Fréttablaðið - 05.07.2007, Síða 8
8 5. júlí 2007 FIMMTUDAGUR
BRJÖMS-
NJUMS-
BRRÖMS-
BRÖMS-
SNJÖMM-
… AHHH!
Á kexmáli þýðir þetta: úrvalsgott súkkulaði,
hafrar, hveilhveiti og unaðslegt bragð.
Hob-Nobs er nefnilega
eina kexið sem talar!
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/N
A
T
3
76
44
0
6/
07
n Ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálf-
stæðisflokks ákvað að selja 15,2
prósenta hlut sinn í Hitaveitu Suð-
urnesja til einkaaðila. Sérstaklega
var tekið fram í auglýsingu, sem
birtist 7. mars í dagblöðum, að
opinberar aðilar gætu ekki tekið
þátt í útboðinu þar sem það gæti
farið gegn samkeppnislögum.
n Orkuveita Reykjavíkur, þar sem
Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk-
ur eru í meirihluta og Vilhjálm-
ur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri
situr í stjórn, hefur falast eftir því
að kaupa hlut ríkisins líkt og fleiri
hluti sveitarfélaga. Þessi aðkoma
Orkuveitunnar að kaupunum er
athyglisverð fyrir þær sakir að ríkið
stefndi sérstaklega að því að selja
hlut sinn til einkaaðila, en nú hafa
kjörnir fulltrúar sömu flokka og
vildu selja hlutinn til einkaaðila
beitt sér fyrir því að komast yfir
hlutinn og halda honum þannig í
eigu opinbers aðila.
n Orkuveita Reykjavíkur gæti að
hámarki eignast 37 prósenta hlut í
Hitaveitu Suðurnesja en ekki liggur
fyrir hversu mikill hlutur fyrirtækis-
ins verður.
n Sveitarfélögin sem eiga í Hita-
veitunni hafa 60 daga frest til þess
að ákveða hvort þau nýta for-
kaupsréttinn. Í síðasta lagi í byrjun
september verður ljóst hvort Orku-
veitan mun eignast eitthvað í Hita-
veitunni eða ekki, vegna forkaups-
réttarins.
Fyrrverandi stjórnar-
flokkar tvístígandi
Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks vildi selja hlut ríkisins í Hita-
veitu Suðurnesja til einkaaðila, en meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðis-
flokks, í gegnum Orkuveitu Reykjavíkur, vill halda hlutnum í opinberri eigu.
n Ríkið gekk frá sölu á um 15,2 pró-
senta hlut í Hitaveitunni til Geysis
Green Energy í maí en þar sem
Reykjanesbær, Hafnarfjarðarbær og
Grindavík nýttu sér forkaupsrétt þá
varð ekkert af sölunni.
n Grindavíkurbær og Hafnarfjarðar-
bær vilja selja sinn hlut af ríkishlutn-
um til Orkuveitu Reykjavíkur en
Reykjanesbær, sem er stærsti ein-
staki eigandinn í Hitaveitu Suður-
nesja, vill selja til Geysis.
n Björgvin G. Sigurðsson við-
skiptaráðherra segir of geyst hafa
verið farið þegar einkavæðingin
var ákveðin. Hann segir nauðsyn-
legt að ræða málið frekar og skoða
kosti sölunnar og galla betur. Þessu
er Árni Mathiesen fjármálaráðherra
ósammála líkt og einkavæðingar-
nefnd. Ríkisstjórnin er því augljós-
lega tvístígandi í afstöðu sinni til
málsins.
n Undir niðri er tekist á um hvert
hlutverk Hitaveitu Suðurnesja eigi
að vera. Reykjanesbær, sem er einn
eigenda Geysis, vill taka þátt í verk-
efnum með fyrirtækinu, meðal ann-
ars á erlendum vettvangi, og telur
mikla krafta losna úr læðingi með
innkomu einkafyrirtækisins í Hita-
veituna. Pólitískur vilji virðist vera til
þess innan Hafnarfjarðar að halda
Hitaveitunni í opinberri eigu, sé mið
tekið af viðbrögðum forsvarsmanna
bæjarins við fyrirhugaðri sölu á hlut
ríkisins.
n Tilboð Geysis Green í hluti í Hita-
veitunni er hæst, á genginu 7,1, en
tilboð Orkuveitunnar, sem Hafnar-
fjarðarbær hefur samþykkt að selja
hlut sinn til, er á genginu 7,0.
magnush@frettabladid.is
FóTbolTI Kostnaður við að senda
börn á knattspyrnumót eins og
pollamótið í Vestmannaeyjum fer
fyrir brjóstið á mörgum. Það kost-
ar um 30.000 krónur að senda
börnin á þessi mót.
Friðbirni Valtýssyni, fram-
kvæmdastjóra ÍBV, kemur þessi
upphæð á óvart. Þeir hjá ÍBV taki
12.000 krónur fyrir hvert barn.
„Við höfum heyrt af þessari
umræðu og erum mjög óhress
með þennan málflutning og að
gagnrýnin beinist að okkur,“ segir
Friðbjörn.
„Félögin sem senda krakkana
rukka 30.000 krónur fyrir hvern
krakka og jafnvel meira en ég
veit ekki hver þessi
millikostnaður er.“ Til
dæmis sé frítt fyrir
börn með Herjólfi.
„Það er verið að
kaupa galla á
félaga og það er
góðra gjalda
vert en það
má ekki
blanda því
við móts-
gjaldið.“
Knattspyrnu-
mót fyrir fimmta flokk karla hófst
á Akureyri í gær. Magnús Magn-
ússon hjá KR segir að það kosti
24.500 kr. fyrir hvern KR-ing á
mótið. Gjaldið skiptist í þrennt:
fararstjórn, peysu og far aðra
leið. Safnanir hafi verið í gangi og
því misjafnt hvað hver og einn
þurfi að borga mikið. - pal
Margir foreldrar óánægðir með kostnaðinn sem fylgir pollamótum í fótbolta:
Ekki mótshöldurum að kenna
Friðbjörn Valtýsson Framkvæmda-
stjóri ÍBV segir Eyjamenn bjóða upp á
glæsilegt mót sem jafnist ekki á við neitt
annað á landinu.
lonDon Sergei Ívanov, aðstoðarfor-
sætisráðherra Rússlands, hefur
lýst því yfir að Rússar gætu komið
upp aðstöðu til að skjóta upp eld-
flaugum í Kaliningrad, svæði á
milli Litháen og Póllands. Þetta
kemur fram á vef BBC.
Ívanov segir að hugmyndin teng-
ist áformum Bandaríkjamanna um
að koma upp eldflaugavarnarkerfi
í Póllandi og Tékklandi. En ríkis-
stjórn Rússlands telur að það gæti
ógnað öryggi Rússlands ef Banda-
ríkjamenn koma upp eldflauga-
varnarkerfi nálægt landamærum
þess.
Ráðherrann segir að Rússar
þurfi ekki að koma eldflaugunum
fyrir í Kaliningrad ef Bandaríkja-
menn taka boði þeirra um að nota
ratsjárstöðvar í Aserbaídsjan og í
Suður-Rússlandi í staðinn fyrir að
byggja eldflaugavarnarkerfi í
Tékklandi og Póllandi.
George Bush, forseti Bandaríkj-
anna, hefur sagt að hugmynd Rússa
sé „nýstárleg“ en að Bandaríkja-
stjórn muni halda sig við fyrri áætl-
anir sínar um að byggja eldflauga-
varnarkerfið í Póllandi og
Tékklandi. Bandaríkjastjórn hefur
sagt að ekki sé verið að koma upp
eldflaugavarnarkerfinu vegna
hræðslu við árás frá Rússum held-
ur vegna mögulegra árása frá lönd-
um eins og Íran. - ifv
Beint gegn áformum Bandaríkjamanna um eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu:
Eldflaugar til Kaliningrad
sErGEi ÍVanoV oG VladÍmÍrs PÚtÍn
Aðstoðarforsætisráðherrann er talinn
líklegur eftirmaður Pútíns sem forseti
Rússlands. Pútín lætur af embætti á
næsta ári. FRéTTABlAðið/AP