Fréttablaðið - 05.07.2007, Page 10

Fréttablaðið - 05.07.2007, Page 10
10 5. júlí 2007 FIMMTUDAGUR „Grunnferlið er svipað og þegar verið er að brugga bjór,“ segir Þórður um bruggun maltviskís. „Kornið er látið spíra og á réttu stigi er það tekið og spírunin stöðvuð. Síðan er það malað og unninn úr því grautur sem er lát- inn gerjast. Þegar gerjunin er afstaðin er maður kominn með nokkurs konar bjórlíki. Sá vökvi er tekinn og eimaður, tvisv- ar til þrisvar sinnum, og þá er kom- inn áfengur vökvi sem er rúmlega 50 prósent. Hann er geymdur í nokkur ár og er svo stilltur af með vatni svo að áfeng- ishlutfallið sé rétt.“ Níu til tólf ára ferli IðnAðUR Þórður Freyr Sigurðs- son, 25 ára Sunnlendingur, hefur látið af áformum sínum um að framleiða íslenskt viskí á bæ sínum, Hátúni í Landeyjum. „Þessu er þannig séð lokið,“ segir Þórður, sem nýverið lauk viðskiptafræðinámi við Háskól- ann á Bifröst. „Það bara skorti fjármagn í þetta verkefni.“ Þórður hóf undirbúning fyrir framleiðslu maltviskís árið 2003 með gerð viðskipta- og markaðs- áætlana. „Það er ekkert því til fyrir- stöðu að framleiða gott viskí á Íslandi,“ segir Þórður. „Við höfum gott hráefni, íslenska vatnið og íslenska kornið. Þetta er afbragðshráefni. Eina spurn- ingin snýr að markaðssetningu og það fjármagn sem þarf til hennar. Íslenskur markaður er fulllítill fyrir flesta til að hefja framleiðslu.“ Til verkefnisins fékk Þórður styrki frá Impru nýsköp- unarmiðstöð, landbúnaðarráðu- neytinu og Atvinnuþróunarsjóð Suðurlands. Hann hafði einnig haft samband við erlenda fram- leiðendur. „Hugmyndin var að framleiða þetta úr heimaræktuðu hráefni,“ segir Þórður. „Þetta strandaði á því að ég hafði ekki aðgang að þolinmóðu fjármagni. Það tekur svo langan tíma fyrir viskíið að eldast.“ Nokkuð er framleitt af viskíi í Japan, Kanada, Bandaríkjunum, Írlandi, Nýja-Sjálandi og Sví- þjóð, að sögn Þórðar. Skotland sé þó að sjálfsögðu þekktasta fram- leiðslusvæðið. Þórður segist þó ekki hafa end- anlega gefið hugmyndina upp á bátinn. „Ef einhverjir fjársterkir aðilar hafa áhuga þá er ég með viðskiptaáætlun og markaðs- áætlun í höndunum, það er hægt að láta reyna á það,“ segir Þórð- ur. steindor@frettabladid.is Ísland kjörið til framleiðslu á góðu viskíi Ekkert verður af fyrirhugaðri framleiðslu maltviskís á bænum Hátúni í Landeyjum. Skortur á þolin- móðu fjármagni er helsta ástæðan að sögn Þórðar Freys Sigurðssonar sem hugðist hefja framleiðslu. Þórður freyr SigurðSSoN Hugðist framleiða viskí á bænum sínum Hátúni, sunn- an af Hvolsvelli. Fréttablaðið/Pjetur HátúN viSkí Svona var fyrirhugað að viskíið yrði útlits. PeRsónUveRnD Alcan á Íslandi ber, samkvæmt úrskurði Persónuvernd- ar, ábyrgð á þeim persónuupplýs- ingum sem söfnuðust við upp- lýsingaöflun félagsins fyrir íbúakosningarnar um stækkun álversins í Straumsvík. Það er því í höndum Alcan að afla þeirra gagna sem Persónuvernd þarf á að halda til þess að skera úr um hvort upp- lýsingasöfnunin hafi verið lögmæt. Persónuvernd barst ábending í mars um að starfsmenn Alcan hefðu fengið tilmæli um að safna upplýsingum um skoðanir vina og nágranna sinna á fyrirhugaðri stækkun álversins. Starfsmennirn- ir áttu að skrá þessar upplýsingar inn á vefsíðu sem allir starfsmenn fyrirtækisins höfðu aðgang að. Þegar Persónuvernd hafði sam- band við Alcan vegna málsins sögðu forsvarsmenn fyrirtækisins að þeir hefðu keypt aðgang að kerfinu hjá fyrirtækinu GPS almannatengsl hf. og vísuðu ábyrgðinni þangað. „Nú hefur verið skorið úr um þennan ágreining og í kjölfarið verður hægt að kanna hvort aðgerð- in hafi verið lögmæt,“ segir Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónu- verndar. Hún segir að úrskurður- inn hafi dregist vegna þess að sein- lega hafi gengið að afla gagna frá GPS almannatengslum. Þar sem Alcan er ábyrgt fyrir upplýsinga- söfnuninni er það nú í þeirra verka- hring að afla gagnanna og koma þeim til Persónuverndar. - þo Persónuvernd úrskurðar að Alcan beri ábyrgð á söfnun persónuupplýsinga: Munu kanna lögmæti aðgerðarinnar umdeild upplýSiNgaSöfNuN Starfs- menn alcan fengu tilmæli um að safna persónuupplýsingum um nágranna sína og vini. Fréttablaðið/Gva N1 BÍLAÞJÓNUSTA SÆKTU UM VIÐSKIPTA- OGSAFNKORT Á WWW.N1.IS ER BÍLLINN KLÁR Í FRÍIÐ? ALLT A Ð 10% A FSLÁTT UR! Safnko rtshafa r fá 3% afslátt í form i punk ta. Viðskip takorts hafar f á 7% a fslátt, auk 3% í form i Safnk orts- punkta – sam tals 10% af slátt. Láttu smyrja bílinn og athuga hjólbarðana hjá Hjól- barðaþjónustu N1 og farðu áhyggjulaus í sumarfríið. Réttarhálsi 2, Rvík, hjólbarða- og smurþjónusta 587 5588 Fellsmúla 24, Rvík, hjólbarðaþjónusta 530 5700 Fellsmúla 24, Rvík, smurþjónusta 530 5710 Ægisíðu 102, Rvík, hjólbarða- og smurþjónusta 552 3470 Langatanga 1a, Mosfellsbæ, hjólbarða- og smurþj. 566 8188 Reykjavíkurvegi 56, Hafnarfirði, hjólbarðaþjónusta 555 1538 Dalbraut 14, Akranesi, hjólbarðaþjónusta 431 1777 Tryggvabraut, Akureyri, smurþjónusta 462 1080 sTjóRnMál Utanríkisráðuneytið hefur ráðið Kristínu A. Árna- dóttur, skrifstofustjóra borgar- stjórnar Reykjavíkur, til að stýra framboði Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Kosningar til Öryggisráðsins fara fram á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna haustið 2008. Kristín hefur stýrt skrifstofu borgarstjórans í Reykjavík undanfarin ár en Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri hefur veitt henni leyfi frá störfum á meðan hún sinnir verkefninu. Kristín er með meistarapróf í opinberri stjórnsýslu og stjórn- un frá Syracuse University í Bandaríkjunum. - lbb Kristín A. Árnadóttir: Stýrir framboði til Öryggisráðs kriStíN a. árNadóttir vel tekið í ókeypis strætó bæjarráð Garðabæjar hefur tekið vel í ósk Stúdentaráðs Háskóla Íslands og bandalags íslenskra námsmanna um ókeypis strætó. garðabær

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.