Fréttablaðið - 04.07.2007, Page 30

Fréttablaðið - 04.07.2007, Page 30
. Gerir pitsurnar sjálfur Styrktartónleikar nátt- úruverndarsamtakanna Saving Iceland fóru fram við góðar undirtektir á Nasa á mánudagskvöld. Fjöldi manns var þar sam- ankominn til að styðja mál- staðinn og hlýða á nokkra af helstu tónlistarmönnum þjóðarinnar. Um 15 bönd spiluðu á tónleikum Saving Iceland á Nasa á mánu- dagskvöld. Sérstaka athygli vöktu tónleikar hljómsveitarinn- ar Múm sem flutti efni af vænt- anlegri plötu sinni. Myndum af stöðum á landinu sem hverfa undir vatn eða breyt- ast verulega vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda var varp- að á skjá á sviðinu. Einnig voru sýndar myndir af aðgerðum mót- mælenda á hálendinu síðasta sumar og við íslensk sendiráð er- lendis. Á tónleikunum var tilkynnt að til stæði að reisa aftur mótmæla- búðir á hálendinu í næstu viku og starfrækja þær að minnsta kosti út júlímánuð. Rapparinn og upptökustjórinn Timbaland neitar með öllu að fljúga með almennum flugfélögum þar sem hann óttast sýkla og kvef- pestir sem al- múgurinn kann að bera. Timba- land ferðast að- eins um í einka- þotum og helst með eins fáum samfarþegum og mögulegt er. „Heilsan er það mikilvægasta í lífinu,“ sagði Timbaland í nýlegu viðtali þegar hann var spurður um málið í fjölmiðlum ytra. „Til að halda góðri heilsu kýs ég að fljúga í helst sömu einkavélinni og þá slepp ég við að sitja við hliðina á ókunn- ugu fólki sem hóstar og hnerrar.“ Notar bara einkavélar Glæsileg gaseldavél AFSLÁTTUR 30% Smeg gaseldavél á tilboðsverði kr. 174.300 stgr.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.