Fréttablaðið - 05.07.2007, Page 20
20 5. júlí 2007 FIMMTUDAGUR
hagur heimilanna
„Verstu kaupin sem ég
hef gert um ævina eru
sennilega þegar ég
keypti fyrsta bílinn
minn. Þetta var pínu-
lítill appelsínugul-
ur Suzuki sem dó
daginn eftir að
ég keypti hann.
Ég held meira að
segja að ég hafi
ekki náð einni ferð
klakklaust á honum
frá A til B,“ segir Elín
Arna, ritstjóri Vik-
unnar og tekur
fram að þarna hafi
ekki öll kurl verið
komin til grafar
enda var Suzukimartröðin ekki á enda eftir að
bíllinn gaf upp öndina: „Best af öllu var að ég
hafði náttúrlega ekki vit á því að taka númer-
in strax af honum þar sem maður kann svo
lítið á heiminn þegar maður er sautján ára. Ég
endaði því á að þurfa að borga tryggingar af
ónýtum bíl. Ég lærði þrennt af þessum kaup-
um. Í fyrsta lagi borgar sig að taka ónýtan bíl
af númerum, í öðru lagi segir liturinn ekki allt
um bílinn og í þriðja lagi er ekki gáfulegt að
rífast við starfsfólk sem vinnur hjá Ríkinu.“
Bestu kaupin segir Elín vera skókaup enda er
hún mikil skóáhugamanneskja.
„Bestu kaupin sem ég hef gert er að fjár-
festa í tólf sentimetra háum hælaskóm frá
Aldo sem gera mér kleift að horfast í augu
við fólk án þess að fá hálsríg en þeir eru samt
jafn þægilegir og Nike íþróttaskór. Ótrúlegt en
satt.“
neytandinn: ElÍN ARNAR, RitStjÓRi VikuNNAR
Liturinn segir ekki allt um bílinn
NeyTeNDUR „Reglan er sú að ein-
ungis Gullkorthafar í Vildarklúbb-
num mega taka með sér gest í
Saga Lounge-setustofu Icelandair.
Hinum, sem hafa aðgang að setu-
stofunni, er ekki heimilt að taka
með sér gest þó um sé að ræða
þeirra eigið barn,“ segir María
Rún Hafliðadóttir, forstöðumaður
þjónustudeildar Icelandair.
Saga Lounge er sérstök setu-
stofa í Leifsstöð þar sem öll
aðstaða er hin þægilegasta fyrir
þreytta ferðalanga. Þeir sem hafa
aðgang að setustofunni eru meðal
annars Saga Class-farþegar, Saga
Gull- og Silfurkorthafar í Vildar-
klúbbnum, Platínumkorthafar frá
Visa tengd Vildarklúbbi Ice-
landair og Viðskiptakorthafar frá
Mastercard.
„Ef maður ert með kort og á því
stendur að maður hafi einn aðgang
að setustofunni og megi ekki taka
með sér gest þá flokkast barnið
manns einnig sem gestur. Það
stendur ekki til að breyta þessari
reglu að svo stöddu.“
María segir börn velkomin í
setustofuna sem gestir Gullkort-
hafa í Vildarklúbbnum eða þau
farþegar á Saga Class en hún segir
að það sé alltaf að aukast að fólk
bóki börn sín á Saga Class.
María Rún bendir einnig á að
venjulegur Saga Class-farþegi
borgi hærri fargjöld en aðrir og er
með því að leita eftir hvíld, ró og
næði á ferðalagi sínu eins og allir
aðrir sem sækja stofuna en þar er
hægt að sitja í þægilegum sófum,
horfa á sjónvarp, fara á internetið
og fá sér hressingu.
larab@frettabladid.is
Börn ekki
velkomin
í setustofu
Börn korthafa sem hafa aðgang að Saga Lounge eru
flokkuð sem gestir og fá ekki aðgang í setustofuna.
„Stendur ekki til að breyta reglunni,“ segir forstöðu-
maður þjónustudeildar Icelandair.
Saga Lounge-SetuStofa iCeLandair Enginn greinarmunur er gerður á fullorðnum
gestum og börnum korthafa samkvæmt reglum icelandair.
Hvers vegna ekki lægra verð?
Á heimasíðu Neytendasamtakanna kemur fram að fjöl-
margir hafi haft samband við Neytendasamtökin og kvart-
að vegna þess að ferðskrifstofur lækka ekki verð hjá sér
vegna styrkingar krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðl-
um frá síðustu áramótum. Neytendasamtökin minna á að
stór hluti af útgjöldum ferðaskrifstofa er í erlendri mynt og
með því að lækka ekki verð eru ferðaskrifstofurnar að auka álagningu sína.
n ferðaskrifstofur
n Sigríður Ásta Árnadóttir hönnuður
veit alveg hvað á að gera við gömul
dagblöð.
„Það er algjört þjóð-
ráð að pússa alla
spegla og gler heim-
ilisins með dagblöð-
um. Þetta lærði ég af
vinnufélaga mínum,
40 árum eldri, sem
alltaf var sípússandi
búðina þar sem við afgreiddum.“ Hún
segir dagblaðapappírinn ekki skilja
eftir ló á glerinu og segir prentsvert-
una hafa undrakraft. „Samt er betra að
láta síður sem eru alveg heilprentað-
ar í lit eiga sig. Sérstaklega þykir mér
gaman að nota íþróttasíðurnar í þetta
því þær eru svo leiðinlegar,“
segir Sigríður Ásta.
Góð húsRáð
SpegLar og dagbLöð
umhverfisvænir bílar ekki til
kia Motors í Svíþjóð hefur verið bannað að markaðssetja Picanto Eco sem „um-
hverfisvænan“. Þetta kemur fram á heimasíðu Neytendasamtakanna. umboðs-
maður neytenda í Svíþjóð segir markaðssetninguna villandi þar sem bílar hafi
í grunninn mjög slæm áhrif á umhverfið. kia Motors í Svíþjóð hefur í kjölfarið
lofað að hætta við auglýsinguna.
n bílar
Veljið rétt
Þegar sólarvörn er valin fyrir börn er mikilvægt að velja vörn
sem er ætluð börnum. Hægt er að fá sólarvörn sem þolir vatn
og jafnvel sand og einnig sólarvörn fyrir viðkvæma húð en
börnum er hættara við að fá ofnæmi en fullorðnum. Nauð-
synlegt er að bera á húðina hálftíma áður en farið er út í sól-
ina og síðan á tveggja klukkustunda fresti þegar sólin skín.
n Sólarvörn fyrir börn
> kíló af kjötfarsi á ári
HEiMild: HAgStofA ÍSlANdS
2001 2002 2003 2004 2005
47
1
kr
45
8
kr
46
1
kr
45
3
kr
53
1
kr
Ef þú kaupir Miele þvottavél eða þurrkara færðu
kaupverðið endurgreitt með betri meðferð á þvottinum
Íslenskt stjórnborð
Ný og betri tromla
Verð frá kr.106.600
Hreinn sparnaður
1.
verðlaun
í Þýskalandi
W2241WPS
Þurrkari T223
Verð frá kr. 78.540
heIlbRIGðIsMál Hægt er að fá ódýr
lyf frá Svíþjóð með því að fara inn
á vefsíðuna minlyf.net. Aðalsteinn
Arnarson læknir heldur úti síð-
unni.
Á heimasíðu Neytendasamtak-
anna kemur fram að landlæknir
taki vel í þetta framtak. Hann
bendir á að ástæðan fyrir háum
lyfjakostnaði sé ekki síst sú að hér
á landi vanti meiri samkeppni um
verð á samheitalyfjum.
Póstverslun með lyf á Íslandi er
bönnuð og Aðalsteinn veit að hann
er á gráu svæði. „Hins vegar má
segja að aðilar hér á landi sendi lyf
með pósti og er það þá ekki póst-
verslun?“ spyr Aðalsteinn. „Einnig
má senda lyf frá útlöndum og flytja
inn sem einstaklingur. Má þá ekki
senda vini sínum lyf? Það verður
fróðlegt að sjá hvernig Lyfjastofn-
un túlkar þetta.“
- pal
Íslenskur læknir í Svíþjóð býður fram þjónustu sína:
Lyf í pósti frá Svíþjóð
b-vítamín og bit
flugna- og skordýrabit eru þreytandi
fylgifiskar sólarlandaferða. Moskító-
bit eru sérlega pirrandi og algeng í
röku loftslagi. til að fyrirbyggja mosk-
ítóbit er meðal annars hægt að kaupa
krem sem fæla fluguna frá og tæki
sem stungið er í samband sem hefur
sömuleiðis fælandi áhrif. Ef fólki er
virkilega alvara er sigurstranglegt að
byrja að taka inn B-vítamíntöflur eða
fólinsýrutöflur mánuði fyrir brottför.
Við það framkallar líkaminn ákveðna
lykt sem flugan þolir ekki og hún velur
einhvern annan en þig til að bíta.
n flugur