Fréttablaðið - 04.07.2007, Side 34
Leikir kvöldsins:
Ármúla 11 - sími 568-1500
Lónsbakka - sími 461-1070
Vélorf
Alvöru orf
á góðu verði
Valsstúlkur urðu fyrir aðkasti í Árbænum
Fram tókst að skapa tals-
verða pressu á botnlið KR með
mikilvægum 1-0 sigri á Breiða-
bliki í gær. Gestirnir voru reyndar
betri aðilinn í Laugardalnum í gær
en tókst á einhvern ótrúlegan máta
að nýta ekki þeirra fjöldamörgu
færa sem þeir fengu í leiknum.
Blikar byrjuðu betur strax í upp-
hafi leiks og fengu þó nokkur góð
færi á fyrsta korterinu. Það voru
þó Framarar sem fengu hættuleg-
ustu marktækifærin. Daði Guð-
mundsson átti fyrirgjöf á Jónas
Grana Garðarsson sem var einn á
auðum sjó í miðjum vítateignum
en skallaði yfir markið.
Svo á 38. mínútu dæmdi Jóhann-
es Valgeirsson víti á Guðmann
Þórisson sem braut á Jónasi Grana
yst í vítateigshorninu við endalín-
una. Igor Pesic fór á vítapunkt-
inn og lét Casper Jacobsen verja
frá sér. Þetta var í annað skiptið
í röð sem Pesic klikkar á víti og
sömuleiðis sem Jacobsen ver víti
í marki Blika.
Þrátt fyrir þetta voru Blikar að
spila betur og sami háttur á liðinu
og var í upphafi móts. Liðið spil-
aði glimrandi vel, kom sér í sókn-
ir en náði allt of sjaldan að klára
þær með þokkalegri marktilraun.
Framarar beittu skyndisóknum
og voru skeinuhættir án þess þó
að nýta færin sín. Það er einnig
gömul saga og ný hjá liði Fram.
Þetta sést best á því að Fram hefur
aðeins nýtt eina af síðustu fjórum
vítaspyrnum sínum.
Fram fékk hornspyrnu í upp-
hafi síðari hálfleiks og upp úr
henni náði Jónas Grani að skalla
að marki en Kristjáni Óla tókst að
bjarga á marklínu. Í næstu sókn
Blika átti Kristján Óli Sigurðsson
fast skot að marki sem var varið
í horn.
Blikar fengu svo ótrúlegt færi
á 55. mínútu er Pesic missti bolt-
ann klunnalega á versta stað. Blik-
ar voru þrír gegn einum varnar-
manni Fram en tókst samt ekki að
nýta sóknina.
Eftir þetta gerðist ekki mikið
þar til á 68. mínútu er heimamenn
fengu aukaspyrnu á miðjum vall-
arhelmingi Blika. Pesic tók spyrn-
una og Jónas Grani skallaði lag-
lega yfir Jacobsen. Loksins nýtti
leikmaður á vellinum færið sitt.
Það gerði reyndar Prince Raj-
komar líka í næstu sókn Blika en
hann var dæmdur rangstæður
eftir að hann byrjaði að fagna.
Blikar voru áfram meira með
boltann en án þess þó að það skil-
aði sér með marki en gestirnir
voru hreint ótrúlegir klaufar fyrir
framan mark heimamanna.
„Ég er orðinn hundleiður á að
tala um eftir leiki hvað við spilum
vel en náum ekki að koma boltan-
um yfir línuna. Ég er alveg búinn
að fá upp í kok af því,“ sagði Ól-
afur Kristjánsson, þjálfari Blika,
eftir leik. „Við verðum að gjöra
svo vel að snúa blaðinu við hvað
þetta varðar.“
Hjá Fram var sigurvíman áber-
andi, ekki síst hjá sóknarmann-
inum Ívari Björnssyni. „Þetta
er bara snilld. Svona á þetta að
vera. Þetta var hörkuleikur enda
er maður ekki vanur því að spila
í svona hita. En sem betur fer datt
þetta okkar megin í dag.“
Það er svo rétt að geta þess að
bakvörðurinn ungi hjá Breiða-
bliki, Arnór Sveinn Aðalsteinsson,
átti frábæran leik og var í raun í
sérklassa á vellinum. Hann sinnti
varnarskyldu sinni afar vel, var
hættulegur fram á við og skilaði
boltanum af sér af miklu öryggi.
Þrátt fyrir að hafa klúðrað víti enn eina ferðina tókst leikmönnum Fram að nýta eitt færa sinna í leiknum
gegn Breiðabliki í gær. Blikar fengu urmull færa en ekkert virtist ganga hjá þeim og skildi það liðin að.