Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.07.2007, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 05.07.2007, Qupperneq 16
16 5. júlí 2007 FIMMTUDAGUR Elvar Sigurgeirsson, véla- verktaki í Bolungarvík, hefur sankað að sér sautj- án Deutsch-dráttarvélum, tuttugu gömlum fólksbifreið- um og nokkrum vörubílum. Hann dreymir um að stofna tækjasafn í Bolungarvík og stendur fyrir fornbílasýn- ingu í bænum um helgina. Elvar er ekki nema 33 ára gamall en hefur safnað á fimmta tug dráttar- véla, fólksbifreiða og vörubíla. „Það eru ekki nema þrjú ár síðan ég byrj- aði að safna fólksbílunum,“ segir hann. „Ég hef haft áhuga á Deutsch- dráttarvélum í nokkurn tíma og safnað þeim héðan og þaðan um landið. Eitt sinn þegar ég var að flytja einn traktorinn var mér boð- inn bíll sem ég gat ekki afþakkað og síðan hefur þetta undið upp á sig.“ Elvar er með níu manns í vinnu og þegar hægist um hjá fyrirtæk- inu á veturna nýtir hann krafta þeirra til að gera upp dráttarvélar og bíla. „Þeir eru hvort eð er í vinn- unni þannig það er eins gott að nýta þá í það.“ Hann er að leggja loka- hönd á fimmtu Deutsch-dráttarvél- ina sem hann gerir upp og telur ótvírætt að hann eigi stærsta safn slíkra dráttarvéla á landinu. Spurð- ur hvers vegna hann hafi svona mikinn áhuga á þessum tilteknu dráttarvélum er svarið einfalt: „Afi átti alltaf Deutsch.“ Elvar býr svo vel að eiga 1.200 fermetra skemmu þar sem hann geymir flesta bílana og dráttarvél- arnar. Í bílasafninu gætir ýmissa grasa. Innan um Benz, Saab og Willis-jeppa blasir til dæmis við Lada Samara, sem Elvar segir hafa ótvírætt söfnunargildi. „Eftir fimmtán ár eða svo sjást þessir bílar ekki lengur á götum hér á landi.“ Sumir bílanna eru afar illa farnir. Elvar segir það sinn veik- leika að rekist hann á bíl með sér- stöðu geti hann ekki hugsað sér að honum sé fleygt. Suma fær hann gefins en aðra kaupir hann og gerir sér vonir um að geta gert þá alla upp með tíð og tíma. „Varahlutina er flesta hægt að fá á eBay og ég smíða ansi margt sjálfur. Öðruvísi væri þetta ekki hægt.“ Djásnið í safninu segir Elvar vera Pontiac Chieftain, árgerð 1956. sem hann pantaði af eBay og notar í spássitúra á sunnudögum. „Ég borg- aði 1,6 milljónir króna fyrir hann og sé ekki eftir því,“ segir hann. Þótt hann hafi gert upp nokkrar dráttar- vélar og sé kominn vel áleiðis með Benz-bifreið hvarflar ekki að Elvari að selja nokkuð af bílunum. Hann viðurkennir að þetta sé dýrt áhuga- mál en kona hans setji sig þó ekki upp á móti því. „Á móti kemur að ég smakka ekki áfengi, þannig það er kannski alveg eins hægt að eyða peningunum í þetta í staðinn. Um daginn fékk ég tilboð í Benzinn og bar undir hana og hún sagði þvert nei.“ Um helgina ætlar Elvar að bóna bestu bílana og halda fornbílasýn- ingu, sem hann vonar að sé aðeins vísirinn að því sem koma skal. „Draumurinn er að koma upp tækja- safni hér í Bolungarvík einhvern daginn. Það á eftir að taka sinn tíma en rætist vonandi einn góðan veður- dag.“ bergsteinn@frettabladid.is nær og fjær „orðrétt“ djásnið í safninu Elvar pantaði þennan Pontiac Chieftain, árgerð 1956, á eBay og borgaði 1,6 milljónir króna fyrir. FréttaBlaðið/gva Hluti safnsins Elvar á skemmu þar sem hann geymir flesta bílana og dráttarvél­ arnar. FréttaBlaðið/gva Eins og ný Elvar er að leggja lokahönd á þessa Deutsch­vél og á aðeins eftir að festa sætið. FréttaBlaðið/gva safngripur Elvar segir þennan vörubíl líklega einn af fyrstu bílun­ um sem var breytt hér á landi og telur sig geta gert hann upp. FréttaBlaðið/gva Stærsta safn Deutsch-traktora á Íslandi Fær Elton að kíkja í túr? „Þyrlur eru frábærar til brúks á íslandi.“ ÓlaFi ÓlaFssyni í samskiPum Finnst Ekki mikið tiltökumál að vElja Dýrari lEiðina til að komast á milli staða. fréttablaðið 4. júlí. Fýla í lúxussnekkju „Það er hins vegar engin lúxuslykt í honum núna.“ vignir sigursvEinsson, rEkstr­ arstjÓri lúxussnEkkjunnar ElDingar ii, var Ekki Par ánægð­ ur mEð ÓþEFinn sEm FylgDi Bráðnun gúmmiBarka um Borð í Bátnum. fréttablaðið 4. júlí. „það er bara allt gott að frétta í þessu blíð­ skaparveðri, það er eiginlega ekki annað hægt,” segir gísli Hrafn atla­ son, karlahópi Femínistafélags íslands. „ég er líka í svo fínu verk­ efni þessa dagana þar sem ég flakka um borgina á vegum vinnu­ skóla reykjavíkur og tala við ungl­ inga um kynferðisofbeldi. við sitjum úti í svona góðu veðri og spjöllum um þessi mál. unglingarnir eru svo fínir og jákvæðir. þeir taka þessu almennt mjög vel, betur en margir þeirra sem eldri eru. svo er ég loksins orðinn ís­ lendingur að því leytinu til að ég er búinn að steypa mér í skuldir við kaup á minni fyrstu íbúð. Hingað til hef ég ekki búið í eigin húsnæði. þannig að í frí­ tíma mínum, þegar ég hef einhvern tíma, er ég að vinna í íbúðinni. við í karlahópi Femínistafélags­ ins erum líka að fara af stað með átakið okkar gegn nauðgunum fyrir verslunarmannahelgina og erum að skipuleggja það á fullu. það er mjög ánægjulegt að það eru margir nýir að koma sem vilja taka þátt í þessu með okkur og það er sérlega jákvætt að það séu að koma ný andlit í karla­ hópinn. það er eitt af meginmarkmiðunum, að fá fleiri karla til að taka þátt.“ Hvað Er að frétta? gísli Hrafn atlason karlaHópi fEmínistafélagsins Talar um kynferðisofbeldi við unglinga n the Phantom, eða Draugurinn, er leikjatölva sem ætlað var að keppa við xbox, Play­ station 2 og gameCube leikjatölv­ urnar en mis­ heppnaðist gjörsamlega. tölvan átti að státa af lykla­ borði, mús og mögnuðu netspilun­ arkerfi, og gat spilað alla venjulega PC­tölvuleiki á pappírnum. þrátt fyrir fagrar fyrirætlanir komst tölvan aldrei af teikniborðinu. útgáfudegi henn­ ar var frestað ár eftir ár eftir ár, þar til hætt var við hana um mitt síðasta ár. nú til dags ber hana aðeins á nafn þegar rætt er um misheppnuðustu tæknifyrirbæri sögunnar. TölvUleIkIR: draugalEikjatölvan sEm aldrEi kom út
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.