.
Sýningin hans er hluti af hátíða-
höldum nú um helgina: „Þetta
hefst núna á Jónsmessuhátíðinni
– hundrað ára afmæli Róalds-
brakka. Þar verður lesið úr Guðs-
gjafaþulunni hans Halldórs. Þar
eru fjöldamörg minni sem má
rekja til Siglufjarðar. Eins og til
dæmis geitin: geitin er staðreynd.
Faðir minn sagði mér frá henni
alltaf heldur dapur, því geitin gekk
um og sníkti tóbak og brennivín af
mönnum. Það eru sögur eins og
þessar sem leita inn í myndheim
minn í þessum verkum.“
Róaldsbrakki er eitt húsanna
sem mynda hið einstaka Síldar-
minjasafn á Siglufirði. Hann á
hundrað ára afmæli í ár, var reist-
ur 1906-1907 af Ole Tynes fyrir
Olaf Roald í Álasundi.
Sigurjón fór suður um tvítugt.
Hann sótti fyrst suður til Rómar
í arkitektanám einn vetur áður
en hann settist í Handíða- og
myndlistaskólann. Þá var skólinn
tveggja ára nám. Þar voru þá við
nám nokkrir þeirra sem síðar urðu
nýjungamenn í íslenskri mynd-
list: Sigurjón, Tryggvi Ólafsson,
Þórður Ben og Hreinn Friðfinns-
son. Hefur upphaf íslenska popps-
ins í myndlistinni verið rakið til
ferðar þeirra Hreins og Sigurjóns
til London 1964. Og inn í þá mynd
kemur Dieter Roth. Hann og Ri-
chard Hamilton sem er talinn
fyrstur manna til að draga staðal-
ímyndir auglýsinga inn í myndlist
Evrópu á miðjum sjötta áratugn-
um voru í samstarfi.
Þegar Sigurjón kom heim úr Bret-
landsferðinni tók hann að vinna
verk með klippitækni og sýndi
þau á upphafssýningu SÚM sum-
arið 1965. Klippimyndir segist
hann hafa unnið mest fram yfir
1970 og æ síðan en þá var leikhús-
ið búið að ná honum á sitt vald.
Hann vann í upphafi í nokkrum
sýningum Grímu með samstarfs-
konum sínum til margra ára, Brí-
eti Héðinsdóttur og Brynju Bene-
diktsdóttur.
„Eftir það beindist öll mín við-
leitni að því að komast inn í leik-
húsið. Ég fór til Kaupmannahafn-
ar 1968 og vildi læra en það var
tilraunadeild við Konunglega lista-
háskólann sem kenndi leikmynda-
gerð. Þar komst ég í sambönd sem
gáfu mér aðgang að leikhúsum,
en leikhúsheimurinn er lokaður
heimur og vill verja sig. Næstu
árin tók ég hvaða starf sem var í
leikhúsum í Kaupmannahöfn til
að læra fagið.“
Sigurjón á nú að baki yfir fjörutíu
ára feril í leikhúsi og yfir hundr-
að leikmyndir og hann viðurkenn-
ir fúslega að það sé hans heima-
hagi, þar vilji hann helst vinna.
En vinna í leikhúsi vill leggjast í
tarnir. Bríet Héðinsdóttir skrif-
aði fyrir mörgum árum grein í
málgagn Leiklistarsambandsins
þar sem hún staðhæfði að íslenskt
leikhús þjáðist af nýjungagirni
og hafnaði reynsluríku fólki. Um
þessar mundir má sjá þess merki:
reynslulitlum leikstjórum er
hampað en hinum eldri parkerað.
Miðað við aldur og fyrri störf
á maður eins og Sigurjón ekki
bjarta framtíð í íslenskum leik-
hússtofnunum, spyrjum við?
„Leikhúsið virðist ekki kæra sig
um áratugareynslu starfsmanna
sinna nema upp að ákveðnu
marki. Nýir menn njóta gjarn-
an uppsveiflu. Svona fyrstu árin.
Þeim er tekið tveim höndum.
Svona var mér tekið. Ég var sett-
ur í fast djobb í Þjóðleikhúsinu
og fékk alltof mikið að gera. Svo
er reglan sú að það smám saman
fjarar undan þeim nema þeir hafi
einhver ráð uppi í erminni til að
hamla því. Í stærra samhengi, í
meira fjölmenni, eru menn í tvo
áratugi að vinna sér þegnskap í
greinunum. Þá eru þeir komnir á
það plan sem tryggir þeim nokk-
uð stöðug verkefni. Þetta er þver-
öfugt hér. Hér er öllu sturtað út á
efri árum. Það eru undantekning-
ar á þessu sem eiga helst við um
leikara og Gunnar Eyjólfsson er
alveg dásamlegt dæmi um það.
Geri aðrir betur. Eða Herdís. Það
er mjög gott að hafa þetta fólk hjá
sér með alla sína reynslu,“ segir
Sigurjón.
Í samanburði við aðrar grein-
ar listanna í öðrum löndum: klipp-
ara í kvikmyndum og listræna
stjórnendur, suma leikstjóra sem
vinna eins lengi og þeir hafa þrek
til sumir, hljómsveitarstjóra og
myndlistarmenn er íslenskt leik-
hús sér á parti. „Samanburður
sem þessi er ansi skemmtilegur og
lýsandi,“ segir Sigurjón og glott-
ir. Sýningin á lofti Gránu stendur
í átta vikur.
Ásdís Sif Gunnarsdóttir mynd-
listarmaður hefur verið upptek-
in á sunnudagssíðdögum frá því
í janúar því þá svarar hún kalli
listfúsra notenda samskiptafor-
ritsins Skype. Ásdís Sif fær upp-
hringingar hvaðanæva að úr ver-
öldinni í gegnum símforrit þetta
og segir verkefnið hafa tekist afar
vel. „Þetta hefur verið alveg of-
boðslega spennandi, þetta er mjög
skemmtilegt form. Ég hef verið
með gjörninginn milli klukkan
fimm og sex á sunnudögum, að ís-
lenskum tíma.“
Fólk hringir inn og Ásdís svar-
ar með einnar til tveggja mínútu
löngum gjörningi sem hún líkir
við myndlistarljóð. Hún segir það
fara alveg eftir stemningu dags-
ins hvernig gjörningarnir verða
og þannig virki þeir einnig eins og
dagbók um líf hennar.
Hróður verkefnisins hefur bor-
ist víða og á dögunum tók Ásdís til
að mynda þátt í sýningu í Glasgow
þar sem hún „svaraði“ hringing-
um allt kvöldið. „Vinkonur mínar
sem fóru á myndlistarmessuna í
Basel settu líka upp tölvu þar og
hringdu í mig,“ segir Ásdís.
Hún segir að sýningarnar und-
anfarið hafi verið ákveðinn há-
punktur á verkefninu og segist
vera að íhuga að taka sér smá frí
frá þessari sunnudagsskuldbind-
ingu. „Ég er búin að vera að frá
því í janúar og er að spá í hvort ég
ætti að halda áfram. Ég geri það
pottþétt en hugsa samt að ég taki
mér tveggja vikna frí,“ segir hún
sposk.
Ásdís Sif er reyndar á förum
til hinnar fögru borgar Prag þar
sem hún mun endurvekja gjörn-
ingalist sem kennd er við „Leikhús
listamannanna“ ásamt tíu öðrum
listamönnum sem tengjast gallerí
Kling & bang. En þegar hún snýr
aftur geta áhugasamir lesendur
slegið á tölvuþráð til hennar. Not-
endanafnið hennar er asdissif og
hún mun án efa koma hlustendum
sínum á óvart.
Fremur myndlistarljóð
SMÁRALIND I 522 8383
RÝMINGARSALA
allar vörur með
70-90%afslætti