Fréttablaðið - 22.06.2007, Page 64

Fréttablaðið - 22.06.2007, Page 64
Þessa dagana standa yfir hljóðrit- anir á þremur verkum eftir Jón Nordal á vegum Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands og Ríkisútvarps- ins. Stjórnandi er Petri Sakari sem kemur sérstaklega til landsins af þessu tilefni en þessi fornvin- ur hljómsveitarinnar hefur stýrt fjölmörgum tónsmíðum Jóns um árabil, bæði með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands og öðrum sveitum víðar um heiminn, og hefur því staðgóða þekkingu á verkefninu. Rás 1 átti frumkvæði að þessu áhlaupaverki en það eru Konsert fyrir hljómsveit frá 1949, Canto elegiaco frá 1971 fyrir selló og hljómsveit og Epitafion fyrir strengi, tréblásara og slagverk frá 1974 sem verða hljóðrituð. Næsta starfsár stendur til að hljóðrita einnig Brotaspil (1962) og Concerto lyrico (1975) fyrir hörpu og strengi. Þessi hljómsveitarverk eru ýmist til í áratuga gömlum upp- tökum hljómsveitarinnar eða þau hafa ekki verið hljóðrituð af hljómsveitinni. Því var ákveðið að ráðast í þetta brýna verkefni. Með því er einnig vonast til að bregða upp enn gleggri mynd af tónsmíðaferli Jóns en verkin eru mörg samin tiltölulega snemma á ferli tónskáldsins. Það elsta, Kons- ert fyrir hljómsveit, samdi Jón ein- ungis 23 ára gamall um það leyti sem hann útskrifaðist frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík. Jón Nor- dal hefur verið viðstaddur upptök- urnar sem lýkur í dag. Einleikari í Canto elegiaco er Bryndís Halla Gylfadóttir. Bjarni Rúnar Bjarnason tónmeistari og Ólafur Thoroddsen tæknimaður sjá um hljóðritanir á vegum Rásar 1. Að sögn Bjarna Rúnars hefur vinnan við þessi verk verið afar ánægjuleg. „Þetta er kvalitets- tónlist og gerist ekki betri hér. Jón er slíkur öðlingur að starfa með.“ Bjarni hefur verið starfandi við hljóðritanir á vegum Ríkis- útvarpsins í nær aldarfjórðung. Hann segir starf tónmeistara vera að tengja saman hina tækni- legu hlið og listamennina, hljóð- færaleikara, hljómsveitarstjóra og tónskáldið ef það er á staðnum. Hann segir menn nota frá tveimur upp í fjörutíu hljóðnema eftir að- stæðum en þeir hjá RUV hljóðriti beint í steríó. Þannig vinni þeir bæði fyrir útsendingar á Rás 1 og einnig erlend fyrirtæki, Naxos og Chandos. Jón Nordal er fæddur 1926 í Reykjavík. Hann stundaði píanó- nám hjá Árna Kristjánssyni og tónsmíðanám hjá Viktori Urbanc- ic og Jóni Þórarinssyni við Tónlist- arskólann í Reykjavík en þaðan útskrifaðist hann 1949 og fór þá til Zürich í Sviss í framhaldsnám. Heimkominn gerðist hann mikil- virkur píanóleikari, tónskáld og kennari en Jón gegndi stöðu skóla- stjóra Tónlistarskólans í Reykja- vík um árabil. Hann hefur auk þess starfað ötullega að félags- málum tónskálda hér á landi. Jón hefur samið fyrir ýmsar hljóðfærasamsetningar, hljóm- sveitir, kammerhópa, einleiks- hljóðfæri og kóra en langflest verka hans frá liðnum árum eru fyrir kóra. Nýjasta verk hans var einmitt frumflutt af Hamra- hlíðarkórnum við setningu Lista- hátíðar í Reykjavík í maí síðast- liðnum. Fáum blandast þó hugur um að framlag Jóns til íslenskrar hljómsveitartónlistar er einstakt enda lagði hann sig sérstaklega eftir því framan af ferli sínum að auðga íslenskar hljómsveitar- bókmenntir. Sinfóníuhljómsveit Íslands fagnaði áttræðisafmæli Jóns í fyrra með glæsilegum tón- leikum þar sem Ásdís Valdimars- dóttir, Einar Jóhannesson, Erling Blöndal Bengtsson, Guðný Guð- mundsdóttir og Víkingur Heið- ar Ólafsson fluttu fjóra konserta Jóns ásamt hljómsveitinni. Hljóðrituð verk eftir Jón Nordal 19 20 21 22 23 24 25Ljósmyndasýningu Katrínar El- varsdóttur í Listasafni ASÍ við Freyjugötu lýkur um helgina. Sýningin ber yfirskriftina „Af þessum heimi“. Katrín útskrifaðist frá Art Ins- titute of Boston árið 1993 og hefur tekið þátt í fjölda einka- og sam- sýninga á Íslandi, Bandaríkjunum og Evrópu, en hún býr og starfar í Reykjavík. Af þessum heimi Sýningar haustsins komnar í sölu á netinu! Miðasala á netinu! www.leikhusid.is „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.